Næstkomandi fimmtudag, 25. febrúar, munu fulltrúar frá Landmælingum Íslands kynna vinnu sem staðið hefur yfir við skráningu örnefna á Akranesi í samstarfi við Akraneskaupstað. Fundurinn verður haldinn í Tónbergi og hefst kl. 20.00. Á sama fundi verður fjallað um skýrslu sem nefnist Perla Faxaflóa – Bæja- og húsakönnun á Skipaskaga.
Category: Kortaþjónustur
Sveitarfélagaskjár uppfærður
Nú hefur sveitarfélagakortið á sveitarfélagaskjánum verið uppfært með mannfjöldatölum miðað við 1. desember 2009. Sveitarfélög á Íslandi eru 77.
Kjördæmakort til útprentunar (pdf)
Ný kortavefsjá hjá Námsgagnastofnun
Námsgagnastofnun hefur opnað nýja kortavefsjá á heimasíðu sinni. Á henni eru upplýsingar um ár, eyjar, fjöll, fossa, jökla, vötn, þéttbýli og þjóðgarða á Íslandi. Vefurinn er samstarfsverkefni Námsgagnastofnunar og Landmælingar Íslands. Opna kortavefsjá
Kortasafn.is – ný vefsíða
Þorvaldur Bragason landfræðingur og upplýsingafræðingur hefur opnað vefsíðuna Kortasafn.is, sem ætlað er vekja athygli á slæmri stöðu safna sem geyma landfræðileg gögn á Íslandi. Kort, loftmyndir, gervitunglagögn, stafræn kortagögn og svæðistengd töluleg gögn eru dreifð um allt samfélagið. Söfnin eru víðast lítt skráð, ósamræmd og skrár eru sjaldnast birtar á Netinu, auk þess sem mörg… Continue reading Kortasafn.is – ný vefsíða