Innan INSPIRE verkefnis Evrópusambandsins hefur verið unnið að samantekt þema í stærri flokka. 34 þemu INSPIRE tilskipunarinnar hafa þannig verið sett saman í 9 flokka og er ætlunin að fjalla um uppfærslur þessara þema og samtengingu þeirra með aðstoð sérfræðinga. Útbúin hefur verið sérstök heimasíða fyrir samstarfið https://themes.jrc.ec.europa.eu/ þar sem þeir sem vinna að innleiðingu INSPIRE geta deilt reynslu sinni um gott verklag, sett fram spurningar og lausnir um viðkomandi þemu og flokka http://inspire-forum.jrc.ec.europa.eu/ . Innan hverrar þyrpingar er auðveldlega hægt að leiða og taka þátt í umræðum, skilgreina og greiða fyrir góðu verklagi og lykilþáttum auk þess sem þar er hægt að finna viðeigndi verkefni og hugbúnaðarlausnir.
Þeir sem taka þátt í innleiðingu á INSPIRE tilskipuninni á Íslandi eru hvattir til að kynna sér þennan möguleika á að afla sér þekkingar á þeim þemum sem þeir fást við. Einnig eru allir hvattir til að taka þátt í umræðum og nota tækifærið til að deila þekkingu og reynslu og/eða læra af því sem aðrir eru að gera í tengslum við innleiðingu á INSPIRE.