Námskeið um skráningu lýsigagna 21. febrúar 2012

Nú er öðru námskeiði um skráningu lýsigagna samkvæmt kröfum sem INSPIRE gerir lokið. Einnig tengist Grunngerð fyrir stafrænar upplýsingar hér á landi málefninu. Hér fyrir neðan er að finna glærur af námskeiðinu og leiðbeiningar.   Hvað er landupplýsingagátt og til hvers er hún Samúel Jón Gunnarsson Hvernig og hvar skráum við lýsigögn  – Aðferðir við… Continue reading Námskeið um skráningu lýsigagna 21. febrúar 2012

Reglugerð um landshæðarkerfi Íslands ISH2004

Umhverfisráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð vegna landshæðarkerfis Íslands ISH2004. Reglugerðinni er ætlað að festa landshæðarkerfið í sessi sem grunnkerfi í landmælingum á Íslandi. Þá þykir mikilvægt að til sé reglugerð um það hvernig haga beri umgengni um mælipunkta kerfisins sem og viðhald þess.  Reglugerðin var birt í B-deild Stjórnartíðínda þann 15. febrúar 2012.

Published
Categorized as Fréttir

IS 500V gögn Landmælinga Íslands aðgengileg gegn vægu gjaldi

Landmælingar Íslands vilja að gögn þeirra séu notuð af sem flestum. Árið 2011 var sú ákvörðun tekin að innheimta ekki gjöld fyrir IS 500V gögn stofnunarinnar en hins vegar þarf að greiða þjónustugjald sem er kr. 3850,- án vsk og er gerður afnotasamningur þar um. Ef birta á gögnin og/eða dreifa þeim þarf að fá… Continue reading IS 500V gögn Landmælinga Íslands aðgengileg gegn vægu gjaldi

Published
Categorized as Fréttir

Frumteikningar dönsku herforingjaráðskortanna og ljósmyndir

Nú er komið gott aðgengi að öllum bæjarteikningunum, frumteikningum Atlaskorta og ljósmyndumsem landmælingadeild herforingjaráðs Dana teiknaði á árunum 1902-1920. Í bæjarteikningaskránni eru sérmælingar og gerð uppdrátta af íslenskum bæjum, þéttbýlissvæðum og þorpum, þá er hægt að skoða frumteikningar Atlaskorta auk þeirra ljósmynda sem mælingamennirnir tóku þegar þeir voru við störf sín.

Published
Categorized as Fréttir

Fitjuskrár aðgengilegar á vef LMÍ

Fljótlega eftir áramót kemur út frumvarp að 2. útgáfu staðalsins ÍST 120 Skráning og flokkun landupplýsinga – Fitjuskrár. Í samræmi við breytingar á umfangi staðalsins eru fitjuskrárnar sem tengjast staðlinum núna aðgengilegar hér á heimasíðu LMÍ.

Published
Categorized as Fréttir

Ný útgáfa IS 50V

Þann 15. desember kom út útgáfa 3.2 af IS 50V gagnagrunni Landmælinga Íslands. Helsta áhersla þessarar útgáfu lá í uppfærslu á vatnafarslaginu en um 19% landsins hefur verið uppfært. Nánar er hægt að lesa um gögnin í skýrslu um IS 50V 3.2. 

Published
Categorized as Fréttir

Loftmyndasafn opnað

Stafrænt loftmyndasafn LMÍ var gert aðgengilegt notendum þann 1. desember síðastliðinn hér á heimasíðu stofnunarinnar. Í safninu hafa notendur aðgang að um 20.000 loftmyndum frá árunum 1987-2000 en stöðugt er unnið að skönnun þeirra mynda sem Landmælingar Íslands hafa í filmusafni sínu og munu þær bætast við jafnóðum og  þær verða skannaðar.

Published
Categorized as Fréttir

Höfðingleg gjöf frá Sigurrós

Síðastliðinn föstudag barst Landmælingum Íslands höfðingleg gjöf en þá færði Sigurrós Júlíusdóttir stofnuninni ljósmynd að gjöf og til varðveislu. Ljósmyndin er af tveimur dönskum landmælingamönnum á hestbaki sem voru við mælingar á Íslandi líklega á fyrsta áratug síðustu aldar. Um er að ræða yfirmenn í mælingadeild danska herforingjaráðsins en eins og margir vita unnu Danir… Continue reading Höfðingleg gjöf frá Sigurrós

Published
Categorized as Fréttir

Viðurkenning fyrir nýsköpun í opinberum rekstri

Landmælingar Íslands fengu þann 3. nóvember 2011 viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberum rekstri fyrir verkefnið „“Örnefni á vefnum“ á ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík. Viðurkenningin var afhent af Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra en að ráðstefnunni stóðu Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða við Háskóla Íslands, fjármálaráðuneytið, Rannís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Published
Categorized as Fréttir