Frumvarp að 2. útgáfu ÍST 120 staðalsins komið út

Frumvarp að 2. útgáfu ÍST 120 staðalsins Skráning og flokkun landupplýsinga – Uppbygging fitjuskráa, kom út 2. apríl síðastliðinn. Fyrsta útgáfa staðalsins kom út árið 2007 en í nýju útgáfunni hafa verið gerðar verulegar breytingar.

Umhverfisráðherra í heimsókn

Í dag heimsótti Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra Landmælingar Íslands. Með henni í för voru ráðuneytisstjóri, aðstoðarmaður ráðherra og upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins.

Samningur gerður við Ritara ehf. um símaþjónustu

Landmælingar Íslands og Ritari ehf. undirrituðu samning um símaþjónustu þann 1. mars. Fyrirtækið Ritari ehf. sem staðsett er í sama húsi og Landmælingar Íslands var lægst í útboði sem gert var á símaþjónustu snemma á þessu ári og mun það taka við þjónustunni 1. apríl næstkomandi.  

Published
Categorized as Fréttir

Ný geóíða

Landmælingar Íslands hafa gefið út nýja geóíðu (láflöt) sem m.a. hefur verið reiknuð út frá þyngdarmæligögnum af Íslandi, hæðarlíkani og ísþykktargögnum. Nýja geóíðan var reiknuð í samstarfi við DTU Space í Danmörku, sem hafa mikla reynslu af slíkum útreikningum, en megin tilgangur þessara útreikninga var að reikna nýja og nákvæmari geóíðu af Íslandi og tengja… Continue reading Ný geóíða

Published
Categorized as Fréttir

Samningur við CloudEngineering um nýjan vef LMÍ

Þann 8. mars sl. gerðu Landmælingar Íslands samning við fyrirtækið Cloudengineering um hönnun og skipulag á nýjum vef fyrir stofnunina. CloudEngineering er þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í upplýsingatækni og vinnur meðal annars að vefhönnun með hugbúnaðinum Word Press sem Landmælingar Íslands hafa valið fyrir ytri vefinn.    

Published
Categorized as Fréttir

Landshæðarkerfi Íslands á degi evrópska landmælingamannsins

Í dag, 5. mars, verður í fyrsta skipti haldið upp á dag evrópska landmælingamannsins en þá eru nákvæmlega 500 ár frá fæðingu kortagerðarmannsins Gerardus Mercators í Belgíu. Til þess að minnast þessa hafa Landmælingar Íslands gefið út á pdf formi skýrslu um Landshæðarkerfi Íslands ISH2004, sem er einhver stærsti áfangi í landmælingasögu stofnunarinnar. Skýrslan verður… Continue reading Landshæðarkerfi Íslands á degi evrópska landmælingamannsins

Published
Categorized as Fréttir

Reglugerð um landshæðarkerfi Íslands ISH2004

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð vegna landshæðarkerfis Íslands ISH2004. Reglugerðinni er ætlað að festa landshæðarkerfið í sessi sem grunnkerfi í landmælingum á Íslandi. Þá þykir mikilvægt að til sé reglugerð um það hvernig haga beri umgengni um mælipunkta kerfisins sem og viðhald þess.  Reglugerðin var birt í B-deild Stjórnartíðínda þann 15. febrúar 2012.

Published
Categorized as Fréttir

IS 500V gögn Landmælinga Íslands aðgengileg gegn vægu gjaldi

Landmælingar Íslands vilja að gögn þeirra séu notuð af sem flestum. Árið 2011 var sú ákvörðun tekin að innheimta ekki gjöld fyrir IS 500V gögn stofnunarinnar en hins vegar þarf að greiða þjónustugjald sem er kr. 3850,- án vsk og er gerður afnotasamningur þar um. Ef birta á gögnin og/eða dreifa þeim þarf að fá… Continue reading IS 500V gögn Landmælinga Íslands aðgengileg gegn vægu gjaldi

Published
Categorized as Fréttir

Frumteikningar dönsku herforingjaráðskortanna og ljósmyndir

Nú er komið gott aðgengi að öllum bæjarteikningunum, frumteikningum Atlaskorta og ljósmyndumsem landmælingadeild herforingjaráðs Dana teiknaði á árunum 1902-1920. Í bæjarteikningaskránni eru sérmælingar og gerð uppdrátta af íslenskum bæjum, þéttbýlissvæðum og þorpum, þá er hægt að skoða frumteikningar Atlaskorta auk þeirra ljósmynda sem mælingamennirnir tóku þegar þeir voru við störf sín.

Published
Categorized as Fréttir