Lokafundur eENVplus verkefnisins

Þann 3. desember síðastliðinn var lokafundur eENVplus verkefnisins haldinn í Róm á Ítalíu en Landmælingar Íslands í samstarfi við Umhverfisstofnun hafa verið aðilar að verkefninu. eEVNplus verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og snýst um að samnýta verkfæri og verkferla sem hannaðir hafa verið í tengslum við ýmis umhverfisverkefni Evrópusambandsins og nýta við framkvæmd og innleiðingu… Continue reading Lokafundur eENVplus verkefnisins

Landupplýsingar hjá sveitarfélögum á Íslandi

Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi nær ekki einungis til opinberra stofnana heldur einnig til allra sveitarfélaga landsins. Könnun á stöðu landupplýsinga sem Landmælingar Íslands (LMÍ) stóðu fyrir fyrr á þessu ári, og sagt hefur verið frá á síðustu vikum hér á vef LMÍ, var einnig send til sveitarfélaganna. Af 74 sveitarfélögum bárust svör frá… Continue reading Landupplýsingar hjá sveitarfélögum á Íslandi

Könnun á stöðu landupplýsinga hjá stofnunum og sveitarfélögum

Komin er út skýrsla með niðurstöðum úr könnun sem Landmælingar Íslands stóðu fyrir síðastliðið vor um stöðu landupplýsinga hjá opinberum aðilum. Könnunin var send til 40 stofnana og 74 sveitarfélaga og sá ráðgjafafyrirtækið Alta um framkvæmdina en úrvinnsla var í höndum Landmælinga Íslands. Nú eru liðin rúm 4 ár síðan lög nr. 44/2011 um grunngerð… Continue reading Könnun á stöðu landupplýsinga hjá stofnunum og sveitarfélögum

Fjölgun á skráðum landupplýsingagögnum opinberra aðila

Mynd úr kortagrunni LMÍ

Hugtakið landupplýsingar má skýra sem staðsettar kortaupplýsingar ásamt upplýsingum um þær.  Landupplýsingum opinberra aðila hefur fjölgað um 59 gagnasett frá árinu 2012 samkvæmt niðurstöðum könnunar um grunngerð landupplýsinga á Íslandi sem Landmælingar Íslands  stóðu fyrir fyrr á þessu ári. Könnunin náði til 40 stofnana sem falla undir lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og á… Continue reading Fjölgun á skráðum landupplýsingagögnum opinberra aðila

eENVplus vinnufundur

Um miðjan september var haldinn fundur í tengslum við verkefnið eENVplus sem Landmælingar Íslands eru þátttakendur í. Hlutverk eENVplus verkefnisins er að samþætta umhverfisupplýsingar frá stofnunum á sviði umhverfismála og gera þær aðgengilegar. Fundurinn var haldinn í Ljubljana í Sloveníu og var tilgangur hans að ræða stöðu verkefninsins og taka saman upplýsingar um það hvaða… Continue reading eENVplus vinnufundur

Nýr vettvangur fyrir grunngerðarþemu

Fyrir stuttu var opnaður vettvangur fyrir sérfræðinga og leikmenn sem koma að eða hafa áhuga á uppbyggingu grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar á Íslandi. Um er að ræða þemuklasa innan grunngerðar landupplýsinga og er tilgangur þeirra að halda utan um umræður og þekkingu á skyldum landupplýsingaþemum (INSPIRE þemum), en grunngerðarlögin, sem sett voru í kjölfar INSPIRE… Continue reading Nýr vettvangur fyrir grunngerðarþemu

Skýrslur INSPIRE vinnuhópa birtar 

Skýrslur vinnuhópa vegna innleiðingar INSPIRE verkefnisins um stafrænar landupplýsingar hafa nú verið gerðar aðgengilegar á vef Landmælinga Íslands. Tilskipun Evrópusambandsins um notkun og miðlun stafrænna landupplýsinga (INSPIRE) lýtur að því að samræma og samnýta opinberar landupplýsingar, einkum í þágu umhverfismála. Ísland innleiddi tilskipunina árið 2011 vegna aðildar sinnar að Evrópska efnahagssvæðinu. Árið 2014 var sett… Continue reading Skýrslur INSPIRE vinnuhópa birtar 

INSPIRE leiðbeiningar

Innleiðingu INSPIRE-tilskipunarinnar á Íslandi miðar hægt áfram, en örugglega. Henni til aðstoðar hafa sérfræðihópar innan Evrópusambandsins skrifað mikið af „Guidelines“ eða leiðbeiningum. Þær fjalla um hvernig landupplýsingar opinberra aðila skulu vera gerðar aðgengilegar og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra. Svokallaður MIG-T hópur (Maintenance and Implementation Group – Technical) hefur unnið að gerð vefsíðu, Toolkit v1.1.… Continue reading INSPIRE leiðbeiningar

Vorfundur SATS

Þann 7.  og 8. maí var haldinn í Ólafsvík árlegur vorfundur Samtaka tæknimanna sveitarfélaga, Félags byggingarfulltrúa, Félags skipulagsfulltrúa sveitarfélaga og Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra. Mjög fjölbreytt dagskrá var í boði þar sem fyrirlesarar innan sem utan samtaka komu með fróðleik um allt frá skráningu staðfanga til vistheimtu. Þar var einnig Ragnar Þórðarson, fyrir hönd Landmælinga… Continue reading Vorfundur SATS

Á réttri leið

Í dag fór fram á Grand Hótel í Reykjavík ráðstefna um grunngerð stafrænna landupplýsinga undir yfirskriftinni „Á réttri leið?“  Að ráðstefnunni stóðu Landmælingar Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytið, en um 80 manns frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum sóttu ráðstefnuna. Grunngerð stafrænna landupplýsinga er þegar orðin stór hluti af vinnuumhverfi þeirra sem vinna við landupplýsingar og… Continue reading Á réttri leið