Skaftafell og fleiri staðir lyftast upp

Starfsfólk Landmælinga Íslands hefur gefið kortum Vatnajökulsþjóðgarðs upplyftingu http://atlas.lmi.is/kort/heinaberg_2/ en nú er hægt að skoða öll kort þjóðgarðsins í þrívídd og eru þau aðgengileg á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Þessi framsetning á kortunum er unnin í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarðinn og er tilgangurinn að auðvelda fólki að sjá fyrir sér landslagið sem kortin ná yfir. Þar sem Íslendingar… Continue reading Skaftafell og fleiri staðir lyftast upp

Published
Categorized as Fréttir

Kærkomin viðbót við kortasafn Landmælinga Íslands

Á vef Landmælinga Íslands er að finna skönnuð eintök af kortasafni stofnunarinnar. Aðgengi að eldri kortum er mikilvægt enda eru kortin áhugaverðar heimild um breytingar á yfirborði landsins. Kortasafn Landmælinga Íslands er að stærstum hluta kortaseríur sem Danir og síðar Bandaríkjamenn kortlögðu. Kortaseríur Dana ganga undir heitunum Herforingjaráðskortin, sem nýlega voru gerð aðgengileg í kortasjá… Continue reading Kærkomin viðbót við kortasafn Landmælinga Íslands

Samstarf Landmælinga Íslands og Háskólans í Reykjavík

Guðmundur Valsson kennir nemendum í HR.

Hjá Landmælingum Íslands starfa nokkrir sérfræðingar á sviði landmælinga og fjarkönnunar. Einn þeirra er Guðmundur Valsson, mælingaverkfræðingur sem hefur starfað um alllangt skeið hjá stofnuninni, en hann hefur faglega ábyrgð á landshnita- og hæðarkerfum Landmælinga Ísland. Þessa dagana kennir Guðmundur nemendum í byggingatæknifræði við Háskólann í Reykjavík, grunnáfanga í landmælingum. Í áfanganum er farið yfir… Continue reading Samstarf Landmælinga Íslands og Háskólans í Reykjavík

Landmælingar Íslands taka þátt í stærsta landvöktunarverkefni Umhverfisstofnunar Evrópu frá upphafi

Urban Atlas er meðal annarra upplýsinga sem notaðar verða í CLC+ Backbone landflokkun.

  Umhverfisstofnun Evrópu, EEA annars vegar og hópur 14 evrópskra fyrirtækja og rannsóknarstofnana, þ.m.t. Landmælingar Íslands, frá 11 aðildarríkjum EEA hins vegar, hafa skrifað  undir 10 milljóna evra rammasamning um innleiðingu á nýjum tímamótastaðli í Copernicus landvöktunaráætlun Evrópu. Hinn nýi staðall nefnist CLC+ Backbone og byggir á arfleifð CORINE landflokkunar og einstakri velgengni þess verkefnis síðustu… Continue reading Landmælingar Íslands taka þátt í stærsta landvöktunarverkefni Umhverfisstofnunar Evrópu frá upphafi

Aðgengi að myndgögnum

Landmælingar Íslands hafa samið um aðgengi að myndgrunni af landinu fyrir allar stofnanir ríkisins til að nota sem bakgrunn í kortaþjónustum og til almennrar kortlagningar. Um er að ræða gervitunglamyndir frá bandaríska fyrirtækinu Maxar, aðallega frá gervitunglunum Geoeye 1 og WorldView 2, 3 og 4.  Um 40% myndanna eru frá 2019 og 90% myndanna eru… Continue reading Aðgengi að myndgögnum

Andrúmsloftið er vaktað úr geimnum

Sentinel-5p er gervitungl á vegum Copernicus sem hefur innanborðs mjög fullomið mælitæki sem kallast TROPOMI (TROPOspheric Monitoring Instrument). Meginmarkmið Sentinel-5p er að framkvæma mælingar á andrúmsloftinu með mikilli upplausn sem nota má m.a. við mat á loftgæðum, UV geislun og loftslagseftirlit. TROPOMI hefur frá 2017 mælt helstu innihaldsefni andrúmsloftsins á jörðinni, þar með talið óson,… Continue reading Andrúmsloftið er vaktað úr geimnum

Viltu skoða gamlar ljósmyndir og kort af Íslandi?

Í kortasjá Landmælinga Íslands er að finna töluvert magn af ljósmyndum sem danskir landmælingamenn tóku, við vinnu sína á Íslandi í upphafi síðustu aldar. Flestar eru myndirnar frá árunum 1900 til 1910. Einnig má í kortasjánni sjá kort og uppdrátt af íslenskum bæjum, þéttbýlissvæðum og þorpum sem dönsku landmælingamennirnir gerðu. Þetta mikla verkefni stóð yfir… Continue reading Viltu skoða gamlar ljósmyndir og kort af Íslandi?

Herforingjaráðskortin í vefþjónustu

Um áratuga skeið voru Atlaskortin svonefndu í mælikvarðanum 1:100 000 helstu staðfræðikort Íslendinga. Enn í dag eru margir sem taka þau kort fram yfir önnur enda með afbrigðum vel gerð og falleg kort. Uppruna Atlaskortanna er þó að finna í mjög metnaðarfullri kortagerð Dana á Íslandi en á síðasta áratug 19. aldar varð dönskum yfirvöldum… Continue reading Herforingjaráðskortin í vefþjónustu

Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2019

Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2019 er komin út. Í ávarpi sínu fjallar Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri  meðal annars um 20 ára afmælisár, nýsköpun og nýtt skipurit Landmælinga Íslands. Litið er yfir verkefni ársins og margþætta starfsemi stofnunarinna einnig er að finna gott yfirlit yfir alþjóðlegt samstarf stofnunarinnar. Ársskýrslan er eingöngu gefin út á rafrænu… Continue reading Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2019

Published
Categorized as Fréttir