Á undanförnum árum hafa Landmælingar Íslands unnið að því á grundvelli laga nr. 44/2011 í nánu samráði við umhverfis- og auðlindaráðuneytið að byggja upp grunngerð stafrænna landupplýsinga hér á landi. Verkefnið krefst samstarfs við ríkisstofnanir og sveitarfélög sem nota eða framleiða landupplýsingar og er grundvöllurinn INSPIRE tilskipun Evrópusambandsins. Meginmarkmiðið er að gera landupplýsingar aðgengilegar öllum… Continue reading Vinnuhópar vegna innleiðingar á grunngerð landupplýsinga
Category: Fréttir
Skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu um innleiðingu INSPIRE
Nýlega kom út skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu um stöðu mála við innleiðingu á INSPIRE í Evrópu. INSPIRE-tilskipunin tók gildi árið 2007 og gert er ráð fyrir að innleiðingu hennar sé lokið árið 2020. Í skýrslunni er sagt frá mati á stöðunni nú þegar innleiðingarferlið er hálfnað. Þar kemur meðal annars fram að könnun sem gerð var… Continue reading Skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu um innleiðingu INSPIRE
Græn skref hjá Landmælingum Íslands
Landmælingar Íslands eru meðal fyrstu ríkisstofnana til að aðlaga starfsemi sína að Grænum skrefum í ríkisrekstri og hafa náð fyrsta skrefi í þeirri aðlögun. Græn skref eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum, meðal annars með það að markmiði að gera starfsemi ríkisins umhverfisvænni, draga úr rekstrarkostnði, auka… Continue reading Græn skref hjá Landmælingum Íslands
Fundur stjórnar Arctic SDI
Dagana 20. og 21. nóvember 2014 var haldinn í Reykjavík, fundur stjórnar Arctic SDI verkefnisins. Arctic SDI er samstarfsverkefni átta þjóða á Norðurslóðum sem snýr að uppbyggingu grunngerðar fyrir landupplýsingar og tengingu kortagrunna á Norðurheimskautssvæðinu. Markmiðið er að nýta sem best kort og landupplýsingar sem til eru af þessu svæði óháð landamærum ríkja m.a. til… Continue reading Fundur stjórnar Arctic SDI
Frumvarp til laga um örnefni
Á næstunni mun mennta- og menningarmálaráðherra leggja fram á Alþingi, frumvarp til laga um örnefni. Frumvarpið er nú lagt fram í þriðja sinn en það var áður lagt fram á 142. og 143. Löggjafaþingi. Markmiðið með lögunum er meðal annars að stuðla að verndun örnefna og nafngiftarhefð í landinu sem hluta af íslenskum menningararfi og… Continue reading Frumvarp til laga um örnefni
Innleiðing INSPIRE gengur vel
Dagana 1. – 3. október tóku Landmælingar Íslands þátt í eENVplus ráðstefnu og vinnufundi sem haldinn var í Aþenu í Grikklandi. Fundurinn markaði mikilvæg tímamót vegna innleiðingar eENVplus (http://www.eenvplus.eu/ ) og INSPIRE þar sem Landmælingar Íslands hafa nú lokið við að samræma þrjú landupplýsingagagnasöfn í að kröfum INSPIRE. Þetta er mikilvægt skref í átt að… Continue reading Innleiðing INSPIRE gengur vel
Frumvarp um breytingar á lögum um landmælingar og grunnkortagerð
Á undanförnum árum hefur orðið mikil þróun við öflun, notkun og miðlun stafrænna landupplýsinga. Þessi þróun er í samræmi við aukna þekkingu, tækni og kröfur um nákvæmni og nýjungar sem gerðar eru í samfélaginu. Í tengslum við þessa öru þróun hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið lagt fram til kynningar drög að frumvarpi til breytinga á lögum… Continue reading Frumvarp um breytingar á lögum um landmælingar og grunnkortagerð
Frumathugun á samlegð Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands
Umhverfis og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson og innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir hafa samþykkt tillögu forstjóra Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands um að gerð verði frumathugun á samlegð í starfsemi þessara stofnanna. Frumathugunin verður unnin í nánu samstarfi Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands og í samráði við þau ráðuneyti sem þessar stofnanir heyra undir Eftirfarandi þættir… Continue reading Frumathugun á samlegð Landmælinga Íslands og Þjóðskrár Íslands
Evrópudeild UN-GGIM stofnuð
Í ágúst síðastliðnum sögðum við á heimasíðu Landmælinga Íslands frá fundi Sameinuðu þjóðanna í New York um alþjóðlegt samstarf til að auka og bæta notkun á landupplýsingum og kortum. Nafn þessa samstarfs og nýrrar skrifstofu Sameinuðu þjóðanna á sviðinu er UN-GGIM (http://ggim.un.org/). Nú hefur Evrópudeild UN-GGIM verið sett formlega á laggirnar, en það var gert… Continue reading Evrópudeild UN-GGIM stofnuð
Landmælingum Íslands afhent örnefni í örnefnagrunninn
Á dögunum voru Landmælingum Íslands afhentar hnitsettar örnefnaskráningar um 3000 örnefna í austurhluta Skaftárhrepps, nánar tiltekið gamla Hörgslandshreppi. Skráningin var unnin af Kirkjubæjarstofu að frumkvæði Búnaðarfélags Hörgslandshrepps og nefndist verkefnið Örnefnaarfur – Rafræn skráning. Verkefnavinnan samanstóð aðallega af öflun heimilda hjá bændum og staðkunnugum íbúum á svæðinu og skráningu þeirra, en vinnan hefur staðið yfir… Continue reading Landmælingum Íslands afhent örnefni í örnefnagrunninn