Þriðja tölublað Kvarðans, fréttabréfs Landmælinga Íslands, á árinu 2014 er komið út. Í blaðinu er meðal annars sagt frá alþjóðlegu samstarfi á vegum Sameinuðu þjóðanna til að nýta sem best kort og landupplýsingar, Copernicusáætlun Evrópusambandsins, mælingum sumarsins 2014 og ársþingi evrópskra landmælingamanna. Kvarðinn er gefinn út á rafrænu formi og hægt er að skoða blaðið… Continue reading Fréttabréfið Kvarðinn er komið út
Category: Fréttir
Ársþing evrópskra landmælingamanna
Dagana 26. – 27. september síðastliðinn héldu samtök landmælingamanna í Evrópu, CLGE, ársþing sitt á Íslandi. Landmælingar Íslands eru meðlimir í þessum samtökum sem eru sameiginlegur vettvangur þeirra sem starfa í landmælingageiranum í Evrópu. Markmið samtakanna er meðal annars að miðla þekkingu og skipuleggja menntun á sviði landmælingafræða, en fulltrúar Íslands á ársþinginu héldu einmitt… Continue reading Ársþing evrópskra landmælingamanna
GPS kennsla og gönguferð á Degi íslenskrar náttúru
Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 16. september næstkomandi. Í tilefni dagsins hafa Landmælingar Íslands ákveðið að bjóða þeim sem áhuga hafa, að sækja stutt námskeið þar sem sérfræðingar stofnunarinnar í landmælingum ásamt Hirti Hróðmarssyni fjallgöngumanni, kenna á GPS handtæki og hvernig hægt er að tengja þau við kortavefsjár stofnunarinnar. Námskeiðið stendur í 45… Continue reading GPS kennsla og gönguferð á Degi íslenskrar náttúru
Mælingar sumarsins 2014
Landmælingar Íslands hafa að venju unnið að mælingum á hæðarkerfi stofnunarinnar í sumar. Að þessu sinni var ákveðið að leggja áherslu á GNSS mælingar í Landshæðarkerfinu ISH2004 og eru mælingarnar liður í því að vakta ISH2004, enda segir í reglugerð að mæla skuli GNSS mælda punkta í landshæðarnetinu á a.m.k. 10 ára fresti. Farnar voru… Continue reading Mælingar sumarsins 2014
Kortagerð á vegum Copernicus EMS er hafin
Íslensk stjórnvöld hafa óskað eftir því að virkja neyðarkortlagningu Copernicus vegna náttúruvár (EMS). Kerfið var virkjað þann 2. september sl. og strax daginn eftir tóku að birtast kort á vef Copernicus. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld óska eftir virkjun á þessari þjónustu sem felur m.a. í sér kaup á fjarkönnunargögnum, kortagerð og… Continue reading Kortagerð á vegum Copernicus EMS er hafin
Endurbættar leiðbeiningar fyrir Landupplýsingagátt
Leiðbeiningar fyrir Landupplýsingagátt Landmælinga Íslands hafa nú verið lagaðar og einfaldaðar. Landupplýsingagátt er einföld og þægileg veflausn þar sem hægt er að skrá og deila upplýsingum um gagnasöfn sem tengjast landupplýsingum um Ísland. Í leiðbeiningunum er útskýrt hvernig á að skrá lýsigögn í gáttina þannig að kröfur sem gerðar eru fyrir grunngerð landupplýsinga á Íslandi… Continue reading Endurbættar leiðbeiningar fyrir Landupplýsingagátt
Fundur Sameinuðu þjóðanna um bætta notkun landupplýsinga
Í byrjun ágúst 2014 voru haldnir fundir á vegum Sameinuðu þjóðanna í New York, um alþjóðlegt samstarf til að auka og bæta notkun á landupplýsingum og kortum. Nafn þessa samstarfs og nýrrar skrifstofu Sameinuðu þjóðanna á sviðinu er UN-GGIM (United Nations initiative on Global Geospatial Information Management). Fundina sóttu forstjórar og fulltrúar stjórnvalda bæði frá… Continue reading Fundur Sameinuðu þjóðanna um bætta notkun landupplýsinga
Pistill um Bárðarbungu
Vakin er athygli á skemmtilegum og fróðlegum pistli um Bárðarbungu og Gnúpa-Bárð á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, en Bárðarbunga er einmitt örnefni mánaðarins hjá stofnuninni. Landmælingar Íslands og Stofnun Árna Magnússonar vinna náið saman að skráningu örnefna í sérstakan örnefnagrunn sem skoða má hér.
Kort af Vatnajökli
Undanfarna daga hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum og þjóðfélaginu almennt vegna jarðhræringa og hugsanlegs eldgoss í Bárðarbungu. Starfsmenn Landmælinga Íslands hafa gert kort af svæðinu þar sem m.a. er nokkur staðarheiti að finna. Kortin eru hugsuð til að auðvelda fólki að gera sér grein fyrir staðháttum þegar um þá er fjallað. Kortin má finna… Continue reading Kort af Vatnajökli
Copernicus, evrópsk vöktunaráætlun
Nákvæmar upplýsingar um umhverfisþætti eru mjög mikilvægar í þeirri viðleitni að skilja loftslagsbreytingar og breytingar á náttúrufari í heiminum í dag. Umhverfisupplýsingar eiga einnig sinn þátt í að varpa ljósi á hlut mannkyns í breytingunum og áhrifum þeirra á daglegt líf. Landmælingar Íslands eru aðaltengiliður við Copernicusáætlun Evrópusambandsins, sem er gríðarlega viðamikil og snýst um… Continue reading Copernicus, evrópsk vöktunaráætlun