Landmælingar Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður efla samstarf á sviði korta- og landupplýsingamála

Kortið sýnir útlínur jökla frá árinu 1890 til 2014.

Landmælingar Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður sinna mikilvægum verkefnum við að skrá og varðveita íslenska náttúru og að stuðla að sjálfbærri þróun á því sviði. Nýlega undirrituðu forstjóri Landmælinga Íslands og framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs viljayfirlýsingu á sviði korta- og landupplýsingamála til að nýta sem best styrkleika beggja stofnana. Viljayflirlýsingin byggir m.a. á þeirri vinnu sem þegar hefur átt… Continue reading Landmælingar Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður efla samstarf á sviði korta- og landupplýsingamála

Published
Categorized as Fréttir

Kynning á Copernicusáætlun Evrópusambandsins

Á morgun, 19. september verður kynning á Copernicus áætlun Evrópusambandsins á Grand Hótel í Reykjavík. Copernicus verkefnið er gríðarlega viðamikið og snýst um vöktun á yfirborði og umhverfi jarðarinnar, með nýjustu gervitunglatækni. Ísland er fullgildur aðili að Copernicus og fær aðgang að þjónustu og upplýsingum um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta svo sem á sviðum… Continue reading Kynning á Copernicusáætlun Evrópusambandsins

Listi gagnasetta sem tilheyra grunngerð landupplýsinga

Í könnun á stöðu landupplýsinga meðal opinberra aðila, sem gerð var fyrr á þessu ári, voru 423 landfræðileg gagnasett talin upp en gagnasettin teljast hluti af grunngerð landupplýsinga á Íslandi. Á nýrri síðu er hægt að skoða lista yfir þessi gagnasett og átta sig á því á auðveldan hátt, hvort að til séu lýsigögn um… Continue reading Listi gagnasetta sem tilheyra grunngerð landupplýsinga

Published
Categorized as Fréttir

Ný skýrsla um niðurstöður könnunar á grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar

Mynd Guðni Hannesson

Fyrr á þessu ári stóðu Landmælingar Íslands fyrir könnun á stöðu landupplýsinga meðal opinberra stofnanna og opinberra fyrirtækja sem talið var að hefðu landupplýsingar meðal gagna sinna. Könnun sem þessi hefur verið framkvæmd með reglulegu millibili allt frá árinu 2008. Síðasta könnun var framkvæmd árið 2015 bæði meðal stofnana og sveitarfélaga. Könnunin var að þessu… Continue reading Ný skýrsla um niðurstöður könnunar á grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar

Published
Categorized as Fréttir

Könnun á vef Landmælinga Íslands

Dagana 1. til 15. júní síðastliðinn var gerð könnun meðal notenda vefs Landmælinga Íslands. Könnun sem þessi hefur verið gerð nokkur undanfarin ár meðal annars til þess að fá fram hjá notendum hvernig bæta megi þá þjónustu sem vefurinn hefur upp á að bjóða og koma til móts við þarfir notenda. Fram kemur í könnuninni… Continue reading Könnun á vef Landmælinga Íslands

Published
Categorized as Fréttir

Ársþing Sameinuðu þjóðanna um landupplýsingar

Fundinn sóttu 400 fulltrúar frá yfir 100 þjóðlöndum.

Á áttunda ársþingi Sameinuðu þjóðanna um landupplýsingar (United Nations Global Geospatial Information Management, UN-GGIM) sem var haldið í New York 1.-3. ágúst 2018 var fjallað um samstarf þjóða heimsins við hagnýtingu margskonar landupplýsinga, s.s. stafrænna korta af sjó og landi, loftmynda, gervitunglagagna og staðtengdra tölfræðigagna, þvert á landamæri. Fundinn sóttu að þessu sinni yfir 400… Continue reading Ársþing Sameinuðu þjóðanna um landupplýsingar

Published
Categorized as Fréttir

Nýtt þjónustukort

Byggðastofnun hefur kynnt fyrsta áfanga þjónustukorts sem sýna á aðgengi landsmanna að allri almennri þjónustu hins opinbera og einkaaðila. Markmiðið er að auka og bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þjónustu. Landmælingar Íslands hafa komið að verkefninu frá upphafi enda tengist það mjög lögbundnum verkefnun stofnunarinnar um miðlun og grunngerð landupplýsinga og ráðgjöf til stjórnvalda.… Continue reading Nýtt þjónustukort

Ný uppfærsla á IS 50V

Örnefni hafa m.a. verið skráð í Borgarbyggð.

Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa fjögurra gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum mörkum og samgöngum. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu og er það eina lagið þar sem  stöðugt er unnið að uppfærslum. Frá síðustu útgáfu hefur verið skráð töluvert af… Continue reading Ný uppfærsla á IS 50V

Published
Categorized as Fréttir

Ársskýrsla 2017

Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2017 er komin út. Í ársskýrslunni er farið yfir helstu verkefni stofnunarinnar á árinu og í ávarpi forstjóra kemur fram að árið 2017 hafi verið markvert meðal annars vegna þess að frumvarp til breytinga á lögum um landmælingar og grunnkortagerð var samþykkt einróma á Alþingi í lok maí. Breytingar á… Continue reading Ársskýrsla 2017

Vefsíða fyrir landfræðileg söfn á Íslandi

Aðgengi að upplýsingum um efni íslenskra korta- og loftmyndasafna er á ýmsum stöðum á netinu. Þorvaldur Bragason landfræðingur og upplýsingafræðingur hefur nú opnað vefinn landkonnun.is þar sem hann hefur safnað saman upplýsingum um helstu korta- og loftmyndasöfn á Íslandi og eru þau aðgengileg almenningi til skoðunar eða niðurhals. Þar má einnig finna vefslóðir fyrir aðgengi… Continue reading Vefsíða fyrir landfræðileg söfn á Íslandi

Published
Categorized as Fréttir