Þann 15. júní síðstliðinn lagði starfshópur menntamálaráðherra sem í áttu sæti fulltrúar Örnefnanefndar, Landmælinga Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar til að gígarnir tveir sem mynduðust í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi fengju nöfn sem sótt eru í Ásatrú. Stærri gígurinn fékk nafnið Magni en sá minni nafnið Móði og hraunið sem rann frá þeim heitir nú Goðahraun. Nöfnin… Continue reading Gígarnir á Fimmvörðuhálsi nefndir Magni og Móði
Category: Einstaklingar
Ný útgáfa IS 50V
Gagnagrunnurinn IS 50V er nú kominn út í útgáfu 2.3. IS 50V er helsti gagnagrunnur Landmælinga Íslands og er hann notaður í fjöldamörgum verkefnum og söluvörum fyrirtækja á markaði og má þar nefna ja.is, Garmin leiðsögutæki og Íslandsatlas Eddu. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á grunninum frá síðustu útgáfu og má þar m.a. nefna fjölgun örnefna,… Continue reading Ný útgáfa IS 50V
Ný og hraðvirkari kortaþjónusta
Opnuð hefur verið einfaldari og hraðvirkari kortaþjónusta fyrir IS 50V gögn, gervitunglamyndir og Atlaskort. Þetta er tilraunaútgáfa sem fyrst um sinn verður sett fram á þennan einfalda hátt en ekki er loku fyrir það skotið að meiri virkni verði bætt við í framhaldinu. Opna kortaþjónustu
Örnefni mánaðarins
Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er skemmtileg umfjöllun um örnefni á Fimmvörðuhálsi sem mikið hafa verið í umræðunni að undanförnu. Kíkið endilega í heimsókn þangað. Örnefni mánaðarins
Ákvörðunarferli varðandi nafngift á nýrri eldstöð
Fréttatilkynning Menntamálaráðherra hefur staðfest að starfshópur á vegum þeirra þriggja opinberu aðila sem hafa með örnefni að gera samkvæmt lögum, Landmælinga Íslands, nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og örnefnanefndar, fari í sameiningu með ákvörðunarvald á nafngift nýrrar eldstöðvar neðan Fimmvörðuháls. Með þessari staðfestingu hefur verið eytt óvissu um hver skuli ákveða nafn á… Continue reading Ákvörðunarferli varðandi nafngift á nýrri eldstöð
Skipulagsvefsjá í loftið
Skipulagsstofnun hefur opna Skipulagsvefsjá á heimasíðu sinni en þar er um að ræða rafrænt gagnasafn skipulagsáætlana. Markmiðið er að þar verði með tímanum hægt að nálgast allt deili- og aðalskipulag sem samþykkt og staðfest hefur verið. Opna Skipulagsvefsjá
Kynningarfundur um örnefnaskráningu á Akranesi
Næstkomandi fimmtudag, 25. febrúar, munu fulltrúar frá Landmælingum Íslands kynna vinnu sem staðið hefur yfir við skráningu örnefna á Akranesi í samstarfi við Akraneskaupstað. Fundurinn verður haldinn í Tónbergi og hefst kl. 20.00. Á sama fundi verður fjallað um skýrslu sem nefnist Perla Faxaflóa – Bæja- og húsakönnun á Skipaskaga.
Sveitarfélagaskjár uppfærður
Nú hefur sveitarfélagakortið á sveitarfélagaskjánum verið uppfært með mannfjöldatölum miðað við 1. desember 2009. Sveitarfélög á Íslandi eru 77.
Fagurey Breiðafirði, innrauð loftmynd tekin sumarið 2008
SPOT-5 gervitunglamyndir af Bakkafjöru
Frá árinu 2002 hafa Landmælingar Íslands staðið fyrir sameiginlegum kaupum innlendra stofnana á SPOT-5 gervitunglamyndum af Íslandi. Þessar SPOT-myndir eru nú orðnar yfir 80 talsins og þekja allt landið, en haldið er áfram að uppfæra safnið með kaupum á nokkrum myndum árlega, einkum af þeim stöðum þar sem landbreytingar eða breytingar á landnotkun hafa orðið. Nú… Continue reading SPOT-5 gervitunglamyndir af Bakkafjöru