Árangursríkur fundur um kortamál á Norðurslóðum

Dagana 5.-6. apríl 2011 funduðu fulltrúar kortastofnana Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur, Grænlands, Bandaríkjanna, Rússlands og Kanada um uppbyggingu á grunngerð fyrir landupplýsingar á norðurslóðum (Arctic SDI). Auk fulltrúa kortastofnananna tók fulltrúi Norðurskautsráðsins þátt en verkefnið er unnið í nánu samstarfi við ráðið. Verkefnið nær til mjög stórs svæðis á norðurhveli jarðar sem þekur 1/6… Continue reading Árangursríkur fundur um kortamál á Norðurslóðum

Kvarðinn er kominn út

Fyrsta tölublað ársins af Kvarðanum, fréttabréfi Landmælinga Íslands, er komið út. Að venju kennir ýmissa grasa en í þessu eintaki af fréttabréfinu er m.a. jallað um nýtt sameiginlegt hæðarkerfi fyrir Ísland, mikilvægi landupplýsinga í nútímasamfélagi, heilsueflingu starfsmanna svo nokkur atriði séu nefnd.

Samstarfssamningur milli LMÍ og Veiðimálastofnunar

Þann 3. mars sl. var undirritaður samstarfssamningur um landupplýsingar milli Landmælinga Íslands og Veiðimálastofnunar. Markmiðið með samningnum er að auka samstarf stofnananna við að afla og miðla kortum og landfræðilegum gögnum um Ísland. Samkvæmt samningnum fær Veiðimálastofnun aðgang að IS 50V gagnagrunni Landmælinga Íslands og Landmælingar Íslands fá aðgang að þeim stafrænu gagnagrunnum Veiðimálastofnunar er varða… Continue reading Samstarfssamningur milli LMÍ og Veiðimálastofnunar

Samstarfssamningur milli LMÍ og HÍ

Þann 11. febrúar sl. var endurnýjaður samningur milli Landmælinga Íslands og Háskóla Íslands um samstarf á sviði fjarkönnunar sem staðið hefur síðan árið 2000. Samkvæmt þessum samningi vinna Landmælingar Íslands og Háskóli Íslands að eflingu fjarkönnunarrannsókna á Íslandi. Háskóli Íslands verður aðili að fjarkönnunarstarfsemi hjá Landmælingum Íslands og munu samningsaðilar starfa saman og skiptast á fjarkönnunargögnum. Einnig… Continue reading Samstarfssamningur milli LMÍ og HÍ

Landmælingar Íslands á Framadögum 2011

Landmælingar Íslands ásamt mörgum öðrum ríkisstofnunum og ráðuneytum tóku í gær þátt í Framadögum undir yfirskriftinni „Ríkið, stærsti þekkingarvinnustaður landsins“. Fjármálaráðuneytið hafði forystu í framtakinu. Framadagar eru árlegur viðburður í háskólalífinu og eru haldnir m.a. með það að leiðarljósi að auka tengsl háskólanáms við atvinnulífið. Fulltrúi Landmælinga Íslands var vel merktur á svæðinu í bol… Continue reading Landmælingar Íslands á Framadögum 2011

Kortasjáin á ensku

Nú hefur kortasjáin verið uppfærð með 3.útgáfu af SPOT-5 mósaíki en nýjustu myndirnar þar eru frá árinu 2009. Einnig hefur verið bætt við hnappi þannig að hægt er að skoða kortasjána líka á ensku.

Haraldarsafn – Ísland og íslensk landfræði

Á síðasta ári tóku Landmælingar Íslands þátt í verkefni á vegum Bókasafns Akraness sem nefnist „Fjársjóður: úr fórum bókasafns Haraldar og Sigrúnar Ástrósar“. Verkefnið snýst um Haraldarsafn eins og það er nefnt dags daglega en það er sérsafn bóka um Ísland og íslenska landfræði sem var í eigu Haraldar Sigurðssonar, bókavarðar og heiðursdoktors. Bækurnar eru nú í… Continue reading Haraldarsafn – Ísland og íslensk landfræði

Published
Categorized as Fréttir

Ný útgáfa IS 50V komin út

Ný uppfærsla af IS 50V gagnagrunninum er komin út í útgáfu 3.0 og verður hann sendur áskrifendum á næstu vikum. IS 50V grunnurinn er líklega mest notaði kortagrunnurinn á Íslandi í dag og byggjast vinsælir kortaflokkar, vefkort, kort í GPS, skipulagsuppdrættir o.fl. á þessum vinsæla grunni. Í IS 50V grunninum eru átta mismunandi gagnalög: hæðargögn, mannvirki, mörk,… Continue reading Ný útgáfa IS 50V komin út

Grunngerð landupplýsinga á norðurheimskautssvæðinu

Þann 14.- 15. október síðastliðinn hittust fulltrúar kortastofnana Íslands, Noregs, Danmerkur/Grænlands, Rússlands, Kanada, Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Finnlands ásamt fulltrúa frá Arctic Council, í Brussel. Tilgangur fundarins var að hefja formlega uppbyggingu grunngerðar landupplýsinga á norðurheimskautssvæðinu (Arctic SDI). Meginmarkmið verkefnisins er að byggja upp einsleitan kortagrunn af norðurheimskautssvæðinu sem á að verða grunnkort fyrir ýmis þemakort… Continue reading Grunngerð landupplýsinga á norðurheimskautssvæðinu

Vel heppnaður fundur í Færeyjum

Norrænt samstarf á sviði landupplýsinga er mikilvægt fyrir Landmælingar Íslands en með því skapast m.a. mjög mikilvægur vettvangur til að afla og miðla þekkingu. Til að ræða samstarfið og forgangsraða verkefnum hittast forstjórar og helstu stjórnendur norrænu kortastofnananna einu sinni á ári. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í Þórshöfn í Færeyjum í boði  Umhverfisstofunnar… Continue reading Vel heppnaður fundur í Færeyjum