Ný kortasjá sem sýnir heimildir sveitarfélagamarka

Landmælingar Íslands hafa opnað nýja sjá sem sýnir heimildir sveitarfélagamarka. Þar er hægt að nálgast heimildirnar á núverandi IS 50V mörkum sveitarfélaga  á einfaldan hátt. Ef smellt er á línu þá birtist dálkur og ef smellt á dálkinn heimild þá birtist tengill annað hvort á pdf eða jpg formati. Heimildirnar birtast eins og þær líta… Continue reading Ný kortasjá sem sýnir heimildir sveitarfélagamarka

Eru örnefni einhvern tímann rétt?

Móskarða- eða Móskarðshnúkar? Mynd úr Örnefnasjá Landmælinga Íslands

Móskarða- eða Móskarðshnúkar Vissir þú að Móskarðahnúkar heita svo þó svo að þeir séu jafnvel þekktari undir nafninu Móskarðshnúkar? En eru örnefni einhvern tímann rétt? Það er líklega ekkert óeðlilegt við þessa spurningu og enn líklegra að ekki sé heldur til neitt eitt svar við henni. Hjá Landmælingum Íslands og hjá Nafnfræðisviði stofnunar Árna Magnússonar (áður… Continue reading Eru örnefni einhvern tímann rétt?

Hnitakerfi Reykjavíkur tengt við ISN2016

Sumarið 2019 fór fram vinna hjá Landmælingum Íslands við að tengja hnitakerfi Reykjavíkur við landshnitakerfið ISN2016. Hnitakerfi Reykjavíkur var komið til ára sinna og er í grunninn plankerfi sem gerir ráð fyrir að jörðin sé flöt. Þetta hefur skapað nokkur vandræði, sérstaklega þegar unnið er með GNSS mælingar í Reykjavíkurkerfinu. Vinnan fór þannig fram að… Continue reading Hnitakerfi Reykjavíkur tengt við ISN2016

Lítum á landslagið við Grindavík

Í umræðunni um skjálftavirkni og landris við Grindavík höfum við hjá Landmælingum Íslands enn og aftur ákveðið að hjálpa landanum að átta sig á staðháttum. Í meðfylgjandi hlekk er að finna hæðarlíkan IsalndsDEMv0 með gervitunglamynd ásamt örnefnum. Líkaninu má snúa með aðstoð músarinnar og þannig verða kunnugur staðháttum.     Skoðaðu umhverfið hér: http://atlas.lmi.is/3dmodel/ReykjanesMynd/ReykjanesMynd.html Hæðarlíkön… Continue reading Lítum á landslagið við Grindavík

Published
Categorized as Fréttir

Mikill áhugi landsmanna á skráningu örnefna

Undanfarin ár hefur farið fram mikil vinna hjá Landmælingum Íslands við söfnun og skráningu örnefna. Vitneskja um staðsetningu örnefna er víða að tapast og til að bjarga þessum menningarverðmætum frá glötun er brýn þörf á aðkomu eldri kynslóða við söfnun og skráningu þeirra. Mikilvægt er að vinna með staðkunnugum heimamönnum og hafa starfsmenn Landmælinga Íslands… Continue reading Mikill áhugi landsmanna á skráningu örnefna

Þrívíddarlíkan af Surtsey

Surtsey

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt á vef sínum nýtt þrívíddarlíkan af Surtsey. Líkanið er byggt á um 1500 myndum sem teknar voru með dróna og úr þyrlu. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga fóru til Surtseyjar í sumar í þeim tilgangi að kortleggja hana með þessari nýstárlegu tækni. Líkanið var unnið á nýrri loftljósmyndastofu Náttúrufræðistofnunar. Líkön sem þessi nýtast ekki einungis til þess að… Continue reading Þrívíddarlíkan af Surtsey

Fréttabréfið Kvarðinn komið út

Um árabil hefur fréttabréfið Kvarðinn verið gefið út þrisvar á ári, en í fréttabréfinu er sagt frá ýmsu fróðlegu í starfsemi Landmælinga Íslands. Nú er 22. útgáfuár Kvarðans að hefja göngu sína og í  fyrsta tölublaði ársins 2020 er meðal annars sagt frá nýju skipuriti Landmælinga Íslands, skemmtilegum örnefnum í uppfærðri útgáfu IS 50V, hæðarlíkönum… Continue reading Fréttabréfið Kvarðinn komið út

Þrívíddarlíkan af Flateyri

Landmælingar Íslands hafa sett saman einfalt hæðarlíkan af Flateyri með gervitunglamynd ofaná. Myndin er frá 8.8.2011 en hæðarlíkanið er hluti af svokölluðum Arctic DEM gögnum. Með aðstoð líkansins er auðvelt að sjá landslagið í kringum Flateyri og hvernig Innra-Bæjargil og Skollahvilft hvíla fyrir ofan bæjinn. Gögn eins og fjarkönnunarmyndir og hæðarlíkön eru mikilvæg til að… Continue reading Þrívíddarlíkan af Flateyri

Ný útgáfa á IS 50V

Meðfylgjandi mynd sýnir fáein ný örnefni frá síðustu útgáfu og þar kennir ýmissa grasa.

Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa fimm gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum, mörkum, samgöngum og vatnafari. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu og er það eina lagið þar sem  stöðugt er unnið að uppfærslum. Blóðmörstangasund, Buxasvelti og Lymskulág eru dæmi um… Continue reading Ný útgáfa á IS 50V

Nýtt skipurit Landmælinga Íslands

Þann 1. nóvember síðastliðinn gekk nýtt skipurit Landmælinga Íslands í gildi. Skipuritið var unnið í framhaldi af niðurstöðum úr vinnu starfsmanna á starfsdegi utan stofnunar í september og kynnt á starfsmannafundi 29. október. Í skipuritinu eru skilgreindir helstu málaflokkar Landmælinga Íslands sem endurspegla hlutverk og grunnverkefni stofnunarinnar. Með nýju skipiriti er ætlunin að gera skipuritið… Continue reading Nýtt skipurit Landmælinga Íslands

Published
Categorized as Fréttir