Ný uppfærsla af IS 50V gagnagrunninum er komin út í útgáfu 3.0 og verður hann sendur áskrifendum á næstu vikum. IS 50V grunnurinn er líklega mest notaði kortagrunnurinn á Íslandi í dag og byggjast vinsælir kortaflokkar, vefkort, kort í GPS, skipulagsuppdrættir o.fl. á þessum vinsæla grunni. Í IS 50V grunninum eru átta mismunandi gagnalög: hæðargögn, mannvirki, mörk,… Continue reading Ný útgáfa IS 50V komin út
Category: IS50V
Ný útgáfa IS 50V
Gagnagrunnurinn IS 50V er nú kominn út í útgáfu 2.3. IS 50V er helsti gagnagrunnur Landmælinga Íslands og er hann notaður í fjöldamörgum verkefnum og söluvörum fyrirtækja á markaði og má þar nefna ja.is, Garmin leiðsögutæki og Íslandsatlas Eddu. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á grunninum frá síðustu útgáfu og má þar m.a. nefna fjölgun örnefna,… Continue reading Ný útgáfa IS 50V
Vel heppnaður kynningarfundur um IS 50V
Landmælingar Íslands buðu helstu notendum IS 50V gagnagrunnsins til morgunverðarfundar þann 18. mars, þar sem fjallað var um þær uppfærslur sem eru á leiðinni í grunninum. Einnig var farið yfir þarfir notenda og óskað eftir ábendingum um það sem betur má fara. Fundurinn var vel sóttur og spunnust gagnlegar umræður. Kynningarnar frá fundinum má sjá… Continue reading Vel heppnaður kynningarfundur um IS 50V
Ja.is valinn besti íslenski vefurinn 2009 þar er m.a. notast við IS 50V gögn LMÍ
Ja.is var valinn besti íslenski vefurinn á Íslensku vefverðlaununum sem Samtök vefiðnaðarins stóðu fyrir. Vefurinn vann til verðlauna í þremur flokkum og státar af frábærri kortalausn sem nýtir m.a. IS 50V gögn frá Landmælingum Íslands.
IS 50V útgáfa 2.1
Nú er útgáfa 2.1 af IS 50V gagnagrunninum komin út. Í útgáfu 2.1 hafa öll lög verið uppfærð nema mannvirki og yfirborð en þau lög verða uppfærð seinna á árinu. Skipting á gagnasettunum er eftirfarandi: Hæðarlínur og punktar Mörk: línur og flákar Samgöngur: línur og flákar Vatnafar: punktar, línur og flákar Örnefni: nöfn Mannvirki: punktar,… Continue reading IS 50V útgáfa 2.1