Hæðarmælingar með nýrri alstöð – tvöfalt meiri afköst og ódýrari mælingar

Þórarinn Sigurðsson við mælingar á Kili.

Eitt af mikilvægustu verkefnum Landmælinga Íslands er að byggja upp og viðhalda sameiginlegu hæðarkefi fyrir allt Ísland. Til þessa hefur vinnan að mestu byggst á fínhallamælingum en í lok síðasta árs festu Landmælingar Íslands kaup á alstöð af gerðinni Trimble S9 HP sem nota má til hallamælinga  í stað fínhallamælinga. Alstöðin er með hálfrar sekúndu… Continue reading Hæðarmælingar með nýrri alstöð – tvöfalt meiri afköst og ódýrari mælingar

Mýrdalsjökull – hæðarlíkan

Hér kemur hæðarlíkan af af Mýrdalsjökli en undir honum  er eldstöðin Katla, ein af stærstu og virkustu megineldstöðum landsins. Margir eru þeirrar skoðunar að stutt geti verið í Kötlugos en gerist það má telja líklegt að jökulhlaup berist niður á Mýrdalssand og loki þjóðveginum um stund Líkanið sýnir ekki sömu smáatriði hvað landslag varðar og… Continue reading Mýrdalsjökull – hæðarlíkan

Landmælingar Íslands festa kaup á alstöð

Í gær, 6. desember afhentu fulltrúar frá fyrirtækinu Ísmar, Landmælingum Íslands alstöð af gerðinni Trimble S9 HP sem stofnunin hefur fest kaup á. Alstöðin er með hálfrar sekúndu nákvæmni og ein af þeim fullkomnustu sem eru í notkun hér á landi. Alstöðin er aðallega hugsuð til mælinga vegna viðhalds og við áframhaldandi uppbyggingu hæðarkerfis Íslands,… Continue reading Landmælingar Íslands festa kaup á alstöð

Nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland

Í Kvarðanum, fréttabréfi Landmælinga Íslands, sem kom út í október síðastliðnum er fróðlegt viðtal við Guðmund Valsson mælingarverkfræðing um nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland. Undanfarin ár hefur  Guðmundur unnið að uppbyggingu og viðhaldi á sameiginlegu hæðarkerfi fyrir allt Ísland, með það að markmiði að leggja samfélaginu til áreiðanlegan grundvöll fyrir hæðarmælingar.  Í viðtalinu við Guðmund kemur fram að… Continue reading Nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland

Umhverfisráðherra í heimsókn

Í dag heimsótti Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra Landmælingar Íslands. Með henni í för voru ráðuneytisstjóri, aðstoðarmaður ráðherra og upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins.

Landshæðarkerfi Íslands

Óhætt er að segja að stórum áfanga sé náð með útkomu skýrslu sem inniheldur allar punktlýsingar fyrsta sameiginlega landshæðarkerfis Íslands. Skýrslunni sem er rúm 16 mb á pdf formi er hægt að hlaða niður. Seinna á þessu ári kemur út ítarleg tækniskýrsla. Í þessari skýrslu eru sem fyrr segir allar punktlýsingar og kort sem sýna staðsetningu punktanna auk þess… Continue reading Landshæðarkerfi Íslands

Fyrsta sameiginlega hæðarkerfið fyrir Ísland

Þann 15. desember síðastliðinn stóðu Landmælingar Íslands fyrir kynningarfundi í tilefni þess að nú er að verða til fyrsta sameiginlega hæðarkerfið fyrir allt Ísland. Á fundinum voru kynntar niðurstöður útreikninga vegna nýja hæðarnetsins og hugmyndir um viðhald og frekari mælingar ræddar. Alls sóttu fundinn um 60 manns frá hinum ýmsu stofnunum, sveitarfélögum og verkfræðistofum.  … Continue reading Fyrsta sameiginlega hæðarkerfið fyrir Ísland

Uppbygging sameiginlegs hæðarkerfis fyrir Ísland

Í tilefni af því að nú er að verða til fyrsta sameiginlega hæðarkerfið fyrir Ísland bjóða Landmælingar Íslands til kynningarfundar þriðjudaginn 15. desember kl. 9:00 í salnum Háteigi á Grand Hóteli. Þar munu verða haldin erindi um nýja hæðarkerfið og eru fyrirlesarar Jaakko Mäkinen FGI (The Finnish Geodetic Institute), Jón Helgason Vegagerðinni, og Guðmundur Valsson… Continue reading Uppbygging sameiginlegs hæðarkerfis fyrir Ísland