Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2015

Dagur íslenskar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið hvatt til þess að  einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagssamtök hafi daginn í huga í starfsemi sinni. Í tilefni dagsins, miðvikudaginn 16. september næstkomandi, munu Landmælingar Íslands og Akraneskaupstaður taka höndum saman og bjóða til fræðslu- og örnefnagöngu.  Gengið verður frá Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum meðfram Langasandi, um Sólmundarhöfða og þaðan í Garðalund.

Dagskráin er svohljóðandi:

Kl. 17:00 verður gengið frá aðalinngangi á Jaðarsbökkum meðfram Langasandi, út á Sólmundarhöfða og þaðan að Garðalundi, undir leiðsögn Guðna Hannessonar og Rannveigar L. Benediktsdóttur starfsmanna Landmælinga Íslands. Þau munu fræða gesti um örnefni á þessum slóðum.

Kl. 17:45 verður gengið um Garðalund undir leiðsögn Jóns Guðmundssonar garðyrkjufræðings og Sindra Birgissonar skipulagsfræðings. Garðalundur hefur verið vinsælt útivistarsvæði Akurnesinga um árabil en hefur gengið í gegnum miklar breytingar undanfarin ár.

Allir hjartanlega velkomnir, klæðnaður eftir veðri.

Meðfylgjandi mynd er af svæðinu sem gengið verður um.