Fjölbreytt dagskrá verður á ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga „Á réttri leið?“ sem haldin verður á Grand Hótel í Reykjavík 30. apríl næstkomandi. Að ráðstefnunni standa Landmælingar Íslands ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Fyrirlesarar eru frá nokkrum innlendum stofnunum og fyrirtækjum auk þriggja erlendra fyrirlesara. Meðal þess sem fjallað verður um er hvernig INSPIRE nýtist við skipulag… Continue reading Dagskrá ráðstefnu um grunngerð landupplýsinga
Category: Grunngerðarfréttir
Ráðstefna um grunngerð landupplýsinga
Þann 30. apríl næstkomandi, munu Landmælingar Íslands ásamt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu standa fyrir ráðstefnu undir heitinu „Á réttri leið“ þar sem fjallað verður um innleiðingu grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar og INSPIRE á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík og stendur frá kl 09:00 – 15:15. Á ráðstefnuni verður rætt um hvert hefur… Continue reading Ráðstefna um grunngerð landupplýsinga
Flokkaskipting INSPIRE þema og þátttaka sérfræðinga
Innan INSPIRE verkefnis Evrópusambandsins hefur verið unnið að samantekt þema í stærri flokka. 34 þemu INSPIRE tilskipunarinnar hafa þannig verið sett saman í 9 flokka og er ætlunin að fjalla um uppfærslur þessara þema og samtengingu þeirra með aðstoð sérfræðinga. Útbúin hefur verið sérstök heimasíða fyrir samstarfið https://themes.jrc.ec.europa.eu/ þar sem þeir sem vinna að innleiðingu… Continue reading Flokkaskipting INSPIRE þema og þátttaka sérfræðinga
Markmiði um skráningu lýsigagna fyrir árið 2014 náð
Nú eru liðin þrjú ár síðan Landupplýsingagáttin var opnuð og tímabært að skoða hvaða þróun hefur átt sér stað á skráningu lýsigagna. Fljótlega eftir að gáttin var opnuð, árið 2012, héldu Landmælingar Íslandsnámskeið um skráningu lýsigagna. Í framhaldi voru 50 gagnasett skráð en þeim fækkaði á árinu 2013 um tæplega 20 og mikil hreyfing var… Continue reading Markmiði um skráningu lýsigagna fyrir árið 2014 náð
Vinnuhópar vegna innleiðingar á grunngerð landupplýsinga
Á undanförnum árum hafa Landmælingar Íslands unnið að því á grundvelli laga nr. 44/2011 í nánu samráði við umhverfis- og auðlindaráðuneytið að byggja upp grunngerð stafrænna landupplýsinga hér á landi. Verkefnið krefst samstarfs við ríkisstofnanir og sveitarfélög sem nota eða framleiða landupplýsingar og er grundvöllurinn INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins. Meginmarkmiðið er að gera landupplýsingar aðgengilegar öllum… Continue reading Vinnuhópar vegna innleiðingar á grunngerð landupplýsinga
Skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu um innleiðingu INSPIRE
Nýlega kom út skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu um stöðu mála við innleiðingu á INSPIRE í Evrópu. INSPIRE-tilskipunin tók gildi árið 2007 og gert er ráð fyrir að innleiðingu hennar sé lokið árið 2020. Í skýrslunni er sagt frá mati á stöðunni nú þegar innleiðingarferlið er hálfnað. Þar kemur meðal annars fram að könnun sem gerð var… Continue reading Skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu um innleiðingu INSPIRE
Innleiðing INSPIRE gengur vel
Dagana 1. – 3. október tóku Landmælingar Íslands þátt í eENVplus ráðstefnu og vinnufundi sem haldinn var í Aþenu í Grikklandi. Fundurinn markaði mikilvæg tímamót vegna innleiðingar eENVplus (http://www.eenvplus.eu/ ) og INSPIRE þar sem Landmælingar Íslands hafa nú lokið við að samræma þrjú landupplýsingagagnasöfn í að kröfum INSPIRE. Þetta er mikilvægt skref í átt að… Continue reading Innleiðing INSPIRE gengur vel
Endurbættar leiðbeiningar fyrir Landupplýsingagátt
Leiðbeiningar fyrir Landupplýsingagátt Landmælinga Íslands hafa nú verið lagaðar og einfaldaðar. Landupplýsingagátt er einföld og þægileg veflausn þar sem hægt er að skrá og deila upplýsingum um gagnasöfn sem tengjast landupplýsingum um Ísland. Í leiðbeiningunum er útskýrt hvernig á að skrá lýsigögn í gáttina þannig að kröfur sem gerðar eru fyrir grunngerð landupplýsinga á Íslandi… Continue reading Endurbættar leiðbeiningar fyrir Landupplýsingagátt
INSPIRE ráðstefna 2014
Hin árlega INSPIRE ráðstefna var haldin í Álaborg í Danmörku dagana 16. – 20. júní 2014. Fyrir Íslands hönd sóttu tveir starfsmenn Landmælinga Íslands þau Eydís L. Finnbogadóttir og Saulius Prizginas, ásamt Ragnari Þórðarsyni hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu ráðstefnuna. Þar voru til umfjöllunar málefni sem snerta innleiðingu INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins auk grunngerðar landupplýsinga í víðara samhengi. INSPIRE… Continue reading INSPIRE ráðstefna 2014
Ný reglugerð um stafrænar upplýsingar
Samkvæmt lögum um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar hefur umhverfis- og auðlindaráðherra nýverið sett reglugerð um upplýsingar sem lögin ná til. Með setningu þessarar reglugerðar er lokið við innleiðingu INSPIRE-tilskipunar Evrópusambandsins sem lítur að því að auka aðgengi og samræma opinberar landupplýsingar í Evrópu. Landmælingar Ísland leiða innleiðingu INSPIRE tilskipunarinnar á Íslandi fyrir hönd Umhverfis- og… Continue reading Ný reglugerð um stafrænar upplýsingar