Endurmælingu á Grunnstöðvaneti Íslands lokið

Guðmundur Valsson mælingaverkfræðingur
Guðmundur Valsson mælingaverkfræðingur
Guðmundur Valsson mælingaverkfræðingur

Formlegri endurmælingu á Grunnstöðvaneti Íslands lauk á dögunum. Mælingin er nauðsynleg til að viðhalda nákvæmni í landshnitakerfinu sem aflagast vegna mikilla jarðskorpuhreyfinga, en landshnitakerfið og viðmuðun þess er grundvöllur annarra landmælinga á Íslandi. Endurmælingin hefur staðið yfir í rúmlega fjóra mánuði og mældir hafa verið um 150 punktar, auk þess hafa gögn frá um 100 föstum GPS mælistöðum verið notuð. Landmælingar Íslands hafa borið hitann og þungann af mælingunni í góðu samstarfi við Vegagerðina, Landsvirkjun og Landhelgisgæsluna.

Grunnstöðvanetið hefur verið mælt tvisvar áður með GPS-tækni, árin 1993 og 2004. Að loknum  mælingum sumarsins tekur við úrvinnsla á gögnum og túlkun á niðurstöðum. Ný viðmiðun fyrir Ísland ISN2016 auk varpanna úr eldri kerfum verður gefin út á næsta ári.

Myndirnar tók Þórarinn Sigurðsson.
Jón Erlingsson mælingamaður og Þórarinn Sigurðsson mælingaverkfræðingur ásamt tveimur björgunarsveitarmönnum sem aðstoðuðu við að komast að mælistöð í Geithellnadal
Jón Erlingsson mælingamaður og Þórarinn Sigurðsson mælingaverkfræðingur ásamt tveimur björgunarsveitarmönnum sem aðstoðuðu við að komast að mælistöð í Geithellnadal
Flatey
Flatey
Flateyjardalur
Flateyjardalur