Eru örnefni einhvern tímann rétt?

Móskarða- eða Móskarðshnúkar? Mynd úr Örnefnasjá Landmælinga Íslands

Móskarða- eða Móskarðshnúkar Vissir þú að Móskarðahnúkar heita svo þó svo að þeir séu jafnvel þekktari undir nafninu Móskarðshnúkar? En eru örnefni einhvern tímann rétt? Það er líklega ekkert óeðlilegt við þessa spurningu og enn líklegra að ekki sé heldur til neitt eitt svar við henni. Hjá Landmælingum Íslands og hjá Nafnfræðisviði stofnunar Árna Magnússonar (áður… Continue reading Eru örnefni einhvern tímann rétt?

Mikill áhugi landsmanna á skráningu örnefna

Undanfarin ár hefur farið fram mikil vinna hjá Landmælingum Íslands við söfnun og skráningu örnefna. Vitneskja um staðsetningu örnefna er víða að tapast og til að bjarga þessum menningarverðmætum frá glötun er brýn þörf á aðkomu eldri kynslóða við söfnun og skráningu þeirra. Mikilvægt er að vinna með staðkunnugum heimamönnum og hafa starfsmenn Landmælinga Íslands… Continue reading Mikill áhugi landsmanna á skráningu örnefna

800 ný örnefni af Þingvöllum í einum poka

Með tölvuskránni fylgdi fullur poki af miðum með örnefnunum á.

Í byrjun október var haldið málþing á Þingvöllum um fornleifar, skráningu þeirra og staðsetningu í þjóðgarðinum. Við þetta tækifæri afhenti Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður Eydísi Líndal Finnbogadóttur, forstjóra Landmælinga Íslands um 800 örnefni úr þjóðgarðinum í tölvuskrá en henni fylgdi fullur poki af örnefnum rituð á miða. Skráning örnefnanna í örnefnagrunn Landmælinga Íslands hefur… Continue reading 800 ný örnefni af Þingvöllum í einum poka

Skráning örnefna á Fljótsdalshéraði

Bjarney Guðbjörnsdóttir aðstoðar við örnefnaskráningu. Myndina tók Rannveig L. Benediktsdóttir.

Föstudaginn 19. október fóru Rannveig L. Benediktsdóttir og Bjarney Guðbjörnsdóttir, starfsmenn Landmælinga Íslands til Egilsstaða þar sem undirritaður var samstarfssamningur milli stofnunarinnar og Fljótsdalshéraðs um söfnun og skráningu örnefna. Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði mun sinna skráningunni og nota til þess örnefnaskráningarveftól Landmælinga Íslands og örnefnalýsingar jarða frá nafnfræðisviði Árnastofnunar. Þær Rannveig og Bjarney héldu… Continue reading Skráning örnefna á Fljótsdalshéraði

Staðkunnugir eru mjög mikilvægir við skráningu örnefna

Dyrfjöll. Mynd: Guðni Hannesson.

Stuttu fyrir páska sendu starfsmenn Landmælinga Íslands 32 pakka með útprentuðum loftmyndum og örnefnalýsingum til skráningaraðila örnefna víðsvegar á landinu. Þessir aðilar hafa sýnt áhuga á að skrá örnefni jarða sinna í örnefnagrunn. Örnefnin birtast síðan í Örnefnasjá stofnunarinnar. Hjá Landmælingum Íslands fer fram mikil vinna við söfnun og skráningu örnefna og hefur svo verið… Continue reading Staðkunnugir eru mjög mikilvægir við skráningu örnefna

Af Klofalækjarkjafti og fleiri örnefnum

Starfsmenn örnefnamála hjá Landmælingum Íslands skemmtu sér vel í gær þegar frétt um örnefni var ein mest lesna frétt dagsins á mbl.is  Í fréttinni voru til umræðu nokkur löng og um margt sérstök örnefni á Íslandi sem fengin höfðu verið af reddit.com vefnum. Í örnefnagrunni Landmælinga Íslands er að finna umrædd örnefni ásamt ríflega 100.000… Continue reading Af Klofalækjarkjafti og fleiri örnefnum

Nýtt nafnberakerfi fyrir örnefni

Undanfarin ár hefur mikil vinna verið lögð í söfnun og skráningu örnefna og er það eitt af stóru verkefnum Landmælinga Íslands. Árlega eru skráð um 10.000 ný örnefni í gagnagrunn stofnunarinnar og sér ekki enn fyrir endann á þeirri vinnu. Til að skrásetja, viðhalda, greina og birta þau örnefni sem safnast, þarf að flokka þau… Continue reading Nýtt nafnberakerfi fyrir örnefni

Fyrirlestur um skráningu örnefna í Borgarfirði

Landmælingar Íslands vilja vekja athygli á fyrirlestri Ragnhildar Helgu Jónsdóttur umhverfislandfræðings og Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum, um skráningu og kortlagningu örnefna í Borgarfirði. Skráningin hefur verið unnin í samstarfi við Landmælingar Íslands, en nokkrir aðilar hafa skráningaraðgang í örnefnagrunn stofnunarinnar. Örnefnin sem þar eru skráð inn birtast  í örnefnasjá Landmælinga Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn í Snorrastofu, Reykholti… Continue reading Fyrirlestur um skráningu örnefna í Borgarfirði