Lasermælingar af jöklum Íslands

Undanfarin ár hefur verið unnið að gerð nákvæmra landlíkana af jöklum Íslands með lasermælingum úr flugvél. Verkefnið hefur verið unnið undir forystu Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, með stuðningi Landmælinga Íslands og fleiri opinberra stofnana og sjóða. Sambærileg landlíkön af jöklum landsins hafa ekki verið til fram til þessa. Hlutverk Landmælinga Íslands í verkefninu… Continue reading Lasermælingar af jöklum Íslands

Gígarnir á Fimmvörðuhálsi nefndir Magni og Móði

Þann 15. júní síðstliðinn lagði starfshópur menntamálaráðherra sem í áttu sæti fulltrúar Örnefnanefndar, Landmælinga Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar til að gígarnir tveir sem mynduðust í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi fengju nöfn sem sótt eru í Ásatrú. Stærri gígurinn fékk nafnið Magni en sá minni nafnið Móði og hraunið sem rann frá þeim heitir nú Goðahraun. Nöfnin… Continue reading Gígarnir á Fimmvörðuhálsi nefndir Magni og Móði

Ný útgáfa IS 50V

Gagnagrunnurinn IS 50V er nú kominn út í útgáfu 2.3. IS 50V er helsti gagnagrunnur Landmælinga Íslands og er hann notaður í fjöldamörgum verkefnum og söluvörum fyrirtækja á markaði og má þar nefna ja.is, Garmin leiðsögutæki og Íslandsatlas Eddu. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á grunninum frá síðustu útgáfu og má þar m.a. nefna fjölgun örnefna,… Continue reading Ný útgáfa IS 50V

Ísbirnir eða snjóskaflar?

 Á dögunum fór fram leit að ísbjörnum í Hælavík eftir að hópur fólks taldi sig sjá tvo ísbirni við Hvannadalsvatn. Eða eins og kemur fram á bloggi eins leiðangursmanna“ Sáum þessa tvo sakleysislegu depla, eins og tvo snjóskafla, skoðuðum þá í kíki og spekúleruðum hvað þetta væru sérstakir skaflar, næstum því eins og sofandi ísbirnir. Svo gengum við á… Continue reading Ísbirnir eða snjóskaflar?

Reglugerð um ISN2004

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð til notkunar við landmælingar og kortagerð þar sem sett er ný viðmiðun fyrir Ísland, svokölluð ISN2004. Reglugerðin er sett með heimild í lögum um landmælingar og grunnkortagerð nr. 103/2006. Nýja reglugerðin byggir á útreikningum á grundvelli endurmælinga landshnitakerfis Íslands sem fram fór sumarið 2004 undir forystu Landmælinga Íslands í… Continue reading Reglugerð um ISN2004

Landmælingar Íslands mæla færslur á landi vegna jarðskjálftans

Í jarðskjálftanum sem varð í gær með upptök nálægt Selfossi og Hveragerði urðu miklar hreyfingar á jarðskorpunni. Sjónarvottar töluðu um að þeir hafi hreinlega séð landslagið ganga í öldum. Landmælingar Íslands bera ábyrgð á rekstri og viðhaldi svokallaðs landshnitakerfis sem byggt er upp með mörgum mælipunktum um allt land og hafa þekkta staðsetningu með nákvæmni sem mæld… Continue reading Landmælingar Íslands mæla færslur á landi vegna jarðskjálftans

Landmælingar Íslands ofarlega í vali á stofnun ársins

Landmælingar Íslands hækkuðu sig um 3 sæti í könnun SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, um stofnun ársins 2008, en niðurstöður hennar voru gerðar kunnugar í dag.  Landmælingar Íslands urðu í 6 sæti í flokki minni stofnana og einnig í 6. sæti alls.  97 stofnanir tóku þátt í könnuninni.  Stofnunin hækkaði sig einnig í einkunn milli ára og verður… Continue reading Landmælingar Íslands ofarlega í vali á stofnun ársins

Þekking flutt til Búlgaríu

Landmælingar Íslands aðstoðuðu á dögunum, búlgörsku kortastofnunina Cadastre Agency, við að sækja um í sjóð EES sem stuðla á að uppbyggingu í nýjum löndum Evrópusambandsins.  Að verkinu kom einnig norska kortastofnunin Statens Kartverk en sú stofnun hefur mikla reynslu á þessu sviði. Verkefnið gengur út á það að skanna og hnitsetja um 22.000 kort sem… Continue reading Þekking flutt til Búlgaríu

Landupplýsingar á Alþingi

Á dögunum bar Guðbjartur Hannesson alþingismaður upp fyrirspurn á Alþingi sem hann beindi til umhverfisráðherra. Fyrirspurnin snérist m.a. um aðgang að landupplýsingum fyrir opinbera aðila, innkaup landupplýsinga og hversu miklir fjármunir fara í innkaup opinberra aðila á landfræðilegum gögnum. Svar umhverfisráðherra og spurningar Guðbjarts má lesa á vef Alþingis

Nýr búnaður til að afrita lofmyndafilmur

Nýlega festu Landmælingar Íslands kaup á sérhæfðum skanna af gerðinni Ultrascan 5000 frá fyrirtækinu Vexcel Imaging. Tækið er mjög sérhæft með svokallaða myndmælinganákvæmni, hið fyrsta sinnar gerðar hér á landi. Meginmarkmið kaupanna er að taka stafræn afrit af loftmyndafilmum í safni stofnunarinnar sem geymir nú um 140.000 loftmyndir af Íslandi frá árunum 1937 – 2000.… Continue reading Nýr búnaður til að afrita lofmyndafilmur