Fjölbreytilegar landupplýsingar

Systurstofnun Landmælinga Íslands í Danmörku, Kort- og Matrikelstyrelsen hafa í samvinnu við Geoforum hafa opnað spennandi vefsíðu http://brugstedet.dk  fyrir alla þá sem hafa áhuga á  Landupplýsingum og notkun þeirra.

Á Brugstedet.dk er að finna safn dæma um hvernig landupplýsingar eru nýttar við ýmis verkefni og skapa um leið verðmæti fyrir opinbera aðila og einkafyrirtæki. Á síðunni má sjá hvernig landupplýsingar geta myndað grundvöll fyrir s.s. eftirlit, áætlanagerð, samskipti og ákvarðanatöku. Dæmin sem sýnd eru geta nýst öllum sem vilja innblástur og hugmyndir um notkun landupplýsinga.

 

Brugstedet.dk er samskipta vettvangur fyrir alla notendur landupplýsinga í Danmörku.

Leave a comment