Þann 15. maí síðastlinn skiluðu Landmælingar Íslands árlegri INSPIRE yfirlitsskýrslu til Evrópsku umhverfisstofnunarinnar. Um er að ræða skýrslu sem er skilað á sama tíma árlega og er þetta í fimmta sinn sem slíkri skýrslu er miðlað fyrir hönd Íslands. Skýrslunni er ætla að gefa yfirlit um fjölda landfræðilegra gagnasetta hér á landi sem tengjast þemum… Continue reading Grunngerð landupplýsinga á réttri leið
Category: Grunngerðarfréttir
SNIMar verkefni í Portúgal lokið
Lokaráðstefna SNIMar verkefnisins í Portúgal sem Landmælingar Íslands hafa verið aðilar að í gegnum þróunarsjóð EFTA, var haldin í Lissabon 19. apríl síðastliðinn. SNIMar verkefnið snýst um undirbúning á samþættingu landfræðilegra upplýsinga er lúta að stjórnun sjávar og strandsvæða en fjöldi opinberra stofnana og einkafyrirtækja kom að verkefninu. Innan verkefnisins var unnið að grunngerð landupplýsinga… Continue reading SNIMar verkefni í Portúgal lokið
Ný lög um landupplýsingar samþykkt í Danmörku
Í gær, 28. mars 2017, samþykkti danska þingið einróma ný lög um landupplýsingar og kortagerð. Með samþykkt laganna hefur verið sköpuð betri umgjörð um skilvirkni fyrir hið opinbera á sviði landupplýsinga, lagagrunnur aðlagaður að nútímanum og regluverk einfaldað. Landupplýsingar og kort s.s. upplýsingar um mörk sveitarfélaga, byggingar, innviði, hvernig landslag lítur út og o.s.frv. eru… Continue reading Ný lög um landupplýsingar samþykkt í Danmörku
Mikilvægt að samnýta gögn um lífríki hafsins
Á undanförnum árum hafa Landmælingar Íslands tekið þátt í grunngerðarverkefni sem unnið er í Portúgal og styrkt af þróunarsjóði EFTA. Verkefnið sem kallast SNIMar snýst um að safna saman gögnum sem snúa að hafsvæðum og lífríki sjávar. Hafsvæði heimsins eru mjög stór og lítið er um þau vitað, því er mikilvægt að samnýta þau gögn… Continue reading Mikilvægt að samnýta gögn um lífríki hafsins
Landmælingar Íslands opna nýjar kortasjár og nýja Landupplýsingagátt
Í dag 15. desember 2016 opnuðu Landmælingar Íslands nýja kortasjá https://atlas.lmi.is/kortasja/ og örnefnasjá https://atlas.lmi.is/ornefnasja/ auk þess var opnuð ný Landupplýsingagátt https://gatt.lmi.is/geonetwork/ ásamt nýrri kortasjá Landupplýsingagáttar https://kort.lmi.is/. Kerfin eru byggð á opnum hugbúnaði, Oskari og GeoNetwork en Oskari er hannaður og þróaður af systurstofnun okkar í Finnlandi. GeoNetwork er opin hugbúnaður og á bak við hann eru mörg fyrirtæki… Continue reading Landmælingar Íslands opna nýjar kortasjár og nýja Landupplýsingagátt
Góður fundur stjórnenda um grunngerð landupplýsinga
Tilskipun Evrópusambandsins, sem nefnist INSPIRE, snýst um að koma á grunngerð fyrir landupplýsingar og var hún tekin upp á Íslandi með lögum nr. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar árið 2011. Landmælingar Íslands fara með innleiðingu þessara laga fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðherra í samvinnu við ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög. Markmið laganna er að stuðla… Continue reading Góður fundur stjórnenda um grunngerð landupplýsinga
Frá árlegri INSPIRE ráðstefnu í Barcelona
Dagana 26. – 30. september síðastliðinn var haldin árleg INSPIRE ráðstefna, að þessu sinni í Barcelona á Spáni. Ráðstefnan var með þeim fjölmennari sem haldin hefur verið, en á henni voru rúmlega 1.100 ráðstefnugestir. Þrír fulltrúar frá Íslandi sóttu ráðstefnuna, tveir starfsmenn Landmælinga Íslands og einn starfsmaður umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Svið INSPIRE er ótrúlega vítt… Continue reading Frá árlegri INSPIRE ráðstefnu í Barcelona
Ráðstefna um INSPIRE tilskipunina í Barcelona
Í maí 2011 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og kort á vegum íslenskra stjórnvalda en í því felst að gera opinber gögn aðgengileg til fjölbreytilegra nota. Lögin um grunngerð landupplýsinga miða að innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins… Continue reading Ráðstefna um INSPIRE tilskipunina í Barcelona
Íslensk kortagögn – hluti af Evrópu
Í síðasta mánuði urðu Landmælingar Íslands þátttakendur í svokölluðu ELF verkefni (European Location Framework). ELF verkefnið hefur verið í vinnslu undanfarin 3 ár meðal nokkurra Evrópuþjóða og fellst í því að samræma landupplýsingar (kortagögn) af Evrópu í tengslum við INSPIRE tilskipunina. Landmælingar Íslands ásamt Þjóðskrá Íslands eru nú orðnar hluti af verkefninu og munu báðar… Continue reading Íslensk kortagögn – hluti af Evrópu
Skýrsla um innleiðingu INSPIRE og yfirlit gagnasetta
Þann 15. maí s.l skiluðu Landmælingar Íslands skýrslu og yfirliti gagnasetta til umhverfisstofnunar Evrópu. Skýrslu sem þessari er skilað á þriggja ára fresti en yfirliti gagnasetta sem búið er að skilgreina að verði INSPIRE tæk gögn, er skilað árlega. Í skýrslunni er fjallað um innleiðingu INSPIRE-tilskipunarinnar á Íslandi á árunum 2013-2016 og þróun nýrrar íslenskrar grunngerðar… Continue reading Skýrsla um innleiðingu INSPIRE og yfirlit gagnasetta