Undanfarna daga hefur Risto Kuittinen forstjóri Finnsku landmælingastofnunarinnar FGI verið á landinu. Risto er hingað kominn til að kynna sér starfsemi Landmælinga Íslands og að fylgjast með samstarfsverkefni LMÍ og FGI um algildar þyngdarmælingar en mælingar á þyngdarhröðun eru ein af grunnstoðum landmælingafræðanna. Þær gefa nauðsynlegar upplýsingar við rannsóknir á breytingum jarðar sem ekki er hægt… Continue reading Forstjóri finnsku landmælingastofnunarinnar í heimsókn
Category: Einstaklingar
Ný göngukort af Vestfjörðum
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa gefið út fjögur göngukort af suðurhluta Vestfjarða en kortin eru byggð á IS 50V kortagrunni Landmælinga Íslands. Kortin má nýta til skipulagningar gönguferða og hestaferða um byggðir og óbyggðir í þessum landshluta. Fyrstu fjögur kortin ná til sunnanverðra Vestfjarða og Dala og skv. upplýsingum frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða verða þrjú kort til viðbótar gefin út… Continue reading Ný göngukort af Vestfjörðum
Ný kortavefsjá hjá Námsgagnastofnun
Námsgagnastofnun hefur opnað nýja kortavefsjá á heimasíðu sinni. Á henni eru upplýsingar um ár, eyjar, fjöll, fossa, jökla, vötn, þéttbýli og þjóðgarða á Íslandi. Vefurinn er samstarfsverkefni Námsgagnastofnunar og Landmælingar Íslands. Opna kortavefsjá
Nýr umhverfisráðherra í heimsókn
Í dag kom Þórunn Sveinbjarnardóttir nýskipaður umhverfisráðherra í heimsókn til Landmælinga Íslands og kynnti sér starfsemi stofnunarinnar. Ráðherra heilsaði upp á starfsmenn og kynnti sér þau verkefni sem unnin eru á stofnuninni. Í heimsókninni var ráðherra afhent fyrsta eintak nýs staðals sem ber heitið Fitjuskrá – Skráning og flokkun landupplýsinga og unnið hefur verið að undanfarin ár.
Kortasafn.is – ný vefsíða
Þorvaldur Bragason landfræðingur og upplýsingafræðingur hefur opnað vefsíðuna Kortasafn.is, sem ætlað er vekja athygli á slæmri stöðu safna sem geyma landfræðileg gögn á Íslandi. Kort, loftmyndir, gervitunglagögn, stafræn kortagögn og svæðistengd töluleg gögn eru dreifð um allt samfélagið. Söfnin eru víðast lítt skráð, ósamræmd og skrár eru sjaldnast birtar á Netinu, auk þess sem mörg… Continue reading Kortasafn.is – ný vefsíða
Kortalager LMÍ seldur
Í dag afhentu Landmælingar Íslands, Iðnmennt ses, helstu útgáfugrunna sína en stofnuninni var í nýjum lögum gert að hætta allri kortaútgáfu. Í kjölfar þess var farið í útboð á þessum grunnum og varð fyrirtækið Iðnmennt hlutskarpast en það rekur m.a. öfluga bókaútgáfu undir merkjum IÐNÚ. Iðnmennt keypti eftirfarandi útgáfur LMÍ: Vegaatlas 1:200 000, Ferðakort 1:250… Continue reading Kortalager LMÍ seldur
Landmælingar Íslands selja kortalagerinn
Í lögum um landmælingar og grunnkortagerð sem samþykkt voru á Alþingi þann 3. júní 2006 eru ákvæði um að Landmælingar Íslands skuli hætta sölu og dreifingu á prentuðum kortum og geisladiskum og skal stofnunin selja lager og útgáfuréttindi kortanna. Markmiðið er að draga stofnunina út úr samkeppni við einkafyrirtæki sem stunda kortaútgáfu til þess að… Continue reading Landmælingar Íslands selja kortalagerinn