Smellið á myndina til að stækka hana.
Category: Fréttir
Ómetanlegar loftmyndir í safni Landmælinga Íslands
Þann 3. maí 2018 kom út skýrsla íslenskra vísindamanna um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi. Í frétt RUV með skýrslunni er birt hreyfimynd sem sýnir minnkun á tungu Hoffelsjökuls og hvernig yfirborð hans hefur lækkað á 35 ára tímabili. Við gerð hreyfimyndarinnar er notuð loftmynd úr loftmyndasafni Landmælinga Íslands frá árinu 1982. Loftmyndasafn Landmælinga Íslands… Continue reading Ómetanlegar loftmyndir í safni Landmælinga Íslands
Starfsfólk LMÍ „plokkar“
Í tilefni af Degi jarðar þann 22. apríl síðastliðnn ákvað starfsfólk Landmælinga Íslands að sýna umhverfisábyrgð í verki og verja um það bil hálftíma í að týna rusl eða „plokka“ í nærumhverfinu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem Guðni Hannesson tók, þarf ekki langan tíma til að stuðla að bættu umhverfi um leið… Continue reading Starfsfólk LMÍ „plokkar“
Uppfærslur í Evrópugagnagrunnum
Uppfærslur fyrir árið 2017 á EuroBoundaryMap og EuroRegionalMap eru nú komnar á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands auk þess sem lýsigögn hafa verið uppfærð í lýsigagnagáttinni. Í EuroBoundaryMap sem er í mælikvarða 1:100 000 eru stjórnsýslumörk og mannfjöldatölur uppfærðar árlega. Í EuroRegionalMap sem er í mælikvarða 1:250 000 er allur gagnagrunnurinn uppfærður á tveggja ára fresti og… Continue reading Uppfærslur í Evrópugagnagrunnum
Staðkunnugir eru mjög mikilvægir við skráningu örnefna
Stuttu fyrir páska sendu starfsmenn Landmælinga Íslands 32 pakka með útprentuðum loftmyndum og örnefnalýsingum til skráningaraðila örnefna víðsvegar á landinu. Þessir aðilar hafa sýnt áhuga á að skrá örnefni jarða sinna í örnefnagrunn. Örnefnin birtast síðan í Örnefnasjá stofnunarinnar. Hjá Landmælingum Íslands fer fram mikil vinna við söfnun og skráningu örnefna og hefur svo verið… Continue reading Staðkunnugir eru mjög mikilvægir við skráningu örnefna
Herdubreið – ArcticDEM landhæðarlíkan
Herðubreið er með tignarlegri fjöllum, formfagurt og gnæfir meira en ellefu hundruð metra yfir umhverfi sitt á hálendinu. Þetta fjall varð fyrir valinu við gerð nýrra hæðgargagna hjá Landmælingum Íslands, þ.e. vinnslu ArcticDEM hæðargagna frá Polar Geospatial Center (PGC) í Bandaríkjunum. Sú stofnun fær m.a. stuðning frá NSF (National Science Foundation). Gögnin eru unnin með… Continue reading Herdubreið – ArcticDEM landhæðarlíkan
Örnefna- og söguganga á Írskum vetrardögum
Írskir vetrardagar hefjast á Akranesi í dag 14. mars. Meðal dagskrárliða er örnefna- og söguganga sem Eydís L. Finnbogadóttir, Guðni Hannesson og Rannveig L. Benediktsdóttir starfsmenn Landmælinga Íslands mun leiða. Gangan, sem verður á morgun fimmtudaginn 15. mars kl. 17:30, hefst á Akratorgi og genginn verður um tveggja km hringur á Neðri-Skaga. Gert er ráð fyrir… Continue reading Örnefna- og söguganga á Írskum vetrardögum
Viðurkenning fyrir innleiðingu á jafnlaunastaðli
Frá því í byrjun árs 2013 hafa Landmælingar Íslands unnið að innleiðingu á jafnlaunakerfi samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012, en stofnunin hlaut síðar á árinu jafnlaunavottun VR. Markmið jafnlaunastaðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á launajafnrétti kynja og tryggja fagleg vinnubrögð í þeim efnum. Í kjölfar jafnréttisþings í nóvember árið 2013 bauðst Landmælingum Íslands að… Continue reading Viðurkenning fyrir innleiðingu á jafnlaunastaðli
ArcticDEM landhæðarlíkan af Íslandi
Á síðustu árum hefur gögnum verið aflað fyrir nýtt landhæðarlíkan á norðurhveli jarðar, norðan við 60°N, þar með talið af Íslandi. Almennt er það nefnt Arctic-landhæðaríkan (e. ArcticDEM) og er unnið af Bandaríkjamönnum. Vinnan fer fram við Polar Geospatial Center (PGC) sem er innan veggja Minnesota háskóla. Líkanið er unnið úr gervitunglamyndum og eru notuð… Continue reading ArcticDEM landhæðarlíkan af Íslandi
Fyrirlestur um landupplýsingar á UTmessunni 2018
Á UTmessunni sem haldin var í Hörpu föstudaginn 2. febrúar síðastliðinn flutti Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður hjá Landmælingum Íslands, fyrirlestur um landupplýsingar og aðgengi að þeim. Fyrirlesturinn vann hún í samvinnu við Hafliða S. Magnússon, verkefnisstjóra tölvukerfis hjá stofnuninni og nefndist hann Landupplýsingar upp úr skúffunni í ákvarðanaferli. Meðal þess sem Eydís ræddi um voru… Continue reading Fyrirlestur um landupplýsingar á UTmessunni 2018