Á vef Landmælinga Íslands er að finna skönnuð eintök af kortasafni stofnunarinnar. Aðgengi að eldri kortum er mikilvægt enda eru kortin áhugaverðar heimild um breytingar á yfirborði landsins. Kortasafn Landmælinga Íslands er að stærstum hluta kortaseríur sem Danir og síðar Bandaríkjamenn kortlögðu. Kortaseríur Dana ganga undir heitunum Herforingjaráðskortin, sem nýlega voru gerð aðgengileg í kortasjá… Continue reading Kærkomin viðbót við kortasafn Landmælinga Íslands
Category: Kortagerð
Samevrópsk kortagerðarverkefni
Hjá Landmælingum Íslands fer fram vinna við Evrópuverkefni undir stjórn EuroGeographics, við uppfærslu á þremur gagnagrunnum. Um er að ræða EuroBoundaryMap í mælikvarða 1:100 000, EuroRegionalMap í mælikvarða 1:250 000 og EuroGlobalMap í mælikvarða 1:1 000 000. Vinnan felst í því að uppfæra árlega upplýsingar fyrir hvert land eftir fyrirfram ákveðinni áætlun. Framleiðslustjórn verkefnisins setur… Continue reading Samevrópsk kortagerðarverkefni
Lasermælingar af jöklum Íslands
Undanfarin ár hefur verið unnið að gerð nákvæmra landlíkana af jöklum Íslands með lasermælingum úr flugvél. Verkefnið hefur verið unnið undir forystu Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, með stuðningi Landmælinga Íslands og fleiri opinberra stofnana og sjóða. Sambærileg landlíkön af jöklum landsins hafa ekki verið til fram til þessa. Hlutverk Landmælinga Íslands í verkefninu… Continue reading Lasermælingar af jöklum Íslands
Örnefni af Akranesi á kortið
Akraneskaupstaður og Landmælingar Íslands vinna að skráningu örnefna Landmælingar Íslands og Akraneskaupstaður hafa ákveðið að vinna að söfnun og skráningu örnefna í bæjarlandi Akraness. Samstarf þetta er þróunarverkefni til að tryggja að upplýsingar um örnefni tapist ekki og til að miðla upplýsingum um þau til samfélagsins. Báðir aðilar munu standa að söfnun heimilda um staðsetningu og… Continue reading Örnefni af Akranesi á kortið
Umfjöllun um gæði landakorta
Undanfarið hafa nokkrir sérfræðingar tjáð sig um mikilvægi góðra korta í fréttatímum Ríkisútvarpsins. Landmælingar Íslands fagna umræðu um þessi mál enda eru sífellt gerðar auknar kröfur á þessu sviði um allan heim. Um leið er því vísað á bug að stofnunin sinni ekki hlutverki sínu þó ávallt megi gera betur í landi þar sem náttúran… Continue reading Umfjöllun um gæði landakorta
Landmælingum afhent gömul kort
Síðastliðið vor heimsótti ræðismaður Íslands í Ástralíu, Inga Árnadóttir, Landmælingar Íslands og færði stofnuninni gömul Íslandskort að gjöf frá John Hitch, arkitekt og fyrrverandi flugmanni í breska flughernum. John Hitch er nú á tíræðisaldri og býr í Ástralíu en hann teiknaði Iðnskólann í Reykjavík ásamt Þór Sandholt.
Ný göngukort af Vestfjörðum
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gefið út fjögur göngukort af suðurhluta Vestfjarða en kortin eru byggð á IS 50V kortagrunni Landmælinga Íslands. Kortin má nýta til skipulagningar gönguferða og hestaferða um byggðir og óbyggðir í þessum landshluta. Fyrstu fjögur kortin ná til sunnanverðra Vestfjarða og Dala og skv. upplýsingum frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða verða þrjú kort til viðbótar gefin út… Continue reading Ný göngukort af Vestfjörðum
Kortalager LMÍ seldur
Í dag afhentu Landmælingar Íslands, Iðnmennt ses, helstu útgáfugrunna sína en stofnuninni var í nýjum lögum gert að hætta allri kortaútgáfu. Í kjölfar þess var farið í útboð á þessum grunnum og varð fyrirtækið Iðnmennt hlutskarpast en það rekur m.a. öfluga bókaútgáfu undir merkjum IÐNÚ. Iðnmennt keypti eftirfarandi útgáfur LMÍ: Vegaatlas 1:200 000, Ferðakort 1:250… Continue reading Kortalager LMÍ seldur
Landmælingar Íslands selja kortalagerinn
Í lögum um landmælingar og grunnkortagerð sem samþykkt voru á Alþingi þann 3. júní 2006 eru ákvæði um að Landmælingar Íslands skuli hætta sölu og dreifingu á prentuðum kortum og geisladiskum og skal stofnunin selja lager og útgáfuréttindi kortanna. Markmiðið er að draga stofnunina út úr samkeppni við einkafyrirtæki sem stunda kortaútgáfu til þess að… Continue reading Landmælingar Íslands selja kortalagerinn