Á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands er komin ný útgáfa fjögurra gagnalaga af átta í IS 50V. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum mörkum og samgöngum. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu og er það eina lagið þar sem stöðugt er unnið að uppfærslum. Frá síðustu útgáfu hefur verið skráð töluvert af… Continue reading Ný uppfærsla á IS 50V
Category: Fréttir
Forstjóri Landmælinga Íslands fer tímabundið til annarra starfa
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur sett Magnús Guðmundsson tímabundið í eitt ár sem framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs en Magnús hefur gengt starfi forstjóra Landmælinga Íslands frá árinu 1999. Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður sviðs miðlunar og grunngerðar og staðgengill forsjóra verður starfandi forstjóri Landmælinga Íslands frá 1. september 2018 í fjarveru Magnúsar. Eydís hefur starfað hjá Landmælingum… Continue reading Forstjóri Landmælinga Íslands fer tímabundið til annarra starfa
Ársskýrsla 2017
Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2017 er komin út. Í ársskýrslunni er farið yfir helstu verkefni stofnunarinnar á árinu og í ávarpi forstjóra kemur fram að árið 2017 hafi verið markvert meðal annars vegna þess að frumvarp til breytinga á lögum um landmælingar og grunnkortagerð var samþykkt einróma á Alþingi í lok maí. Breytingar á… Continue reading Ársskýrsla 2017
Vefsíða fyrir landfræðileg söfn á Íslandi
Aðgengi að upplýsingum um efni íslenskra korta- og loftmyndasafna er á ýmsum stöðum á netinu. Þorvaldur Bragason landfræðingur og upplýsingafræðingur hefur nú opnað vefinn landkonnun.is þar sem hann hefur safnað saman upplýsingum um helstu korta- og loftmyndasöfn á Íslandi og eru þau aðgengileg almenningi til skoðunar eða niðurhals. Þar má einnig finna vefslóðir fyrir aðgengi… Continue reading Vefsíða fyrir landfræðileg söfn á Íslandi
Gögn frá morgunverðarfundi um grunngerð landupplýsinga.
Landmælingar Íslands stóðu fyrir morgunverðarfundi um grunngerð landupplýsinga þann 23. maí síðastliðinn á Grand Hótel. Fundurinn var hugsaður fyrir alla sem vinna með landupplýsingar. Þátttaka var mikilvægur liður í samstarfi um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar, en fundurinn var einnig tekin upp og er hægt að horfa á öll erindi og skoða glærur HÉR.
Forstöðumenn undirrita yfirlýsingu um loftslagsmarkmið stofnana
Í gær, 25. maí 2018 undirrituðu forstöðumenn stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins yfirlýsingu um að setja loftslagsmarkmið fyrir stofnanirnar. Munu markmiðin miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og að starfsemi stofnananna verði kolefnishlutlaus. Í yfirlýsingunni kemur fram að stofnanirnar muni kortleggja losun frá starfsemi sinni, setja markmið um samdrátt í losun og birta árlega skýrslu um… Continue reading Forstöðumenn undirrita yfirlýsingu um loftslagsmarkmið stofnana
Fréttabréfið Kvarðinn komið út
Annað tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands á árinu 2018, er komið út. Þar er meðal annars sagt frá heimsókn umhvefis- og auðlindaráðherra til Landmælinga Íslands, nýjum hæðargögnum fyrir Ísland, samevrópskum kortagerðarverkefnum ásamt fleiru.
Norrænn fundur um staðla á sviði landupplýsinga.
Landmælingar Íslands taka þátt í samstarfi Norðurlandaþjóðanna þar sem fjallað eru um þróun evrópskra tæknistaðlar á sviði landupplýsinga og ISO TC 211. Verkefni hópsins tengjast einnig á einn eða annan hátt INSPIRE verkefninu, enda byggir það verkefni á samræmdum aðferðum og stöðlum. Landmælingar Íslands eru einnig virkir þátttakendur samstarfi Norðurlandaþjóðanna sem… Continue reading Norrænn fundur um staðla á sviði landupplýsinga.
Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn á Landmælingum Íslands
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra heimsótti Landmælingar Íslands á Akranesi þann 16. maí 2018. Í för með ráðherra frá ráðuneytinu voru Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri, Orri Páll Jóhannsson aðstoðarmaður ráðherra, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir skrifstofustjóri, Kjartan Ingvarsson lögfræðingur og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi. Á fundi með stjórnendum Landmælinga Íslands þeim Magnúsi Guðmundssyni forstjóra, Eydísi Líndal… Continue reading Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn á Landmælingum Íslands
Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2018
Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2018, sem SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og fjármála- og efnahagsráðuneytið standa fyrir, voru kynntar við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica hótelinu þann 9. maí. Í flokki meðalstórra stofnana voru Landmælingar Íslands í 5. sæti og raða sér þar með meðal fyrirmyndarstofnana árið 2018. Könnunin er ein viðamesta könnun á… Continue reading Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2018