Þarftu að varpa hnitum?

Það færist í aukana að unnið sé með hnit til að gefa upp staðsetningar. Þannig eru fylgja hnit oft upplýsingum um fallega ferðamannastaði eða veiðstaði villtra dýra þó almenningur vinni líklega oftast með hnit í tengslum við jarðir, lóðir eða einhverjar framkvæmdir. Þessi hnit geta verið á ýmsu formi þó öll eigi þau það sameiginlegt… Continue reading Þarftu að varpa hnitum?

Hnitakerfi Reykjavíkur tengt við ISN2016

Sumarið 2019 fór fram vinna hjá Landmælingum Íslands við að tengja hnitakerfi Reykjavíkur við landshnitakerfið ISN2016. Hnitakerfi Reykjavíkur var komið til ára sinna og er í grunninn plankerfi sem gerir ráð fyrir að jörðin sé flöt. Þetta hefur skapað nokkur vandræði, sérstaklega þegar unnið er með GNSS mælingar í Reykjavíkurkerfinu. Vinnan fór þannig fram að… Continue reading Hnitakerfi Reykjavíkur tengt við ISN2016

Vel sóttur fundur um endurmælingu á landshnitakerfi Íslands

Gestir á fundinum.

Þriðjudaginn 14. nóvember héldu Landmælingar Íslands morgunverðarfund á Grand Hóteli í Reykjavík þar sem kynntar voru niðurstöður endurmælingar á landshnitakerfi Íslands sem fram fór sumarið 2016. Einnig var farið yfir framtíðasýn fyrir landshnitakerfið, innleiðingu á nýrri viðmiðun ISN2016 (e:Datum) og þeim þjónustum sem Landmælingar Íslands stefna að því að bjóða upp á í tengslum við… Continue reading Vel sóttur fundur um endurmælingu á landshnitakerfi Íslands

Nýtt hæðarlíkan og gervitunglaþekja af öllu Íslandi

Mánudaginn 18. júní samþykkti Alþingi lög sem heimila IPA stuðning ESB við uppbyggingu á NATURA 2000-samstarfsneti á Íslandi. Samkvæmt því verður allt vistkerfi og fuglalíf á Íslandi skráð með það fyrir augum að auðkenna svæði sem þarfnast verndar, einnig mun það nýtast í skipulagsvinnu og ýmsum öðrum verkefnum opinberra aðila. Landmælingar Íslands taka þátt í… Continue reading Nýtt hæðarlíkan og gervitunglaþekja af öllu Íslandi

Vel heppnað málþing

Þann 29. apríl var haldið málþing í húsnæði OR um sameiginlegt landshnitakerfi fyrir Ísland. Á málþingið mættu 43 aðilar frá stofnunum, verkfræðistofum, fyrirtækjum og bæjar- og sveitarfélögum. Eftir erindin, fór fram umræða um þann vanda sem við glímum við vegna jarðhræringa hér á Íslandi. Fundargestir voru sammála um að til að ná fram sem allra… Continue reading Vel heppnað málþing

Málþing um sameiginlegt landshnitakerfi

Til þess að ræða kosti þess að á Íslandi verði notað eitt sameiginlegt landshnitakerfi er boðað til málþings í samvinnu Landmælinga Íslands og Orkuveitu Reykjavíkurþann 29. apríl kl. 9:00 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, Reykjavík. Ákvarðanir eru að öllu jöfnu teknar á grundvelli upplýsinga s.s.  landupplýsingar og því skipta gæði miklu máli. Við samnýtingu landupplýsinga er… Continue reading Málþing um sameiginlegt landshnitakerfi

Selfoss færðist til í skjálftanum

Frétt af mbl.is 24/9 2008, kl. 15:06. Mæla þarf land upp á nýtt eftir jarskjálftana í maí þar sem mælipunktar færðust til í atganginum. á fréttasíðunni suðurglugganum segir að Selfoss hafi færst til suðausturs um 17 cm og hækkað um 6 cm. Unnið er að endurmælingum að sögn Páls Bjarnasonar, tæknifræðings hjá Verkfræðistofu Suðurlands. Á næstu vikum… Continue reading Selfoss færðist til í skjálftanum

Forstjóri finnsku landmælingastofnunarinnar í heimsókn

Undanfarna daga hefur Risto Kuittinen forstjóri Finnsku landmælingastofnunarinnar FGI verið á landinu.  Risto er hingað kominn til að kynna sér starfsemi Landmælinga Íslands og að fylgjast með samstarfsverkefni LMÍ og FGI um algildar þyngdarmælingar en mælingar á þyngdarhröðun eru ein af grunnstoðum landmælingafræðanna.  Þær gefa nauðsynlegar upplýsingar við rannsóknir á breytingum jarðar sem ekki er hægt… Continue reading Forstjóri finnsku landmælingastofnunarinnar í heimsókn