Útgáfa 3.4 af IS 50V kortagrunninum er komin út.
Category: Fréttir
„Fjársjóðskista“ Landmælinga Íslands
Á hádegisverðarfundi LÍSU samtakanna sem haldinn var
Söguleg Íslandskort
Nýlega opnaði Landsbókasafn Íslands endurgerðan kortavef
Kraftur í skráningu lýsigagna
Skráning lýsigagna inn í Landupplýsingagáttina hefur gengið vel og virðist vera kominn nokkur kraftur í skráninguna nú í byrjun vetrar. Þegar við kíktum á tölfræðina var skemmtilegt að sjá að yfir 50% skráninga hafa komið inn nú í nóvember og voru þar stórtækastir kollegar okkar hjá Reykjavíkurborg og Orkuveitunni. Alls hafa borist 40 skráningar inn… Continue reading Kraftur í skráningu lýsigagna
Ný fitjuskrá
Ný fitjuskrá hefur bæst við röð fitjuskráa sem eru aðgengilegar hér á heimasíðu LMÍ. Um er að ræða fitjuskrá um vistgerðir og hefur Náttúrufræðistofnun Íslands haft umsjón með efnisinnihaldinu. Eftirfarandi texti er tekin úr fitjuskránni: „Á síðustu árum hefur Náttúrufræðistofnun Íslands unnið að flokkun vistgerða. Alls hafa verið ákvarðaðar 24 vistgerðir á hálendi Íslands og vinna… Continue reading Ný fitjuskrá
IS 500V kortasjá
IS 500V kortasjá er nú komin á netið. Sjánni hefur verið breytt og nú er eingöngu hægt að teikna, mæla og prenta á PDF formi útúr vefsjánni. Kortasjána er hægt að skoða með því að fara á kortasíðuna okkar eða með því að fara beint á hana með því að smella hér.
Vörpun milli hnitakerfa
Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning í hnitsetningu á landupplýsingum meðal almennings. GPS-tæki eru orðin almenningseign og upplýsingar frá þeim eru notaðar á ýmsan hátt t.d. við merkingar ferðaleiða og áhugaverðra staða. Ýmis hnitform og viðmiðanir eru notaðar í þessum tilgangi og því er nauðsynlegt að geta reiknað á milli þessara mismunandi skilgreininga. Cocodati… Continue reading Vörpun milli hnitakerfa
Vinnuhópar um vatn og samgöngur
Miðvikudaginn 7. nóvember hittust í fyrsta sinn vinnuhópar vegna landupplýsinga vatnafars og samgangna. Vinnuhóparnir eru hugsaðir sem stuðningur við innleiðingu grunngerðar landupplýsinga á Íslandi ásamt innleiðingu INSPIRE tilskipunar Evrópusambandsins. Á fundinum var samankomi rjómi landupplýsingasérfræðinga þessara þema frá 8 stofnunum og fóru þeir yfir helstu einkenni og eiginleika sinna gagnasetta. Ljóst er allt frá upphafi… Continue reading Vinnuhópar um vatn og samgöngur
Nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland
Í Kvarðanum, fréttabréfi Landmælinga Íslands, sem kom út í október síðastliðnum er fróðlegt viðtal við Guðmund Valsson mælingarverkfræðing um nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland. Undanfarin ár hefur Guðmundur unnið að uppbyggingu og viðhaldi á sameiginlegu hæðarkerfi fyrir allt Ísland, með það að markmiði að leggja samfélaginu til áreiðanlegan grundvöll fyrir hæðarmælingar. Í viðtalinu við Guðmund kemur fram að… Continue reading Nýtt hæðarkerfi fyrir Ísland
Skotar og Norður Írar með öfluga grunngerð
Þann 8 – 11 október síðastliðin fóru þrír starfsmenn Landmælinga Ísland í heimsókn til Skotlands og Norður-Írlands með stuðningi Evrópsambandsins (TAIEX aðstoð). Ferðin var farin til að afla upplýsinga og reynslu við uppbyggingu grunngerðar landupplýsinga á landsvísu. Þrátt fyrir að ýmis mál tengd INSPIRE tilskipuninni hafi verið rædd ítarlega, var mikil áherslan lögð á skipulag… Continue reading Skotar og Norður Írar með öfluga grunngerð