Þessa dagana stendur yfir fundur Arctic SDI verkefnisins hjá Landmælingum Íslands. Arctic SDI er samstarfsverkefni átta þjóða á norðurslóðum og snýr að uppbyggingu grunngerðar fyrir landupplýsingar og tengingu kortagrunna á Norðurheimsskautssvæðinu. Markmiðið með verkefninu er að nýta sem best kort og landupplýsingar sem til eru af svæðinu m.a. til að fylgjast með umhverfisáhrifum og fjölbreyttu… Continue reading Fundur Arctic SDI verkefnisins hjá LMÍ
Category: Fréttir
Jarðfræðiganga á Akranesi á Degi íslenskrar náttúru
Landmælingar Íslands halda upp á Dag íslenskar náttúru þann 16. september með því að bjóða upp á jarðfræðigöngu um Akranes fyrir alla og ekkert þátttökugjald. Það verða þau Dr. Jóhann Helgason, jarðfræðingur og Eydís Líndal Finnbogadóttir, jarðfræðingur sem munu leiða gönguna. Lagt verður af stað í gönguna kl. 17:00 frá Landmælingum Íslands (anddyri stjórnsýsluhússins). Gangan mun… Continue reading Jarðfræðiganga á Akranesi á Degi íslenskrar náttúru
Af fundi forstjóra norrænna kortastofnana
Fundur forstjóra og helstu stjórnenda norrænna korta- og fasteignastofnana var haldinn í Keflavík dagana 22.-24. ágúst sl. Samstarf þessara norrænu systurstofnana á sér langa sögu og byggir á sérstökum samningi þeirra á milli. Fundir sem þessir eru haldnir árlega en á þeim bera fulltrúar stofnananna saman bækur sínar og fara yfir samstarfsverkefni. Meðal þess sem… Continue reading Af fundi forstjóra norrænna kortastofnana
Sameinuðu þjóðirnar styrkja alþjóðlegt samstarf um landmælingar og notkun landupplýsinga
Frá árinu 2011 hafa Sameinuðu þjóðirnar unnið að samstarfi á sviði landmælinga og landupplýsinga meðal allra aðildarþjóða sinna undir formerkjum GGIM (Global Geosaptial InformationManagement). Aðild að því samstarfi hafa aðallega átt korta- og fasteignastofnanir, Hagstofur og ráðuneyti í aðildarlöndunum og er tilefnið að auka samstarf, samræmd vinnubrögð og skilning á því að landupplýsingar og kortagögn… Continue reading Sameinuðu þjóðirnar styrkja alþjóðlegt samstarf um landmælingar og notkun landupplýsinga
Uppmæling eignamarka – Nýr leiðbeiningabæklingur Þjóðskrár Íslands
Að undanförnu hefur Þjóðskrá Íslands í samstarfi við Landmælingar Íslands, Ríkiseignir og Samband íslenskra sveitarfélaga unnið að bættri skráningu landeigna á Íslandi. Afmörkun landeigna er víða ábótavant og óvissa um eignarétt eykur líkur á ágreiningsmálum um eignamörk við ráðstöfun eigna. Þörf er á átaki í skráningu á afmörkun landeigna í einkaeigu, þá sérstaklega afmörkun jarða… Continue reading Uppmæling eignamarka – Nýr leiðbeiningabæklingur Þjóðskrár Íslands
Íslensk kortagögn – hluti af Evrópu
Í síðasta mánuði urðu Landmælingar Íslands þátttakendur í svokölluðu ELF verkefni (European Location Framework). ELF verkefnið hefur verið í vinnslu undanfarin 3 ár meðal nokkurra Evrópuþjóða og fellst í því að samræma landupplýsingar (kortagögn) af Evrópu í tengslum við INSPIRE tilskipunina. Landmælingar Íslands ásamt Þjóðskrá Íslands eru nú orðnar hluti af verkefninu og munu báðar… Continue reading Íslensk kortagögn – hluti af Evrópu
Landmælingar og óbyggðir.
Á Óbyggðasetri Íslands, sem staðsett er á Egilsstöðum innst í Fljótsdal, hefur sögu dönsku landmælingamannanna, sem störfuðu við kortagerð á Íslandi um aldamótin 1900, verið gerð skil. Landmælingar Íslands hafa unnið í samstarfi við Óbyggðasetrið að landmælingahluta setursins og m.a. lagt til munifrá tímum dönsku mælingamannanna en þeir voru með fyrstu óbyggðaförum á Íslandi þegar… Continue reading Landmælingar og óbyggðir.
Ný uppfærsla af IS 50V
Eins og undanfarin ár þá kom út ný uppfærsla af IS 50V gagnagrunninum á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Um er að ræða uppfærslu á örnefnum, mannvirkjum, mörkum og samgöngum og eru gögnin aðgengileg á niðurhalssíðu Landmælinga Íslands og eru þau og notkun þeirra að sjálfsögðu gjaldfrjáls. Breytingar er mismiklar eftir lögum en flestar breytingar eru í örnefnalaginu, þar… Continue reading Ný uppfærsla af IS 50V
Nýtt landhæðarlíkan af Íslandi
Ný útgáfa landhæðarlíkani fyrir Ísland er nú fáanleg um niðurhal á vef Landmælinga Íslands. Um er ræða uppfærslu á hæðarupplýsingum fyrir um 38% landsins eða rúmlega 39.000 km2. Hin nýju gögn eru af ýmsum toga, m.a. ný gögn sem byggja á lidar-tækni og þekja nær alla jökla landsins og næsta umhverfi. Einnig eru nýtt gögn… Continue reading Nýtt landhæðarlíkan af Íslandi
Landshnitakerfi Íslands endurmælt sumarið 2016
Í gær hófst formlega endurmæling á grunnstöðvaneti Íslands. en slík endurmæling er nauðsynleg til að viðhalda nákvæmni í landshnitakerfinu sem aflagast vegna mikilla jarðskorpuhreyfinga hér á landi. Landshnitakerfið og viðmiðun þess er grundvöllur annarra landmælinga hér á Íslandi og þar með undirstaða stafrænnar kortagerðar, landfræðilegra upplýsingakerfa, vöktunar og verklegra framkvæmda. Grunnstöðvanetið hefur verið mælt tvisvar… Continue reading Landshnitakerfi Íslands endurmælt sumarið 2016