Í gær, 6. desember afhentu fulltrúar frá fyrirtækinu Ísmar, Landmælingum Íslands alstöð af gerðinni Trimble S9 HP sem stofnunin hefur fest kaup á. Alstöðin er með hálfrar sekúndu nákvæmni og ein af þeim fullkomnustu sem eru í notkun hér á landi. Alstöðin er aðallega hugsuð til mælinga vegna viðhalds og við áframhaldandi uppbyggingu hæðarkerfis Íslands,… Continue reading Landmælingar Íslands festa kaup á alstöð
Author: jensina
Starfsmaður LMÍ ver doktorsritgerð
Í gær fimmtudaginn 29. nóvember 2018 varði Joaquín M. C. Belart, starfsmaður Landmælinga Íslands doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands. Heiti ritgerðarinner er „Afkoma íslenskra jökla, breytileiki og tengsl við loftslag“. Viðfangsefni doktorsverkefnisins er nýting fjarkönnunargagna við gerð hæðarkorta af jöklum og hvernig eigi að nýta þau til að fá sem nákvæmasta mælinga á afkomu jökla á… Continue reading Starfsmaður LMÍ ver doktorsritgerð
Hæðarlíkan af Herðubreið
Þar sem ánægja var með hæðarlíkan af Öræfajökli sem starfsmenn Landmælinga Íslands settu saman í síðustu viku höfum við ákveðið halda áfram með svona verkefni og gera úr því einskonar leik. Við munum næstu vikurnar vera með módeldaga á föstudögum og leika okkur með að setja saman hæðargögn af svæðum og myndir og kannski eitthvað… Continue reading Hæðarlíkan af Herðubreið
Landhelgisgæslan og Landmælingar efna til samstarfs
Landupplýsingar Landhelgisgæslunnar gerðar aðgengilegar og strandlína Íslands endurbætt Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri Landmælinga Íslands, skrifuðu í dag undir samstarfssamning sem felur í sér samstarf stofnananna um aukið aðgengi almennings að rafrænum kortaupplýsingum og endurbótum á strandlínu landsins. Landmælingar Íslands hafa á undanförnum árum eflt miðlun kortagagna sinna á… Continue reading Landhelgisgæslan og Landmælingar efna til samstarfs
Hæðarlíkan af Öræfajökli
Í kjölfar nokkurrar umræðu um jarðhræringar í Öræfajökli hafa starfsmenn Landmælinga Íslands sett saman hæðarlíkan af jöklinum sem á uppruna sinn að rekja til lidar mælinga frá 2012 . Ofaná hæðarlíkanið hefur verið sett mynd tekin úr gervitungli Planet Labs, 2. nóvember 2018. Hæðargögnin og myndgögnin eru síðan sett saman í Qgis sem er opin… Continue reading Hæðarlíkan af Öræfajökli
Ný útgáfa af Cocodati
Landmælingar Íslands hafa þróað nýja útgáfu af cocodati (Coordinate Conversion and Datum Transformation for Iceland) sem notað er til að varpa hnitum á milli hnitakerfa. Um er að ræða algera endurnýjun á forritinu og byggir vörpunarvél þess á nýjustu útgáfunni af PROJ, nánari upplýsingar https://proj4.org/. PROJ er safn kortavarpanna og aðgerða til að varpa á… Continue reading Ný útgáfa af Cocodati
Skráning örnefna á Fljótsdalshéraði
Föstudaginn 19. október fóru Rannveig L. Benediktsdóttir og Bjarney Guðbjörnsdóttir, starfsmenn Landmælinga Íslands til Egilsstaða þar sem undirritaður var samstarfssamningur milli stofnunarinnar og Fljótsdalshéraðs um söfnun og skráningu örnefna. Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði mun sinna skráningunni og nota til þess örnefnaskráningarveftól Landmælinga Íslands og örnefnalýsingar jarða frá nafnfræðisviði Árnastofnunar. Þær Rannveig og Bjarney héldu… Continue reading Skráning örnefna á Fljótsdalshéraði
Ráðstefna um málefni norðurslóða
Dagana 19. til 21. október fór fram í Hörpu árleg ráðstefna um málefni norðurslóða, Arctic Circle. Arctic Circle er alþjóðlegur vettvangur sem fjallar um mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingum, samstarf á því sviði og framtíð norðurslóða. Einn af mikilvægu þáttum í baráttunni gegn lofslagsbreytingum er aðgengi að upplýsingum. Með það í huga kynnti Eydís… Continue reading Ráðstefna um málefni norðurslóða
Lýsigagnagáttin uppfærð
Undanfarnar vikur hefur vinna við uppfærslu á Lýsigagnagáttinni farið fram. Nú er vinnunni lokið og búið er að opna nýju útgáfuna. Skráningaraðgangar voru ekki virkir á meðan á uppfærslunni stóð en eru núna aftur opnir, þannig að notendur geta skráð sig inn og uppfært skráningar sé þörf á því. Helstu breytingarnar tengjast notendavænna viðmóti. Verið… Continue reading Lýsigagnagáttin uppfærð
Kvarðinn, fréttabréf Landmælinga Íslands, er kominn út
Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands á árinu 2018 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá skýrslu um könnun á stöðu landupplýsinga meðal stofnana og opinberra fyrirtækja, sem Landmælingar Íslands stóðu fyrir fyrr á árinu, nýrri uppfærslu á IS 50V og kynningu á Copernicusáætlun Evrópusambandsins. Kvarðinn kemur út þrisvar á ári og… Continue reading Kvarðinn, fréttabréf Landmælinga Íslands, er kominn út