Þann 15. júní síðstliðinn lagði starfshópur menntamálaráðherra sem í áttu sæti fulltrúar Örnefnanefndar, Landmælinga Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar til að gígarnir tveir sem mynduðust í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi fengju nöfn sem sótt eru í Ásatrú. Stærri gígurinn fékk nafnið Magni en sá minni nafnið Móði og hraunið sem rann frá þeim heitir nú Goðahraun. Nöfnin… Continue reading Gígarnir á Fimmvörðuhálsi nefndir Magni og Móði
Category: Örnefni
Örnefni mánaðarins
Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er skemmtileg umfjöllun um örnefni á Fimmvörðuhálsi sem mikið hafa verið í umræðunni að undanförnu. Kíkið endilega í heimsókn þangað. Örnefni mánaðarins
Ákvörðunarferli varðandi nafngift á nýrri eldstöð
Fréttatilkynning Menntamálaráðherra hefur staðfest að starfshópur á vegum þeirra þriggja opinberu aðila sem hafa með örnefni að gera samkvæmt lögum, Landmælinga Íslands, nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og örnefnanefndar, fari í sameiningu með ákvörðunarvald á nafngift nýrrar eldstöðvar neðan Fimmvörðuháls. Með þessari staðfestingu hefur verið eytt óvissu um hver skuli ákveða nafn á… Continue reading Ákvörðunarferli varðandi nafngift á nýrri eldstöð
Kynningarfundur um örnefnaskráningu á Akranesi
Næstkomandi fimmtudag, 25. febrúar, munu fulltrúar frá Landmælingum Íslands kynna vinnu sem staðið hefur yfir við skráningu örnefna á Akranesi í samstarfi við Akraneskaupstað. Fundurinn verður haldinn í Tónbergi og hefst kl. 20.00. Á sama fundi verður fjallað um skýrslu sem nefnist Perla Faxaflóa – Bæja- og húsakönnun á Skipaskaga.