Þann 17. október verður haldin ráðstefna fyrir þá sem starfa með landupplýsingar og þróun þeirra. Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir mun flytja ávarp og Knut Flåten forstjóri Statens Karverk í Noregi verður meðal fyrirlesara. Nánar er hægt að lesa um ráðstefnuna á vef LÍSU.
Author: jensina
Ársþing EuroGeographics, samtaka korta- og fasteignastofnana 2007
Dagana 7.-10. október næstkomandi munu EuroGeographics, samtök korta og fasteignastofnana í Evrópu halda ársþing sitt. Að þessu sinni verður þingið haldið í borginni Dubrovnik í Króatíu í boði Króatísku korta- og fasteignastofnunarinnar (State Geodetic Administration of the Republic of Croatia).
Forstjóri finnsku landmælingastofnunarinnar í heimsókn
Undanfarna daga hefur Risto Kuittinen forstjóri Finnsku landmælingastofnunarinnar FGI verið á landinu. Risto er hingað kominn til að kynna sér starfsemi Landmælinga Íslands og að fylgjast með samstarfsverkefni LMÍ og FGI um algildar þyngdarmælingar en mælingar á þyngdarhröðun eru ein af grunnstoðum landmælingafræðanna. Þær gefa nauðsynlegar upplýsingar við rannsóknir á breytingum jarðar sem ekki er hægt… Continue reading Forstjóri finnsku landmælingastofnunarinnar í heimsókn