Fimmtudaginn 20. október var ráðstefnan Landupplýsingar 2011 haldin á Grand Hótel. Landmælingar Íslands áttu þrjá fyrirlesara þá Gunnar H. Kristinsson sem talaði um 2. útgáfu ÍST 120 staðalsins, Jóhann Helgason sem talaði um uppfærslu á vatnagrunni IS 50V á árinu 2011 og Samúel Jón Gunnarsson sem fræddi viðstadda um INSPIRE landupplýsingagátt og opinn frjálsan hugbúnað.
Category: Fréttir
Birting örnefna á loftmyndum í nýrri örnefnasjá
Í tilefni af degi íslenskrar náttúru opna Landmælingar Íslands nýja örnefnasjá á vefsíðunni http://atlas.lmi.is/ornefnasja/ Örnefni skipa mikilvægt hlutverk í sögu Íslands. Þau hafa sagt þjóðinni til um hvar atburðir hafa átt sér stað, hvernig land hefur verið nytjað eða hvernig eignamörk voru afmörkuð svo dæmi séu tekin. Áður en GPS tæki tóku til við að… Continue reading Birting örnefna á loftmyndum í nýrri örnefnasjá
GNSS-jarðstöðvakerfi
Landmælingar Íslands vinna að því að byggja upp GNSS-jarðstöðvakerfi sem starfar í rauntíma. Við hönnun kerfisins var leitast við að nýta sem flestar stöðvar sem nú þegar eru í gangi og notaðar eru í öðrum verkefnum. Nú nýverið var jarðstöð við Fjórðungsöldu tengd við kerfið en hún tilheyrir einmitt alþjóðlega rannsóknarverkefninu CHIL (Central Highland Iceland… Continue reading GNSS-jarðstöðvakerfi
Hvítbók um náttúruvernd á Íslandi komin út
Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur kynnt ríkisstjórn hvítbók sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hefur unnið en í henni felst heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Samkvæmt frumvarpi til breytinga á náttúruverndarlögum og Hvítbók um náttúruvernd fá Landmælingar Íslands mikilvægt hlutverk við að halda úti gagnagrunni um opinbera vegi og slóða á Íslandi. Fréttin á vef umhverfisráðuneytisins.
Ný gjaldskrá tekur gildi
Ný gjaldskrá fyrir Landmælingar Íslands hefur verið samþykkt af umhverfisráðherra. Í gjaldskránni er tekið mið af verðlagsbreytingum undanfarinna ára en einnig hafa verið gerðar ýmsar lagfæringar í takt við breyttar áherslur. Meðal breytinga má nefna að ekki er lengur rukkað fyrir IS 500V gögnin en tekið er þjónustugjald fyrir afhendingu gagnanna. Birting á gögnunum eru áfram… Continue reading Ný gjaldskrá tekur gildi
Nýtt fréttabréf og ný vefsíða
Landmælingar Íslands hafa opnað nýja vefsíðu sem fjallar um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar áÍslandi og INSPIRE. Þar má m.a. finna tengla í áhugaverðar vefsíður sem tengjast grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og INSPIRE tilskipun ESB. Vefsíðan er á slóðinni http://inspire.lmi.is/. Þá hafa Landmælingar Íslands gefið út fréttabréf um efnið sem lesa má hér.
Samráðsfundur um IS 50V
Þriðjudaginn 31. maí var haldinn kynningafundur á nýjum útgáfum IS 50V gagnagrunnsins. Til fundarins mættu 16 notendur frá 12 stofnunum og fyrirtækjum. Farið var yfir það sem er nýtt í IS 50V 3.0 og 3.1 útgáfunum og framtíðaráætlanir fyrir uppfærslu grunnsins voru kynntar. Að auki voru hugmyndir um vefþjónustur ræddar og farið yfir IST… Continue reading Samráðsfundur um IS 50V
Landmælingar Íslands sjötta besta stofnunin
Landmælingar Íslands urðu í sjötta sæti í vali á stofnun ársins í flokki minni stofnana og einnig ef miðað er við heildarfjölda. SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu stóð nú í sjötta sinn að þessu vali. Könnun var gerð meðal allra starfsmanna stofnunarinnar óháð því í hvaða stéttarfélagi þeir væru. Ljóst er að sú einkunn… Continue reading Landmælingar Íslands sjötta besta stofnunin
Alþingi samþykkir ný lög um grunngerð
Mánudaginn 2. maí voru samþykkt á Alþingi lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar nr. 44/2011. Markmið laganna er að byggja upp og viðhalda grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar á vegum stjórnvalda og tryggja aðgengi stjórnvalda og almennings að landupplýsingum. Unnið hefur verið í nokkurn tíma að gerð þessara laga og tengjast þau svokallaðri INSPIRE-tilskipun Evrópusambandsins. Með lögunum fá… Continue reading Alþingi samþykkir ný lög um grunngerð
Ársskýrsla 2010
Nú er Ársskýrsla Landmælinga Íslands fyrir árið 2010 komin út. Í ársskýrslunni er að finna ársreikninga stofnunarinnar, en rekstur stofnunarinnar gekk vel á síðasta ári, auk þess sem upplýst er um það helsta sem gert var á stofnuninni á árinu 2010. Forsíðumynd ársskýrslunnar er tekin að Fjallabaki.