Umhverfisstofnun Evrópu, EEA annars vegar og hópur 14 evrópskra fyrirtækja og rannsóknarstofnana, þ.m.t. Landmælingar Íslands, frá 11 aðildarríkjum EEA hins vegar, hafa skrifað undir 10 milljóna evra rammasamning um innleiðingu á nýjum tímamótastaðli í Copernicus landvöktunaráætlun Evrópu. Hinn nýi staðall nefnist CLC+ Backbone og byggir á arfleifð CORINE landflokkunar og einstakri velgengni þess verkefnis síðustu… Continue reading Landmælingar Íslands taka þátt í stærsta landvöktunarverkefni Umhverfisstofnunar Evrópu frá upphafi
Category: Corine
Landflokkun á strandsvæðum
Samevrópsk landflokkunarverkefni heyra undir Copernicusaráætlun ESB en Umhverfisstofnun Evrópu, EEA (European Environment Agency), hefur umsjón með framkvæmd þeirra. Elst og þekktast þessara verkefna er CORINE-landflokkunin sem hófst fyrir 1990 og byggist á notkun gervitunglamynda. CORINE-flokkunin er endurtekin með nýjum gervitunglamyndum á 6 ára fresti (1990, 2000, 2006, 2012 og 2018) en eftir því sem fjarkönnunartækninni… Continue reading Landflokkun á strandsvæðum
CORINE-flokkunin, Landeyjahöfn
Landeyjahöfn á Bakkafjöru var tekin í notkun sumarið 2010 en henni fylgdi jafnframt umfangsmikil uppgræðsla lands á sandinum næst höfninni. Meðfylgjandi þrjár gervitunglamyndir sýna þróun landgræðslustarfsins á þessu svæði. Myndirnar eru ekki í náttúrulegri litaframsetningu heldur er notast við nærinnrauðar rófsupplýsingar sem valda því að gróið land kemur fram í rauðum litum. Mynd 1 er… Continue reading CORINE-flokkunin, Landeyjahöfn
CORINE-flokkunin – Útþensla byggðar á höfuðborgarsvæðinu
Myndirnar sýna niðurstöður CORINE-flokkunarinnar árið 2000 (efri mynd) og 2018 (neðri mynd). Augljóst er hvernig byggð svæði (einkum rauðir litir) sem og skógar og skógræktarsvæði (grænir litir) hafa stækkað. Mikilvægur hluti af CORINE-flokkunarvinnunni er að leiðrétta villur í seinustu útgáfu gagnagrunnsins áður en raunverulegar breytingar eru kortlagðar. Á stöku stað má sjá slíkar leiðréttingar einkum… Continue reading CORINE-flokkunin – Útþensla byggðar á höfuðborgarsvæðinu
CORINE-flokkunin 2000 – 2018 Snæfellsjökull minnkar og minnkar og minnkar
Ofan á innrauða SPOT-gervitunglamynd (tekin 26. júlí 2005) eru dregnar mismunandi litar línur sem tákna útlínu Snæfellsjökuls í þau fjögur skipti sem CORINE-kortlagningin hefur farið fram. Taflan sýnir hvaða lína á við hvert ár og hvert flatarmál jökulsins var þá: Ár CORINE-kortlagningar Litur útlínu Flatarmál (km2) 2000 bleikur 12,1 2006 grænn 11,0 2012 rauður 9,2… Continue reading CORINE-flokkunin 2000 – 2018 Snæfellsjökull minnkar og minnkar og minnkar
CORINE-flokkunin – Landgerðabreytingar á Hólasandi
Árangur landgræðslu á Hólasandi í Suður-Þingeyjasýslu. Meðfylgjandi myndir eru gervitunglamyndir af Hólasandi í Suður-Þingeyjarsýslu sem teknar eru með 7 ára millibili. Myndin til vinstri er SPOT-5 mynd tekin 7. 9. 2010, en sú til hægri er Sentinel-2 mynd frá 27. 7. 2017. Neðst á myndunum sést í Sandvatn og Mývatn, en Bæjarfjall við Þeistareyki er… Continue reading CORINE-flokkunin – Landgerðabreytingar á Hólasandi
Kortlagningu landgerða á Íslandi lokið
Byggingarsvæði stækkuðu um 1059% á árunum 2000 til 2006 og jöklar minnkuðu um 1,62%. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr upplýsingum sem Landmælingar Íslands hafa tekið saman og sett á vef sem sýnir yfirborð og landgerðir á Íslandi. Gögnin verða nýtt til þess að fylgjast með breytingum á landnotkun auk þess sem þau… Continue reading Kortlagningu landgerða á Íslandi lokið