Langaði til að vinna hjá Landmælingum Íslands

Landmælingar Íslands hafa frá árinu 2010 ráðið háskólanema til sumarstarfa á vegum Vinnumálastofnunar, sem í samstarfi við stjórnvöld hefur staðið fyrir átaki til að fjölga tímabundnum störfum fyrir atvinnuleitendur og námsmenn. Í sumar var ráðið í eitt starf og hefur Alexandra Björk Guðmundsdóttir háskólanemi starfað hjá stofnuninni frá 10. júní. „Mig langaði til að vinna… Continue reading Langaði til að vinna hjá Landmælingum Íslands

Published
Categorized as Fréttir

Sumarfrí hjá Landmælingum Íslands

Allan júlímánuð og fram yfir Verslunarmannahelgi eru flestir starfsmenn Landmælinga Íslands í sumarfríi og starfsemin í lágmarki. Skiptiborðið er þó opið og þeir starfsmenn sem eru í vinnu koma til með að svara fyrirspurnum eftir bestu getu.

Published
Categorized as Fréttir

INSPIRE ráðstefna 2014

Hin árlega INSPIRE ráðstefna var haldin í Álaborg í Danmörku dagana 16. – 20. júní 2014. Fyrir Íslands hönd sóttu tveir starfsmenn Landmælinga Íslands þau Eydís L. Finnbogadóttir og Saulius Prizginas, ásamt Ragnari Þórðarsyni hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu ráðstefnuna. Þar voru til umfjöllunar málefni sem snerta innleiðingu INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins auk grunngerðar landupplýsinga í víðara samhengi. INSPIRE… Continue reading INSPIRE ráðstefna 2014

Ný heimasíða Arctic SDI

Martin Skedsmo og Sigurjón Jónsson vinna við uppfærslu á heimasíðunni.

Þessa dagana er unnið að gerð nýrrar heimasíðu fyrir Arctic SDI verkefnið, sem er samstarfsverkefni átta kortastofnana á Norðurslóðum. Verkefnið snýst um uppbyggingu á grunngerð fyrir landupplýsingar á Norðurslóðum og að gera stafrænan kortagrunn, sem byggður er á bestu fáanlegu gögnum sem kortastofnanir samstarfslandanna búa yfir, aðgengilegan á netinu. Martin Skedsmo, tengiliður Kartverket í Noregi… Continue reading Ný heimasíða Arctic SDI

Mælingar sumarsins hafnar

Í vikunni hófst vinna við landmælingar sumarsins og er mælingaflokkur á vegum Landmælinga Íslands og Vegagerðarinnar  nú við GPS mælingar á Suðurlandi. Áætlun gerir ráð fyrir að í sumar verði mælt frá Hverfisfljóti að Markarfljóti og frá Skeiðavegamótum og yfir Sprengisand. Tilgangur mælinganna er að mæla hæðarbreytingar á landinu sem t.d. geta orðið vegna bráðnunar… Continue reading Mælingar sumarsins hafnar

Published
Categorized as Fréttir

Fjallgöngur og mælingar

„Mikil útivistarvakning hefur orðið á síðustu árum meðal landsmanna og er varla neinn talinn maður með mönnum nema hann skottist reglulega á Esjuna eða annað heimafjall.“ Með þessum orðum hefst grein um fjallgöngur nokkurra starfsmanna Landmælinga Íslands og gps mælingar sem þeir hafa gert í ferðum sínum. Í greininni, sem skrifuð er af Eydísi L.… Continue reading Fjallgöngur og mælingar

Published
Categorized as Fréttir

Ný reglugerð um stafrænar upplýsingar

Samkvæmt lögum um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar hefur umhverfis- og auðlindaráðherra nýverið sett reglugerð um upplýsingar sem lögin ná til. Með setningu þessarar reglugerðar er lokið við innleiðingu INSPIRE-tilskipunar Evrópusambandsins sem lítur að því að auka aðgengi og samræma opinberar landupplýsingar í Evrópu. Landmælingar Ísland leiða innleiðingu INSPIRE tilskipunarinnar á Íslandi fyrir hönd Umhverfis- og… Continue reading Ný reglugerð um stafrænar upplýsingar

Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun

Í kvöld fór fram hátíðleg athöfn í Hörpunni þar sem niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins voru kynntar. Að þessu sinni voru Landmælingar Íslands í 3. sæti í flokki meðalstórra stofnana og raða sér þar með í hóp fyrirmyndastofnana. Könnunin sem er ein viðamesta könnun á vinnuumhverfi hjá íslenskum stofnunum, var framkvæmd í febrúar og að venju… Continue reading Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun

Published
Categorized as Fréttir

Fréttabréfið Kvarðinn er komið út

Annað tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2014 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá Copernicus-áætluninni en þar er um að ræða evrópska vöktunaráætlun sem tekur til vöktunar á yfirborði og umhverfi jarðarinnar. Sagt er frá ávinningi þess að gera landfræðileg gögn gjaldfrjáls í Danmörku og í blaðinu er viðtal við Guðmund… Continue reading Fréttabréfið Kvarðinn er komið út

Published
Categorized as Fréttir

Nýtt útlit á vef LMÍ

Eins og sjá má hefur heimasíða Landmælinga Íslands fengið nýtt útlit. Markmiðið með breytingunum er að gera síðuna einfaldari og aðgengilegri fyrir þá sem heimsækja hana og fyrir notendur gagna. Það er von umsjónarmanna síðunnar að einföldun hennar verði til þess að notendur verði fljótari að finna það sem leitað er að, en allar ábendingar… Continue reading Nýtt útlit á vef LMÍ

Published
Categorized as Fréttir