Ný kortasjá sem sýnir heimildir sveitarfélagamarka

Landmælingar Íslands hafa opnað nýja sjá sem sýnir heimildir sveitarfélagamarka. Þar er hægt að nálgast heimildirnar á núverandi IS 50V mörkum sveitarfélaga  á einfaldan hátt. Ef smellt er á línu þá birtist dálkur og ef smellt á dálkinn heimild þá birtist tengill annað hvort á pdf eða jpg formati. Heimildirnar birtast eins og þær líta… Continue reading Ný kortasjá sem sýnir heimildir sveitarfélagamarka

Ný útgáfa á IS 50V

Meðfylgjandi mynd sýnir fáein ný örnefni frá síðustu útgáfu og þar kennir ýmissa grasa.

Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa fimm gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum, mörkum, samgöngum og vatnafari. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu og er það eina lagið þar sem  stöðugt er unnið að uppfærslum. Blóðmörstangasund, Buxasvelti og Lymskulág eru dæmi um… Continue reading Ný útgáfa á IS 50V

Íslenskt landslag sem veggskraut

Á undanförnum árum hefur íslenska vörumerkið Literal Streetart vakið athygli fyrir skemmtilega útfærð plaköt af bæjum og borgum heimsins, þar sem notandinn getur sjálfur valið það svæði sem hann óskar. Nú hefur fyrirtækið bætt við möguleikanum að fá íslenskt landslag á plakati s.k. Fjallastíl, sem byggður er á IS 50V kortagrunni Landmælinga Íslands. Sannarlega skemmtileg… Continue reading Íslenskt landslag sem veggskraut

Ný útgáfa fimm gagnalaga af átta í IS 50V

Hér má sjá hitakort af nýskráðum örnefnum, blár litur sýnir hvar mest hefur verið skráð af nýjum örnefnum á milli útgáfa.

Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa fimm gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum, samgöngum, vatnafari og strandlínu. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu og er það eina lagið þar sem  stöðugt er unnið að uppfærslum. Frá síðustu útgáfu hefur verið skráð töluvert… Continue reading Ný útgáfa fimm gagnalaga af átta í IS 50V

Ný útgáfa fjögurra gagnalaga í IS 50V

Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa fjögurra gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum, mörkum og samgöngum. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu og er það eina lagið þar sem stöðugt er unnið að uppfærslum. Frá síðustu útgáfu örnefna hefur verið skráð töluvert… Continue reading Ný útgáfa fjögurra gagnalaga í IS 50V

Nýjar uppfærslur á IS 50V

Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa þriggja gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum og samgöngum. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu, þar sem mikil og stöðug vinna fer fram við hnitsetningu. Skráning örnefna hefur aðallega farið fram á svæðum í Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð,… Continue reading Nýjar uppfærslur á IS 50V

Samráðsfundur um IS 50V

  Þriðjudaginn 31. maí var haldinn kynningafundur á nýjum útgáfum IS 50V gagnagrunnsins. Til fundarins mættu 16 notendur frá 12 stofnunum og fyrirtækjum. Farið var yfir það sem er nýtt í IS 50V 3.0 og 3.1 útgáfunum og framtíðaráætlanir fyrir uppfærslu grunnsins voru kynntar. Að auki voru hugmyndir um vefþjónustur ræddar og farið yfir IST… Continue reading Samráðsfundur um IS 50V

Samstarfssamningur milli LMÍ og Veiðimálastofnunar

Þann 3. mars sl. var undirritaður samstarfssamningur um landupplýsingar milli Landmælinga Íslands og Veiðimálastofnunar. Markmiðið með samningnum er að auka samstarf stofnananna við að afla og miðla kortum og landfræðilegum gögnum um Ísland. Samkvæmt samningnum fær Veiðimálastofnun aðgang að IS 50V gagnagrunni Landmælinga Íslands og Landmælingar Íslands fá aðgang að þeim stafrænu gagnagrunnum Veiðimálastofnunar er varða… Continue reading Samstarfssamningur milli LMÍ og Veiðimálastofnunar

Kortasjáin á ensku

Nú hefur kortasjáin verið uppfærð með 3.útgáfu af SPOT-5 mósaíki en nýjustu myndirnar þar eru frá árinu 2009. Einnig hefur verið bætt við hnappi þannig að hægt er að skoða kortasjána líka á ensku.