Um miðjan september var haldinn fundur í tengslum við verkefnið eENVplus sem Landmælingar Íslands eru þátttakendur í. Hlutverk eENVplus verkefnisins er að samþætta umhverfisupplýsingar frá stofnunum á sviði umhverfismála og gera þær aðgengilegar. Fundurinn var haldinn í Ljubljana í Sloveníu og var tilgangur hans að ræða stöðu verkefninsins og taka saman upplýsingar um það hvaða áföngum hefur verið náð í mismunandi þáttum verkefnisins. Aðal áhersla í þetta skipti var lögð á gml skrár og notkunarmöguleika þeirra, lýsigögn og fylgni þeirra við INSPIRE kröfur, innra skipulag eENV, kennsluefni o.fl.
Landmælingar Íslands hafa með þátttöku sinni í eENVplus verkefninu fengið mjög dýrmæta reynslu við að samræma gögn við INSPIRE-staðla auk þess að skilja betur þær kröfur sem gerðar eru til landupplýsinga. Þá hefur verkefnið einnig veitt reynslu vegna skráningar lýsigagna og miðlun gagna í snalltækjum sem mun reynast vel við innleiðingu INSPIRE á Íslandi.
Næsti fundur eENVplus verekfnisins sem er jafnframt lokafundur, verður hann haldinn í desember. Þar verða kynntar lokaafurðir verkefnisins sem lýkur 31. desember 2015.