Landmælingar Íslands hafa útbúið nýja örnefnasjá sem gerir kleift að skoða örnefni ofan á loftmyndum af öllu Íslandi. Með samningi Landmælinga Íslands við fyrirtækið Loftmyndir ehf. fyrr í vetur var tryggt aðgengi að loftmyndum af öllu Íslandi vegna skráningar og birtingar örnefna á vefsjá. Þannig hafa nú allir heimildarmenn við örnefnaskráningu, sem staðsettir eru um… Continue reading Ný örnefnasjá með loftmyndum
Category: Fréttir
Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2015
Ársskýrsla Landmælinga Íslands er komin út. Þar er farið yfir helstu verkefni ársins 2015, ásamt því að fjalla um hvað er framundan á afmælisárinu. En stofnunin er 60 ára nú í ár.
Landmælingar Íslands vakta landris á Höfn
Landmælingar Íslands hafa allt frá árinu 1997 rekið sérstaka mælistöð á Höfn sem er hluti af alþjóðlegu mælinganeti. Á þeim stað er nákvæmur mælibúnaður sem vaktar breytingar á landreki og landrisi. Mælingarnar á þessum stað sýna að land hækkar um fjórtan millimetra á ári eða yfir hálfan metra áfimmtíu árum. Aðalástæða þessa landriss er að… Continue reading Landmælingar Íslands vakta landris á Höfn
Landupplýsingaþjónustur Landmælinga Íslands
Landmælingar Íslands reka nú fjöldan allan af skoðurnar og niðurhalsþjónustum fyrir opin landupplýsingagögn. Þessar þjónustur má nýta með ýmsum hætti, þær eru til að mynd undirstöðugögn kortasjáa þar sem þær eru í formi korta og ýmissa annara landupplýsinga. Með notkun vefþjónusta er notandinn einnig að nýta nýjustu gögn frá stofnuninni. Þjónusturnar geta verið sérstaklega áhugaverðar… Continue reading Landupplýsingaþjónustur Landmælinga Íslands
Endurmæling á grunnstöðvaneti Íslands
Í sumar fer fram endurmæling á grunnstöðvaneti Íslands. Grunnstöðvanetið hefur verið mælt tvisvar áður, árið 1993 og 2004 og samhliða því voru gefnar út viðmiðaninnar ISN93 og ISN2004. Í reglugerð er gert ráð fyrir að endurmæling fari fram eigi sjaldnar en á 10 ára fresti en skortur á fjárveitingum til verkefnisins tafði það um tvö… Continue reading Endurmæling á grunnstöðvaneti Íslands
Um hæðarmælingar á fjöllum
Að undanförnu hefur verið nokkur umræða í fjölmiðlum um hæð Hvannadalshnjúks. Mælingar á hnjúknum hafa verið gerðar af ýmsum með mismunandi tækni og með mismunandi mælitækjum eins og fram hefur komið. Spurningar koma upp hvort ekki sé hægt að mæla hæðir fjalla með „góðum“ GPS handtækjum og jafnframt þá hvað gerir mælingar landmælingamanna frábrugðnar mælingum… Continue reading Um hæðarmælingar á fjöllum
Skráning lýsigagna mikilvæg
Til að tryggja almenningi aðgengi að opinberum landupplýsingum þarf að vera hægt að fá upplýsingar um gögnin s.s. hvaða gögn eru þetta, síðan hvenær, hver er nákvæmni þeirra og hver er eigandi gagnanna. Allar þessar upplýsingar nefnast lýsigögn og eru skráðar í Landupplýsingagáttina á http://gatt.lmi.is . Tilgangur hennar er að notendur landupplýsinga geti á einum… Continue reading Skráning lýsigagna mikilvæg
Afmælismerki LMÍ
Afmælismerki LMÍ Á árinu 2016 verða Landmælingar Íslands 60 ára. En stofnunin var sett á laggirnar í ársbyrjun 1956 og varð þá til ný ríkisstofnun sem sett var yfir verkefnin landmælingar, loftmyndatökur og gerð korta af Íslandi. Í tilefni 60 ára afmælisins unnu tveir starfsmenn LMí, þau Guðni Hannesson og Anna Guðrún Ahlbrecht að því… Continue reading Afmælismerki LMÍ
Fréttabréfið Kvarðinn er kominn út.
Fyrsta tölublað ársins 2016 er komið út. Þar er m.a. sagt frá því að nú er búið að staðsetja og skrá yfir 100.000 örnefni í örnefnagrunn Landmælinga Íslands.Viðtal við nýjan starfsmann LMÍ. Einnig er sagt frá því að LMÍ urðu 60 ára í ár og hvað er á döfinni á afmælisárinu. Kvarðann má sjá hér.
Könnun á vef Landmælinga Íslands
Í lok árs 2015 stóðu Landmælingar Íslands fyrir könnun á vef stofnunarinnar. Könnunin var gerð bæði á íslensku og ensku og meðal þess sem kannað var voru heimsóknir á vefinn, hvers konar efni notendur vefsins voru að leita að, spurt um útlit hans, ánægju með hann og hvaða hópi svarendur tilheyrðu. Þá var í könnuninni… Continue reading Könnun á vef Landmælinga Íslands