Áframhaldandi samstarf um fjarkönnun við Háskóla Íslands

Við undirritun samningsins: Dr. Kolbeinn Árnason, sérfræðingur hjá LMÍ og HÍ, Sigurður M. Garðarsson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, Eydís L. Finnbogadóttir, forstjóri LMÍ og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ.

Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri Landmælinga Íslands og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, endurnýjuðu á dögunum samning um samstarf stofnanna um fjarkönnunarrannsóknir á Íslandi. Fjarkönnun felst m.a. í myndatöku úr gervitunglum, flugvélum og drónum og að vinna úr þeim upplýsingar um yfirborð jarðarinnar, svo sem um breytingar á lífríki, hopun jökla og áhrif eldgosa á… Continue reading Áframhaldandi samstarf um fjarkönnun við Háskóla Íslands

Samstarfssamningur milli LMÍ og HÍ

Þann 11. febrúar sl. var endurnýjaður samningur milli Landmælinga Íslands og Háskóla Íslands um samstarf á sviði fjarkönnunar sem staðið hefur síðan árið 2000. Samkvæmt þessum samningi vinna Landmælingar Íslands og Háskóli Íslands að eflingu fjarkönnunarrannsókna á Íslandi. Háskóli Íslands verður aðili að fjarkönnunarstarfsemi hjá Landmælingum Íslands og munu samningsaðilar starfa saman og skiptast á fjarkönnunargögnum. Einnig… Continue reading Samstarfssamningur milli LMÍ og HÍ

Ratsjármyndir af jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi

Fjórum dögum eftir jarðskjálftann mikla á Suðurlandi 29. maí náði ENVISAT gervitunglið ratsjármynd af skjálftasvæðinu. Nú hefur Jarðvísindastofnun Háskólans birt interferometry-mynd sem sýnir hreyfingu skjálftans en skjálftinn mældist 6.3 á Richter skala. Myndir af þessu tagi eru eins og olíubrák á vatni og þar sem mynstrið brotnar upp og stutt verður á milli bylgjulengda litrófsins hafa… Continue reading Ratsjármyndir af jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi

Spot-5 myndatöku af Íslandi að ljúka

Í sumar hefur gengið vel að ná þeim myndum sem vantaði til að SPOT-5 gervitunglamyndir næðu að þekja allt Ísland. Ingvar Matthíasson, sérfræðingur á mælingasviði LMÍ, segir að nú eigi aðeins eftir að ná fjórum myndum og séu vonir bundnar við að það takist í haust SPOT-5 gervituglamyndir eru teknar af franska gervitunglinu SPOT-5 og… Continue reading Spot-5 myndatöku af Íslandi að ljúka