Category: Einstaklingar
Örnefni af Akranesi á kortið
Akraneskaupstaður og Landmælingar Íslands vinna að skráningu örnefna Landmælingar Íslands og Akraneskaupstaður hafa ákveðið að vinna að söfnun og skráningu örnefna í bæjarlandi Akraness. Samstarf þetta er þróunarverkefni til að tryggja að upplýsingar um örnefni tapist ekki og til að miðla upplýsingum um þau til samfélagsins. Báðir aðilar munu standa að söfnun heimilda um staðsetningu og… Continue reading Örnefni af Akranesi á kortið
Bylting í aðgengi að heimildum um sveitarfélagamörk
Landmælingar Íslands varðveita mikið af heimildum um legu marka sveitarfélaga á Íslandi. Mörkin hafa talsvert breyst á undanförnum áratugum, aðallega vegna sameiningar sveitarfélaga. Því er sumstaðar um að ræða heimildir um mörk sem ekki eru lengur notuð. Til þess að auðvelda aðgengi að þessum gögnum hafa þau verið skönnuð og gerð aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar.… Continue reading Bylting í aðgengi að heimildum um sveitarfélagamörk
Umfjöllun um gæði landakorta
Undanfarið hafa nokkrir sérfræðingar tjáð sig um mikilvægi góðra korta í fréttatímum Ríkisútvarpsins. Landmælingar Íslands fagna umræðu um þessi mál enda eru sífellt gerðar auknar kröfur á þessu sviði um allan heim. Um leið er því vísað á bug að stofnunin sinni ekki hlutverki sínu þó ávallt megi gera betur í landi þar sem náttúran… Continue reading Umfjöllun um gæði landakorta
Ísbirnir eða snjóskaflar?
Á dögunum fór fram leit að ísbjörnum í Hælavík eftir að hópur fólks taldi sig sjá tvo ísbirni við Hvannadalsvatn. Eða eins og kemur fram á bloggi eins leiðangursmanna“ Sáum þessa tvo sakleysislegu depla, eins og tvo snjóskafla, skoðuðum þá í kíki og spekúleruðum hvað þetta væru sérstakir skaflar, næstum því eins og sofandi ísbirnir. Svo gengum við á… Continue reading Ísbirnir eða snjóskaflar?
Reglugerð um ISN2004
Umhverfisráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð til notkunar við landmælingar og kortagerð þar sem sett er ný viðmiðun fyrir Ísland, svokölluð ISN2004. Reglugerðin er sett með heimild í lögum um landmælingar og grunnkortagerð nr. 103/2006. Nýja reglugerðin byggir á útreikningum á grundvelli endurmælinga landshnitakerfis Íslands sem fram fór sumarið 2004 undir forystu Landmælinga Íslands í… Continue reading Reglugerð um ISN2004
Landmælingar Íslands mæla færslur á landi vegna jarðskjálftans
Í jarðskjálftanum sem varð í gær með upptök nálægt Selfossi og Hveragerði urðu miklar hreyfingar á jarðskorpunni. Sjónarvottar töluðu um að þeir hafi hreinlega séð landslagið ganga í öldum. Landmælingar Íslands bera ábyrgð á rekstri og viðhaldi svokallaðs landshnitakerfis sem byggt er upp með mörgum mælipunktum um allt land og hafa þekkta staðsetningu með nákvæmni sem mæld… Continue reading Landmælingar Íslands mæla færslur á landi vegna jarðskjálftans
Landmælingar Íslands ofarlega í vali á stofnun ársins
Landmælingar Íslands hækkuðu sig um 3 sæti í könnun SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, um stofnun ársins 2008, en niðurstöður hennar voru gerðar kunnugar í dag. Landmælingar Íslands urðu í 6 sæti í flokki minni stofnana og einnig í 6. sæti alls. 97 stofnanir tóku þátt í könnuninni. Stofnunin hækkaði sig einnig í einkunn milli ára og verður… Continue reading Landmælingar Íslands ofarlega í vali á stofnun ársins
Þekking flutt til Búlgaríu
Landmælingar Íslands aðstoðuðu á dögunum, búlgörsku kortastofnunina Cadastre Agency, við að sækja um í sjóð EES sem stuðla á að uppbyggingu í nýjum löndum Evrópusambandsins. Að verkinu kom einnig norska kortastofnunin Statens Kartverk en sú stofnun hefur mikla reynslu á þessu sviði. Verkefnið gengur út á það að skanna og hnitsetja um 22.000 kort sem… Continue reading Þekking flutt til Búlgaríu
Landupplýsingar á Alþingi
Á dögunum bar Guðbjartur Hannesson alþingismaður upp fyrirspurn á Alþingi sem hann beindi til umhverfisráðherra. Fyrirspurnin snérist m.a. um aðgang að landupplýsingum fyrir opinbera aðila, innkaup landupplýsinga og hversu miklir fjármunir fara í innkaup opinberra aðila á landfræðilegum gögnum. Svar umhverfisráðherra og spurningar Guðbjarts má lesa á vef Alþingis