Fréttabréfið Kvarðinn er komið út

Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2012 er komið út. Að venju er þar að finna ýmsan fróðleik um starfsemi Landmælinga Íslands. Fréttabréfið er aðeins gefið út á rafrænu formi.        

Nýr kynningarbæklingur

Fyrir stuttu kom út kynningarbæklingur Landmælinga Íslands. Í bæklingnum er sagt frá helstu verkefnum stofnunarinnar í máli og myndum. Bæklingurinn liggur frammi fyrir gesti og gangandi, einnig má  skoða hann hér.        

Ársskýrsla 2011 komin út

Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2011 er komin út. Í ársskýrslunni er sagt frá helstu verkefnum og annarri starfsemi á árinu 2011 og gerð grein fyrir fjárhagslegri afkomu stofnunarinnar.  [button link=“https://www-gamli.lmi.is/wp-content/uploads/2012/04/Arsskyrsla_vefur.pdf“ color=“default“ target=“_blank“ size=“small“]Skýrslan[/button]