Kynning á Copernicusáætlun Evrópusambandsins

Á morgun, 19. september verður kynning á Copernicus áætlun Evrópusambandsins á Grand Hótel í Reykjavík. Copernicus verkefnið er gríðarlega viðamikið og snýst um vöktun á yfirborði og umhverfi jarðarinnar, með nýjustu gervitunglatækni. Ísland er fullgildur aðili að Copernicus og fær aðgang að þjónustu og upplýsingum um stöðu og þróun ýmissa umhverfisþátta svo sem á sviðum… Continue reading Kynning á Copernicusáætlun Evrópusambandsins

Uppfærslur í Evrópugagnagrunnum

Gögn úr ERM sem sýna vötn ár og jökla á Íslandi.

Uppfærslur fyrir árið 2017 á EuroBoundaryMap og EuroRegionalMap eru nú komnar á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands auk þess sem lýsigögn hafa verið uppfærð í lýsigagnagáttinni. Í EuroBoundaryMap sem er í mælikvarða 1:100 000 eru stjórnsýslumörk og mannfjöldatölur uppfærðar árlega. Í EuroRegionalMap sem er í mælikvarða 1:250 000 er allur gagnagrunnurinn uppfærður á tveggja ára fresti og… Continue reading Uppfærslur í Evrópugagnagrunnum

Samevrópsk kortagerðarverkefni

EuroBoundaryMap

Hjá Landmælingum Íslands fer fram vinna við Evrópuverkefni undir stjórn EuroGeographics, við uppfærslu á þremur gagnagrunnum. Um er að ræða EuroBoundaryMap í mælikvarða 1:100 000, EuroRegionalMap í mælikvarða 1:250 000 og EuroGlobalMap í mælikvarða 1:1 000 000. Vinnan felst í því að uppfæra árlega upplýsingar fyrir hvert land eftir fyrirfram ákveðinni áætlun. Framleiðslustjórn verkefnisins setur… Continue reading Samevrópsk kortagerðarverkefni

Nýr framkvæmdastjóri EuroGeographics

Mick Cory, frá kortastofnun Norður Írlands, hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri EuroGeographics. Mick tekur við  starfinu þann 1. september næstkomandi af Dave Lovell sem hefur hefur gengt starfinu frá árinu 2007. EuroGeographics eru samtök korta- og fasteignastofnana í Evrópu. Í samtökunum eru 50 stofnanir frá 43 löndum og eru þau faglegur vettvangur korta- og fasteignastofnana… Continue reading Nýr framkvæmdastjóri EuroGeographics

Nýtt hæðarlíkan og gervitunglaþekja af öllu Íslandi

Mánudaginn 18. júní samþykkti Alþingi lög sem heimila IPA stuðning ESB við uppbyggingu á NATURA 2000-samstarfsneti á Íslandi. Samkvæmt því verður allt vistkerfi og fuglalíf á Íslandi skráð með það fyrir augum að auðkenna svæði sem þarfnast verndar, einnig mun það nýtast í skipulagsvinnu og ýmsum öðrum verkefnum opinberra aðila. Landmælingar Íslands taka þátt í… Continue reading Nýtt hæðarlíkan og gervitunglaþekja af öllu Íslandi

Árangursríkur fundur um kortamál á Norðurslóðum

Dagana 5.-6. apríl 2011 funduðu fulltrúar kortastofnana Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur, Grænlands, Bandaríkjanna, Rússlands og Kanada um uppbyggingu á grunngerð fyrir landupplýsingar á norðurslóðum (Arctic SDI). Auk fulltrúa kortastofnananna tók fulltrúi Norðurskautsráðsins þátt en verkefnið er unnið í nánu samstarfi við ráðið. Verkefnið nær til mjög stórs svæðis á norðurhveli jarðar sem þekur 1/6… Continue reading Árangursríkur fundur um kortamál á Norðurslóðum

Gestagangur hjá Landmælingum Íslands

Um daginn fengum við heimsókn frá hollenskum mælinganemum frá háskólanum í Utrecht. Gunnar H Kristinsson og Guðmundur Valsson tóku á móti nemunum sem hlýddu á fyrirlestur eftir Guðmund.     Einnig komu í heimsókn til Landmælinga Íslands hópur fólks frá Korta- og fasteignastofnun Rúmeníu. Rúmenarnir eru hér á landi vegna samstarfsverkefnis við Þjóðskrá Íslands sem er fjármagnað af Þróunarsjóði EFTA. Fluttir voru… Continue reading Gestagangur hjá Landmælingum Íslands

Forseti Evrópuráðsins ræddi landupplýsingar

Á 10 ára afmæli EuroGeographics-samtakanna var samtökunum hrósað fyrir að leitast við að stuðla að auknu framboði og bættu aðgengi að landupplýsingagögnum. Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, hældi meðlimum EuroGeographics fyrir ómetanlega vinnu þeirra við að gera landupplýsingagögn aðgengileg og auðfáanleg í Evrópusambandinu. Í opnunarræðu ársþings EuroGeographics-samtakanna sem haldið var í Brussel þetta árið nefndi Van… Continue reading Forseti Evrópuráðsins ræddi landupplýsingar

Grunngerð landupplýsinga á norðurheimskautssvæðinu

Þann 14.- 15. október síðastliðinn hittust fulltrúar kortastofnana Íslands, Noregs, Danmerkur/Grænlands, Rússlands, Kanada, Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Finnlands ásamt fulltrúa frá Arctic Council, í Brussel. Tilgangur fundarins var að hefja formlega uppbyggingu grunngerðar landupplýsinga á norðurheimskautssvæðinu (Arctic SDI). Meginmarkmið verkefnisins er að byggja upp einsleitan kortagrunn af norðurheimskautssvæðinu sem á að verða grunnkort fyrir ýmis þemakort… Continue reading Grunngerð landupplýsinga á norðurheimskautssvæðinu

Vel heppnaður fundur í Færeyjum

Norrænt samstarf á sviði landupplýsinga er mikilvægt fyrir Landmælingar Íslands en með því skapast m.a. mjög mikilvægur vettvangur til að afla og miðla þekkingu. Til að ræða samstarfið og forgangsraða verkefnum hittast forstjórar og helstu stjórnendur norrænu kortastofnananna einu sinni á ári. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í Þórshöfn í Færeyjum í boði  Umhverfisstofunnar… Continue reading Vel heppnaður fundur í Færeyjum