Örnefni á Íslandi

Nýtt íslenskuátak er hafið á mjólkurfernum MS og snýst átakið um örnefni, sögu þeirra og uppruna. Átakið er unnið í samvinnu MS og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, sem vona að það veki áhuga landsmanna á uppruna örnefna og jafnvel löngun fólks á að ferðast um landið og kynna sér nýja og áhugaverða áfangastaði… Continue reading Örnefni á Íslandi

Published
Categorized as Fréttir

Myndbönd og glærur frá ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga

Nú eru myndbönd og glærur frá ráðstefnunni um grunngerð landupplýsinga, „Á réttri leið“? sem haldin var 30. apríl síðastliðinn, komnar á vef Landmælinga Íslands. Mikið er þarna af áhugaverðu efni og eru allir sem vinna með opinber landupplýsingagögn hvattir til að kynna sér efnið. Myndböndin og glærurnar má einnig sjá undir „Útgefið efni“ á heimasíðu… Continue reading Myndbönd og glærur frá ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga

Published
Categorized as Fréttir

Kvarðinn, fréttabréf LMÍ er kominn út

Annað tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2015 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga, sem haldin var í apríl síðastliðnum, alþjóðlegum rannsóknarhópum sem Landmælingar Íslands taka þátt í, þá er sagt frá ávinningi þess að landupplýsingar voru gerðar gjaldfrjálsar á árinu 2013. Þar kemur meðal annars… Continue reading Kvarðinn, fréttabréf LMÍ er kominn út

Vorfundur SATS

Þann 7.  og 8. maí var haldinn í Ólafsvík árlegur vorfundur Samtaka tæknimanna sveitarfélaga, Félags byggingarfulltrúa, Félags skipulagsfulltrúa sveitarfélaga og Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra. Mjög fjölbreytt dagskrá var í boði þar sem fyrirlesarar innan sem utan samtaka komu með fróðleik um allt frá skráningu staðfanga til vistheimtu. Þar var einnig Ragnar Þórðarson, fyrir hönd Landmælinga… Continue reading Vorfundur SATS

Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2015

Annað árið í röð eru Landmælingar Íslands fyrirmyndarstofnun í könnuninni Stofnun ársins og voru að  þessu sinni í 4. sæti í flokki meðalstórra stofnana. Landmælingar Íslands hafa tekið þátt í könnuninni, sem nú fór fram í tíunda sinn, frá upphafi og ætíð verið framarlega í flokki. Könnunin sem er ein viðamesta könnun á vinnuumhverfi hjá… Continue reading Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2015

Published
Categorized as Fréttir

Á réttri leið

Í dag fór fram á Grand Hótel í Reykjavík ráðstefna um grunngerð stafrænna landupplýsinga undir yfirskriftinni „Á réttri leið?“  Að ráðstefnunni stóðu Landmælingar Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytið, en um 80 manns frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum sóttu ráðstefnuna. Grunngerð stafrænna landupplýsinga er þegar orðin stór hluti af vinnuumhverfi þeirra sem vinna við landupplýsingar og… Continue reading Á réttri leið

Dagskrá ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga

Fjölbreytt dagskrá verður á ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga „Á réttri leið?“ sem haldin verður á Grand Hótel í Reykjavík 30. apríl næstkomandi. Að ráðstefnunni standa Landmælingar Íslands ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Fyrirlesarar eru frá nokkrum innlendum stofnunum og fyrirtækjum auk þriggja erlendra fyrirlesara. Meðal þess sem fjallað verður um er hvernig INSPIRE nýtist við skipulag… Continue reading Dagskrá ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga

Landmælingar Íslands taka þátt í rannsóknarverkefni Copernicus áætlunarinnar

Copernicusáætlun Evrópusambandsins er viðamikið verkefni sem snýst um vöktun á yfirborði og umhverfi jarðarinnar og er Ísland aðili að henni í gegnum samninginn um evrópska efnahagssvæðið. Í október 2014 birti Evrópska umhverfisstofnunin upplýsingar um útboð á rannsóknaverkefni um gæða- og nákvæmnismat á gögnum sem tengjast umhverfiseftirliti samkvæmt Copernicusaráætluninni. Markmið þessa verkefnis er að styrkja Copernicusaráætlunina… Continue reading Landmælingar Íslands taka þátt í rannsóknarverkefni Copernicus áætlunarinnar

Published
Categorized as Fréttir

Ráðstefna um grunngerð landupplýsinga

Þann 30. apríl næstkomandi, munu Landmælingar Íslands ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu standa fyrir ráðstefnu undir heitinu „Á réttri leið“  þar sem fjallað verður um innleiðingu grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar og INSPIRE á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík og stendur frá kl 09:00 – 15:15. Á ráðstefnuni verður rætt um hvert hefur… Continue reading Ráðstefna um grunngerð landupplýsinga

Ársskýrsla 2014

Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2014 er komin út. Ársskýrslan er gefin út á rafrænu formi og er hún aðgengileg hér á vef stofnunarinnar. Í ársskýrslunni er sagt frá helstu verkefnum stofnunarinnar á árinu 2014. Fram kemur í ávarpi forstjóra að sú ákvörðun að hafa opin aðgang að gögnum Landmælinga Íslands hefur hvatt til aukinnar notkunar… Continue reading Ársskýrsla 2014

Published
Categorized as Fréttir