Vörpun milli hnitakerfa

Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning í hnitsetningu á landupplýsingum meðal almennings. GPS-tæki eru orðin almenningseign og upplýsingar frá þeim eru notaðar á ýmsan hátt t.d. við merkingar ferðaleiða og áhugaverðra staða. Ýmis hnitform og viðmiðanir eru notaðar í þessum tilgangi og því er nauðsynlegt að geta reiknað á milli þessara mismunandi skilgreininga. Cocodati… Continue reading Vörpun milli hnitakerfa

Published
Categorized as Fréttir

Nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland

Í Kvarðanum, fréttabréfi Landmælinga Íslands, sem kom út í október síðastliðnum er fróðlegt viðtal við Guðmund Valsson mælingarverkfræðing um nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland. Undanfarin ár hefur  Guðmundur unnið að uppbyggingu og viðhaldi á sameiginlegu hæðarkerfi fyrir allt Ísland, með það að markmiði að leggja samfélaginu til áreiðanlegan grundvöll fyrir hæðarmælingar.  Í viðtalinu við Guðmund kemur fram að… Continue reading Nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland

Fyrirlestur um skráningu örnefna í Borgarfirði

Landmælingar Íslands vilja vekja athygli á fyrirlestri Ragnhildar Helgu Jónsdóttur umhverfislandfræðings og Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum, um skráningu og kortlagningu örnefna í Borgarfirði. Skráningin hefur verið unnin í samstarfi við Landmælingar Íslands, en nokkrir aðilar hafa skráningaraðgang í örnefnagrunn stofnunarinnar. Örnefnin sem þar eru skráð inn birtast  í örnefnasjá Landmælinga Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn í Snorrastofu, Reykholti… Continue reading Fyrirlestur um skráningu örnefna í Borgarfirði

Samráðsfundur með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Í dag, 16. október 2012 funduðu stjórnendur Landmælinga Íslands með fulltrúum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um stöðu verkefna, fjármál stofnunarinnar og áætlaða rekstrarafkomu ársins 2012. Á fundinum voru rædd þau verkefni sem framundan eru og farið yfir fjárlög ársins 2013. Einnig kynntu fulltúar ráðuneytisins nýtt skipurit og stefnu nýs umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Samráðsfundir sem þessir eru haldnir tvisvar… Continue reading Samráðsfundur með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Published
Categorized as Fréttir

Opinber landupplýsingagögn gjaldfrjáls í Danmörku

Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að frá og með 1. janúar 2013 verði öll opinber gögn gjaldfrjáls.  Þessi ákvörðun skiptir miklu máli fyrir dönsku kortastofnunina KMS og notendur landupplýsingagagna. Nánar má sjá frétt um þetta á vef KMS.        

Published
Categorized as Fréttir

Nýr kynningarbæklingur

Fyrir stuttu kom út kynningarbæklingur Landmælinga Íslands. Í bæklingnum er sagt frá helstu verkefnum stofnunarinnar í máli og myndum. Bæklingurinn liggur frammi fyrir gesti og gangandi, einnig má  skoða hann hér.        

Laust starf hjá Landmælingum Íslands

Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns tölvukerfis hjá Landmælingum Íslands (LMÍ).    Í starfinu felst m.a. rekstur á netþjónum stofnunarinnar, umsjón með afritun gagna og uppbygging á vefþjónustum.   Starfssvið:   Vinna við rekstur tölvukerfis LMÍ, aðallega netþjóna og ytri þjónustur. Vinna við vefþjónustur til að veita aðgang að gögnum LMÍ.  Umsjón með öryggisafritun á… Continue reading Laust starf hjá Landmælingum Íslands

Published
Categorized as Fréttir

Nýtt hæðarlíkan og gervitunglaþekja af öllu Íslandi

Mánudaginn 18. júní samþykkti Alþingi lög sem heimila IPA stuðning ESB við uppbyggingu á NATURA 2000-samstarfsneti á Íslandi. Samkvæmt því verður allt vistkerfi og fuglalíf á Íslandi skráð með það fyrir augum að auðkenna svæði sem þarfnast verndar, einnig mun það nýtast í skipulagsvinnu og ýmsum öðrum verkefnum opinberra aðila. Landmælingar Íslands taka þátt í… Continue reading Nýtt hæðarlíkan og gervitunglaþekja af öllu Íslandi