Fundur gæðahóps EuroGeographics

Gæðahópur EuroGeographics

Í síðustu viku var haldinn fundur gæðahóps EuroGeographics. Landmælingar Íslands og Þjóðskrá stóðu sameiginlega að fundinum sem haldinn var hjá Þjóðskrá. Fundurinn var vel sóttur og voru þátttakendur um 20 frá 15 stofnunum og jafn mörgum löndum. Fjallað var m.a. um geymslu gagna, skrásetningu á gæðum gagna, ERM, ESDIN, gæðamódel og gæðaskoðun gagna og margt… Continue reading Fundur gæðahóps EuroGeographics

Landmælingar Íslands opna Landupplýsingagátt

Þann 1. júní var Landupplýsingagátt gatt.lmi.is formlega opnuð á vef Landmælinga Ísland www.lmi.is en hún hefur verið í prófun frá 1. des 2011. Gáttin er í samræmi við 5 gr. laga nr. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar sem samþykkt voru á Alþingi 10. maí 2011. Með samþykkt þeirra var INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins jafnframt leidd… Continue reading Landmælingar Íslands opna Landupplýsingagátt

Fundur notenda IS 50V

Í tengslum við útgáfu 3.3. á IS 50V gagnagrunnunum héldu Landmælingar Íslands þann 30. maí fund með notendum gagnanna. Þetta er í þriðja sinn sem slíkur fundur er haldinn og er hann því orðin fastur liður í tengslum við vorútgáfu IS 50V. Notendur frá rúmlega 10 stofnunum og fyrirtækjum voru mættir á fundin þar sem m.a. fóru fram… Continue reading Fundur notenda IS 50V

Published
Categorized as Fréttir

Fréttabréfið Kvarðinn er komið út

Annað tölubalð Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2012 er komið út. Að venju er þar að finna ýmsan fróðleik um starfsemi Landmælinga Íslands. Fréttabréfið er aðeins gefið út á rafrænu formi.

Published
Categorized as Fréttir

Landmælingar Íslands stofnun ársins 2012

Landmælinga Íslands urðu í fyrsta sæti í vali á „Stofnun ársins 2012“ í flokki meðalstórra stofnana (20-49 starfsmenn) en það var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica hótelinu í dag 11. maí. Þessi góða einkunn sem starfsmenn Landmælinga Íslands gefa vinnustað sínum er vitnisburður um góðan starfsanda, öfluga starfsmannastefnu og góða stjórnun vinnustaðarins. Landmælingar… Continue reading Landmælingar Íslands stofnun ársins 2012

Published
Categorized as Fréttir

Nýr vefur Landmælinga Íslands opnar

Í dag föstudaginn 11. maí 2012 opnaði nýr vefur Landmælinga Íslands. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að uppbyggingu vefsins og hefur sú vinna að metu leyti verið í höndum starfsmanna stofnunarinnar. Til að ljúka verkefninu var samið við hugbúnaðarfyrirtækið Cloud Engineerig sem sérhæfir sig í upplýsingatækni og vinnur meðal annars að vefhönnun með hugbúnaðinum… Continue reading Nýr vefur Landmælinga Íslands opnar

Published
Categorized as Fréttir

Ný útgáfa af IS 50V gagnagrunninum

 Út er komin útgáfa 3.3. af IS 50V gagnagrunninum en nýjar útgáfur með uppfærslum koma nú út tvisvar á ári.Gagnagrunnurinn er helsti gagnagrunnur Landmælinga Íslands.Nánari upplýsingar um gögnin er að finna í PDF skjali um útgáfuna (1,9 mb).

Published
Categorized as Fréttir

Ársskýrsla 2011 komin út

Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2011 er komin út. Í ársskýrslunni er sagt frá helstu verkefnum og annarri starfsemi á árinu 2011 og gerð grein fyrir fjárhagslegri afkomu stofnunarinnar.  [button link=“https://www-gamli.lmi.is/wp-content/uploads/2012/04/Arsskyrsla_vefur.pdf“ color=“default“ target=“_blank“ size=“small“]Skýrslan[/button]

Kynning á frumvarpi 2. útg. ÍST staðalsins

Þann 17. apríl síðastliðinn var haldinn kynningarfundur á frumvarpi að 2. útgáfu staðalsins ÍST 120 Skráninga og flokkun landupplýsinga – Uppbygging fitjuskráa. Fundurinn var haldinn í samstarfi LÍSU samtaka um landupplýsingar á Íslandi og Orkuveitu Reykjavíkur. Kynningarefni frá fundinum má nálgast hér. Frumvarpið kom út 2. apríl síðastliðinn og sér Staðlaráð Íslands um sölu og dreifingu þess. Frumvarpið… Continue reading Kynning á frumvarpi 2. útg. ÍST staðalsins

Norrænir forstjórar funda í Reykjavík

Fundur forstjóra norrænna korta- og fasteignastofnana er haldinn í Reykjavík í dag. Á fundinum er farið yfir ýmis samstarfsverkefni og verkefni vinnuhópa s.s. EuroGeographics, Arctic SDI og INSPIRE.