Gestagangur hjá Landmælingum Íslands

Um daginn fengum við heimsókn frá hollenskum mælinganemum frá háskólanum í Utrecht. Gunnar H Kristinsson og Guðmundur Valsson tóku á móti nemunum sem hlýddu á fyrirlestur eftir Guðmund.     Einnig komu í heimsókn til Landmælinga Íslands hópur fólks frá Korta- og fasteignastofnun Rúmeníu. Rúmenarnir eru hér á landi vegna samstarfsverkefnis við Þjóðskrá Íslands sem er fjármagnað af Þróunarsjóði EFTA. Fluttir voru… Continue reading Gestagangur hjá Landmælingum Íslands

Landshæðarkerfi Íslands

Óhætt er að segja að stórum áfanga sé náð með útkomu skýrslu sem inniheldur allar punktlýsingar fyrsta sameiginlega landshæðarkerfis Íslands. Skýrslunni sem er rúm 16 mb á pdf formi er hægt að hlaða niður. Seinna á þessu ári kemur út ítarleg tækniskýrsla. Í þessari skýrslu eru sem fyrr segir allar punktlýsingar og kort sem sýna staðsetningu punktanna auk þess… Continue reading Landshæðarkerfi Íslands

Samstarfssamningur milli LMÍ og HÍ

Þann 11. febrúar sl. var endurnýjaður samningur milli Landmælinga Íslands og Háskóla Íslands um samstarf á sviði fjarkönnunar sem staðið hefur síðan árið 2000. Samkvæmt þessum samningi vinna Landmælingar Íslands og Háskóli Íslands að eflingu fjarkönnunarrannsókna á Íslandi. Háskóli Íslands verður aðili að fjarkönnunarstarfsemi hjá Landmælingum Íslands og munu samningsaðilar starfa saman og skiptast á fjarkönnunargögnum. Einnig… Continue reading Samstarfssamningur milli LMÍ og HÍ

Kortasjáin á ensku

Nú hefur kortasjáin verið uppfærð með 3.útgáfu af SPOT-5 mósaíki en nýjustu myndirnar þar eru frá árinu 2009. Einnig hefur verið bætt við hnappi þannig að hægt er að skoða kortasjána líka á ensku.

Nýjar loftmyndir af Eyjafjallajökli aðgengilegar

Landmælingar Íslands hafa í samvinnu við Vegagerðina, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Landgræðsluna og Náttúrufræðistofnun, fest kaup á loftmyndum af Eyjafjallajökli og Markarfljóti, teknar í júlí 2010. Myndirnar eru bæði í náttúrulegum litum og innrauðar og eru myndirnar af Eyjafjallajökli teknar úr 5700 metra hæð með 40 cm upplausn en Myndirnar af Markarfljótinu eru flognar í 2700… Continue reading Nýjar loftmyndir af Eyjafjallajökli aðgengilegar

Ný stefnumótun fyrir Landmælingar Íslands 2011-2015

Fyrir skömmu lauk verkefni sem staðið hefur yfir í þrjá mánuði hjá Landmælingum Íslands við að móta nýja stefnu fyrir tímabilið 2011-2015. Allir starfsmenn tóku þátt í vinnunni sem var leidd af fjögurra manna stýrihópi starfsmanna í samstarfi við Eyþór Ívar Jónsson sérfræðing í stefnumótun. Aðkoma allra starfsmanna stofnunarinnar leiddi til gagnlegra skoðanaskipta um tækifæri og… Continue reading Ný stefnumótun fyrir Landmælingar Íslands 2011-2015

Forseti Evrópuráðsins ræddi landupplýsingar

Á 10 ára afmæli EuroGeographics-samtakanna var samtökunum hrósað fyrir að leitast við að stuðla að auknu framboði og bættu aðgengi að landupplýsingagögnum. Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, hældi meðlimum EuroGeographics fyrir ómetanlega vinnu þeirra við að gera landupplýsingagögn aðgengileg og auðfáanleg í Evrópusambandinu. Í opnunarræðu ársþings EuroGeographics-samtakanna sem haldið var í Brussel þetta árið nefndi Van… Continue reading Forseti Evrópuráðsins ræddi landupplýsingar

Breytt aðgengi að GPS/GNSS mælingagögnum

Frá árinu 2000 hafa Landmælingar Íslands veitt aðgang að RINEX gögnum frá GPS/GNSS jarðstöðvum í gegnum ftp.lmi.is. Eftir því sem tíminn hefur liðið og stöðvum tengdum LMÍ fjölgað hefur rekstur og utanumhald kerfisins orðið mun umfangsmeira. Til að bæta aðgengið að RINEX gögnunum hafa Landmælingar Íslands tekið í notkun hugbúnaðinn GNWEB. Með GNWEB verður auðveldara finna… Continue reading Breytt aðgengi að GPS/GNSS mælingagögnum

Lasermælingar af jöklum Íslands

Undanfarin ár hefur verið unnið að gerð nákvæmra landlíkana af jöklum Íslands með lasermælingum úr flugvél. Verkefnið hefur verið unnið undir forystu Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, með stuðningi Landmælinga Íslands og fleiri opinberra stofnana og sjóða. Sambærileg landlíkön af jöklum landsins hafa ekki verið til fram til þessa. Hlutverk Landmælinga Íslands í verkefninu… Continue reading Lasermælingar af jöklum Íslands