6192 athugasemdir bárust

Í lok síðasta árs rann út frestur fyrir aðildalönd að INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins, til að gera athugasemdir við flokkunarlista fyrir viðauka II og III. Alls bárust 6192 athugasemdir frá 160 stofnunum í 20 löndum.

Breytingar á lögum um LMÍ

Með lögum um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar fá Landmælingar Íslands nýtt hlutverk.Breytingar verða á 4 gr. laga um landmælingar og grunnkortagerð en þar bætist við nýr töluliður sem segir: „ Að fara með framkvæmd laga um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar, þ.m.t. að sjá um rekstur, viðhald og tæknilega þróun landupplýsingagáttar.

Lýsigagnaskráningarnámskeið LMÍ 13. des 2011

Þann 13. des 2011 var haldið lýsigagnaskráningarnámskeið í tengslum við Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi. Hér  er að finna krækjur á glærur úr fyrirlestrum námskeiðsins og ítarefni. Hvað er landupplýsingagátt og til hvers er hún Samúel Jón Gunnarsson Hvernig og hvar skráum við lýsigögn  – Aðferðir við skráningu lýsigagna, helstu kostir og gallar. Saulius Prizginas og Anna… Continue reading Lýsigagnaskráningarnámskeið LMÍ 13. des 2011

INSPIRE landupplýsingagáttin

INSPIRE landupplýsingagáttin veitir aðgang að landupplýsingum og landupplýsingaþjónustum þar sem hægt er að skoða og hlaða niður landupplýsingum frá aðildarríkjum Evrópusambandsins. Gáttina er að finna á vefsíðunni: http://www.inspire-geoportal.eu/index.cfm

Fundur með tæknimönnum stofnana

Þann 1. september héldu Landmælingar Íslands fund með tæknimönnum nokkurra stofnana sem eiga gögn tengd viðaukum I og II í INSPIRE tilskipuninni til að bera saman bækur sínar og fá yfirsýn yfir stöðu tæknimála. Á fundinn mættu fulltrúar Landgræðslu Íslands (LÍ), Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ), Þjóðskrár Íslands (ÞÍ), Vegagerðarinnar(VG), Umhverfisstofnunar (UST) og Skipulagsstofnunar (SK). Veðurstofa Íslands var að… Continue reading Fundur með tæknimönnum stofnana