Fyrirlestur um skráningu örnefna í Borgarfirði

Landmælingar Íslands vilja vekja athygli á fyrirlestri Ragnhildar Helgu Jónsdóttur umhverfislandfræðings og Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum, um skráningu og kortlagningu örnefna í Borgarfirði. Skráningin hefur verið unnin í samstarfi við Landmælingar Íslands, en nokkrir aðilar hafa skráningaraðgang í örnefnagrunn stofnunarinnar. Örnefnin sem þar eru skráð inn birtast  í örnefnasjá Landmælinga Íslands. Fyrirlesturinn verður haldinn í Snorrastofu, Reykholti… Continue reading Fyrirlestur um skráningu örnefna í Borgarfirði

Norrænar heimsóknir

Fimmtudaginn 18. ágúst og föstudaginn 19. ágúst fengu Landmælingar Íslands heimsókn frá norrænum kollegum. Á fimmtudeginum voru haldnir hér þrír norrænir fundir; á sviði starfsmannamála, fjármála auk þess sem NIK gruppen hélt hér fund en í þeim hópi eru tengiliðir alþjóðamála kortastofnana á Norðurlöndum. Á föstudeginum kom síðan Tromsö skrifstofa systurstofnunar LMÍ hjá Statens Kartverk í Noregi í heimsókn.… Continue reading Norrænar heimsóknir

Ný gjaldskrá tekur gildi

Ný gjaldskrá fyrir Landmælingar Íslands hefur verið samþykkt af umhverfisráðherra. Í gjaldskránni er tekið mið af verðlagsbreytingum undanfarinna ára en einnig hafa verið gerðar ýmsar lagfæringar í takt við breyttar áherslur. Meðal breytinga má nefna að ekki er lengur rukkað fyrir IS 500V gögnin en tekið er þjónustugjald fyrir afhendingu gagnanna. Birting á gögnunum eru áfram… Continue reading Ný gjaldskrá tekur gildi

Willysjeppinn fluttur á Skógasafn

Á dögunum komu tveir starfsmenn Skógasafns í heimsókn til Landmælinga Íslands. Þeir voru komnir til að sækja muni sem hafa verið í eigu stofnunarinnar til margra ára. Flestir munanna voru til sýnis á sýningunni „Í rétta átt“ á Byggðasafninu að Görðum sem tekin var niður síðasta vor. Stærsti gripurinn sem fer til varðveislu á Skógasafn er Willysjeppi árgerð… Continue reading Willysjeppinn fluttur á Skógasafn

Ársskýrsla 2010

Nú er Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2010 komin út. Í ársskýrslunni er að finna ársreikninga stofnunarinnar, en rekstur stofnunarinnar gekk vel á síðasta ári, auk þess sem upplýst er um það helsta sem gert var á stofnuninni á árinu 2010.   Forsíðumynd ársskýrslunnar er tekin að Fjallabaki.