Kortavefsjá íslenskra sjókorta opnuð

Landhelgisgæslan opnar í dag aðgang að vefsjá með íslenskum sjókortum. Stofnunin hefur á liðnum mánuðum átt í góðu samstarfi við Landmælingar Íslands og notið liðsinnis starfsmanna Landmælinga við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Eydís Líndal, forstjóri Landmælinga Íslands, gerðu með sér samning í fyrra sem fól í sér… Continue reading Kortavefsjá íslenskra sjókorta opnuð

Þörf á mynd- og hæðargögnum

Landmælingar Íslands hafa afhent umhverfis- og auðlindaráðuneytinu skýrslu þar sem fram kemur þörf opinberra aðila á myndgögnum og hæðarlíkani af Íslandi. Tilgangur þarfagreiningarinnar var að uppfylla verkefni sem Landmælingar Íslands fengu frá ráðuneytinu þ.e. að kanna þörf á útboði á samræmdum myndgrunni og hæðarlíkani fyrir hið opinbera. Niðurstöður þarfagreiningarinnar eru þær mikil þörf á er… Continue reading Þörf á mynd- og hæðargögnum

Áframhaldandi samstarf um fjarkönnun við Háskóla Íslands

Við undirritun samningsins: Dr. Kolbeinn Árnason, sérfræðingur hjá LMÍ og HÍ, Sigurður M. Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, Eydís L. Finnbogadóttir, forstjóri LMÍ og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ.

Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri Landmælinga Íslands og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, endurnýjuðu á dögunum samning um samstarf stofnanna um fjarkönnunarrannsóknir á Íslandi. Fjarkönnun felst m.a. í myndatöku úr gervitunglum, flugvélum og drónum og að vinna úr þeim upplýsingar um yfirborð jarðarinnar, svo sem um breytingar á lífríki, hopun jökla og áhrif eldgosa á… Continue reading Áframhaldandi samstarf um fjarkönnun við Háskóla Íslands

Landflokkun á strandsvæðum

Gulu línurnar afmarka það landsvæði sem skilgreint hefur verið sem „Strandsvæði“ (Coastal Zone) á Íslandi. Um er að ræða 10 km breiðan kraga frá fjöru og inn til landsins.

Samevrópsk landflokkunarverkefni heyra undir Copernicusaráætlun ESB en Umhverfisstofnun Evrópu, EEA (European Environment Agency), hefur umsjón með framkvæmd þeirra. Elst og þekktast þessara verkefna er CORINE-landflokkunin sem hófst fyrir 1990 og byggist á notkun gervitunglamynda. CORINE-flokkunin er endurtekin með nýjum gervitunglamyndum á 6 ára fresti (1990, 2000, 2006, 2012 og 2018) en eftir því sem fjarkönnunartækninni… Continue reading Landflokkun á strandsvæðum

Íslenskt landslag sem veggskraut

Á undanförnum árum hefur íslenska vörumerkið Literal Streetart vakið athygli fyrir skemmtilega útfærð plaköt af bæjum og borgum heimsins, þar sem notandinn getur sjálfur valið það svæði sem hann óskar. Nú hefur fyrirtækið bætt við möguleikanum að fá íslenskt landslag á plakati s.k. Fjallastíl, sem byggður er á IS 50V kortagrunni Landmælinga Íslands. Sannarlega skemmtileg… Continue reading Íslenskt landslag sem veggskraut

800 ný örnefni af Þingvöllum í einum poka

Með tölvuskránni fylgdi fullur poki af miðum með örnefnunum á.

Í byrjun október var haldið málþing á Þingvöllum um fornleifar, skráningu þeirra og staðsetningu í þjóðgarðinum. Við þetta tækifæri afhenti Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður Eydísi Líndal Finnbogadóttur, forstjóra Landmælinga Íslands um 800 örnefni úr þjóðgarðinum í tölvuskrá en henni fylgdi fullur poki af örnefnum rituð á miða. Skráning örnefnanna í örnefnagrunn Landmælinga Íslands hefur… Continue reading 800 ný örnefni af Þingvöllum í einum poka

Kvarðinn, fréttbréf Landmælinga Íslands, er kominn út

Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2019 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá árangri landgræðslu við Landeyjahöfn, notkun loftmynda Landmælinga Íslands við vísindarannsóknir og hæðarmælingum með nýrri alstöð. Kvarðinn kemur út þrisvar á ári og er engöngu gefinn út rafrænt.

Published
Categorized as Fréttir

Hæðarmælingar með nýrri alstöð – tvöfalt meiri afköst og ódýrari mælingar

Þórarinn Sigurðsson við mælingar á Kili.

Eitt af mikilvægustu verkefnum Landmælinga Íslands er að byggja upp og viðhalda sameiginlegu hæðarkefi fyrir allt Ísland. Til þessa hefur vinnan að mestu byggst á fínhallamælingum en í lok síðasta árs festu Landmælingar Íslands kaup á alstöð af gerðinni Trimble S9 HP sem nota má til hallamælinga  í stað fínhallamælinga. Alstöðin er með hálfrar sekúndu… Continue reading Hæðarmælingar með nýrri alstöð – tvöfalt meiri afköst og ódýrari mælingar

Franskur námsmaður í starfsþjálfun hjá LMÍ

Eydís L. Finnbogadóttir, forstjóri LMÍ, færði Hugo Lecomte bók að gjöf.

Í sumar hefur franskur námsmaður, Hugo Lecomte, verið í starfsþjálfun hjá Landmælingum Íslands. Hugo er að ljúka meistaranámi í mælingaverkfræði við National school of Geography Sciences í París og er starfsþjálfunin hluti af námi hans. Verkefni Hugo hjá Landmælingum Íslands hafa verið á sviði landmælinga þar sem hann hefur starfað þétt með mælingaverkfræðingum stofnunarinnar. Hugo… Continue reading Franskur námsmaður í starfsþjálfun hjá LMÍ

Published
Categorized as Fréttir

Ný aðgerðaráætlun um uppbyggingu, rekstur og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar um Íslands

Landmælingar Íslands í samvinnu við fulltrúa fjölmargra ríkisstofnana, sem hafa með landupplýsingar að gera, hafa unnið drög að nýrri Aðgerðaráætlun um uppbyggingu, rekstur og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar um Íslands. Aðgerðaráætlunin tekur við af gildandi áætlun sem var staðfest af umhverfis- og auðlindaráðherra 20. desember 2013, og var til fimm ára. Í nýrri aðgerðaráætlun eru… Continue reading Ný aðgerðaráætlun um uppbyggingu, rekstur og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar um Íslands