Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2020 er komið út. Að venju kennir þar ýmissa grasa og er meðal annars sagt frá verkefnum sem eru framundan hjá Landmælingum Íslands, loftmyndum, sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga, uppfærðum gögnum í IS 50V og fleiru. Kvarðinn er eingöngu gefinn út á rafrænu formi.
Category: Einstaklingar
Kærkomin viðbót við kortasafn Landmælinga Íslands
Á vef Landmælinga Íslands er að finna skönnuð eintök af kortasafni stofnunarinnar. Aðgengi að eldri kortum er mikilvægt enda eru kortin áhugaverðar heimild um breytingar á yfirborði landsins. Kortasafn Landmælinga Íslands er að stærstum hluta kortaseríur sem Danir og síðar Bandaríkjamenn kortlögðu. Kortaseríur Dana ganga undir heitunum Herforingjaráðskortin, sem nýlega voru gerð aðgengileg í kortasjá… Continue reading Kærkomin viðbót við kortasafn Landmælinga Íslands
Aðgengi að myndgögnum
Landmælingar Íslands hafa samið um aðgengi að myndgrunni af landinu fyrir allar stofnanir ríkisins til að nota sem bakgrunn í kortaþjónustum og til almennrar kortlagningar. Um er að ræða gervitunglamyndir frá bandaríska fyrirtækinu Maxar, aðallega frá gervitunglunum Geoeye 1 og WorldView 2, 3 og 4. Um 40% myndanna eru frá 2019 og 90% myndanna eru… Continue reading Aðgengi að myndgögnum
Andrúmsloftið er vaktað úr geimnum
Sentinel-5p er gervitungl á vegum Copernicus sem hefur innanborðs mjög fullomið mælitæki sem kallast TROPOMI (TROPOspheric Monitoring Instrument). Meginmarkmið Sentinel-5p er að framkvæma mælingar á andrúmsloftinu með mikilli upplausn sem nota má m.a. við mat á loftgæðum, UV geislun og loftslagseftirlit. TROPOMI hefur frá 2017 mælt helstu innihaldsefni andrúmsloftsins á jörðinni, þar með talið óson,… Continue reading Andrúmsloftið er vaktað úr geimnum
Ný kortasjá sem sýnir heimildir sveitarfélagamarka
Landmælingar Íslands hafa opnað nýja sjá sem sýnir heimildir sveitarfélagamarka. Þar er hægt að nálgast heimildirnar á núverandi IS 50V mörkum sveitarfélaga á einfaldan hátt. Ef smellt er á línu þá birtist dálkur og ef smellt á dálkinn heimild þá birtist tengill annað hvort á pdf eða jpg formati. Heimildirnar birtast eins og þær líta… Continue reading Ný kortasjá sem sýnir heimildir sveitarfélagamarka
Eru örnefni einhvern tímann rétt?
Móskarða- eða Móskarðshnúkar Vissir þú að Móskarðahnúkar heita svo þó svo að þeir séu jafnvel þekktari undir nafninu Móskarðshnúkar? En eru örnefni einhvern tímann rétt? Það er líklega ekkert óeðlilegt við þessa spurningu og enn líklegra að ekki sé heldur til neitt eitt svar við henni. Hjá Landmælingum Íslands og hjá Nafnfræðisviði stofnunar Árna Magnússonar (áður… Continue reading Eru örnefni einhvern tímann rétt?
Mikill áhugi landsmanna á skráningu örnefna
Undanfarin ár hefur farið fram mikil vinna hjá Landmælingum Íslands við söfnun og skráningu örnefna. Vitneskja um staðsetningu örnefna er víða að tapast og til að bjarga þessum menningarverðmætum frá glötun er brýn þörf á aðkomu eldri kynslóða við söfnun og skráningu þeirra. Mikilvægt er að vinna með staðkunnugum heimamönnum og hafa starfsmenn Landmælinga Íslands… Continue reading Mikill áhugi landsmanna á skráningu örnefna
Kortavefsjá íslenskra sjókorta opnuð
Landhelgisgæslan opnar í dag aðgang að vefsjá með íslenskum sjókortum. Stofnunin hefur á liðnum mánuðum átt í góðu samstarfi við Landmælingar Íslands og notið liðsinnis starfsmanna Landmælinga við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Eydís Líndal, forstjóri Landmælinga Íslands, gerðu með sér samning í fyrra sem fól í sér… Continue reading Kortavefsjá íslenskra sjókorta opnuð
800 ný örnefni af Þingvöllum í einum poka
Í byrjun október var haldið málþing á Þingvöllum um fornleifar, skráningu þeirra og staðsetningu í þjóðgarðinum. Við þetta tækifæri afhenti Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður Eydísi Líndal Finnbogadóttur, forstjóra Landmælinga Íslands um 800 örnefni úr þjóðgarðinum í tölvuskrá en henni fylgdi fullur poki af örnefnum rituð á miða. Skráning örnefnanna í örnefnagrunn Landmælinga Íslands hefur… Continue reading 800 ný örnefni af Þingvöllum í einum poka
Landmælingar Íslands eignast nýjan loftmyndaskanna
Árið 2008 var ákveðið að koma loftmyndum Landmælinga Íslands á rafrænt form og í því skyni var keyptur loftmyndaskanni til verksins. Síðan þá hefur skanninn gengið nánast dag og nótt og hafa um 44% mynda úr loftmyndasafninu verið skannaðar. Eftir tíu ára stanslausa vinnu gafst gamli skanninn upp og var því ákveðið að festa kaup… Continue reading Landmælingar Íslands eignast nýjan loftmyndaskanna