Atvinnuátak fyrir námsmenn

Nýlega fengu Landmælingar Íslands heimild frá Vinnumálastofnun til að ráða tíu námsmenn og/eða atvinnuleitendur til vinnu í sumar. Um er að ræða átak í atvinnumálum námsmanna til að draga úr atvinnuleysi. Fimm námsmenn og einn atvinnuleitandi munu hafa vinnuaðstöðu hjá stofnuninni á Akranesi en auk þess var leitað eftir samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og… Continue reading Atvinnuátak fyrir námsmenn

Aðgerðaráætlun gegn akstri utan vega

Umhverfisráðuneytið hefur unnið aðgerðaráætlun gegn akstri utan vega til þriggja ára, undir heitinu Ávallt á vegi.  Nánari upplýsingar má finna á vef umhverfisráðuneytisins.

Published
Categorized as Fréttir

Ýmis kortagögn af gossvæðinu

Hjá Landmælingum eru til ýmis kortagögn af gossvæðinu í Eyjafjallajökli. Þau hafa nú verið sett á sérstaka síðu og verður haldið áfram að bæta við eftir því sem gögn verða til.   Gagnasíða um Eyjafjallajökul

Published
Categorized as Fréttir

Útbreiðsla hrauns á Fimmvörðuhálsi

Fyrirtækið Loftmyndir ehf hefur útbúið kortaþjónustu sem sýnir útbreiðslu hraunsins frá eldstöðinni ónefndu á Fimmvörðuhálsi eftir dagsetningum. Skoða hér

Published
Categorized as Fréttir

Þrívíddarlíkan af gossvæðinu

Starfsmenn Landmælinga Íslands hafa lagt myndgögn ofaná landhæðarlíkan og skapað þannig þrívíddarmynd af gossvæðinu á Fimmvörðuhálsi. Smellið á meira til að sjá myndirnar. Einnig má sjá tölvugert flug yfir svæðið hér. Myndirnar eru SPOT5 myndir og landhæðarlíkanið er IS 50V Bláu punktarnir eru skálar en rauði punkturinn sýnir staðsetningu eldgossins.

Published
Categorized as Fréttir

Kort af Eyjafjallajökli

IS 50V gagnagrunnur LMÍ er til margra hluta nytsamlegur, m.a. til að búa til einföld kort. Hér að neðan er hægt að nálgast fjögur mismunandi kort af Eyjafjallajökulssvæðinu á pdf formi.   Eyjafjallajökull stórt án nafna (pdf 6,6 mb) Eyjafjallajökull stórt með nöfnum (pdf 7,6 mb) Fimmvörðuháls án nafna (pdf 4,8 mb) Fimmvörðuháls með nöfnum (pdf 5,1 mb)

Published
Categorized as Fréttir

Kort sýnir eldgos í Eyjafjallajökli

Á síðustu vikum og misserum hefur Eyjafjallajökull verið í umræðunni vegna mögulegs eldgoss þar. Hæfist þar eldgos yrði það væntanlega tilkomumikið sjónarspil þar sem kvikan myndi væntanlega koma í snertingu við jökulís. Yrði þá mikil og snögg bráðnun uppi í fjallinu sem gæti leitt til mikils vatnagangs, annað hvort í fjallinu norðan- eða sunnanverðu. Eyjafjallajökull… Continue reading Kort sýnir eldgos í Eyjafjallajökli

Published
Categorized as Fréttir

Kvarðinn er kominn út

Fréttabréf Landmælinga Íslands, Kvarðinn, er kominn út. Fréttabréfið hefur verið við lýði frá árinu 1999 og hefur verið mikilvægur tengiliður stofnunarinnar við samfélagið.  Héðan í frá mun fréttabréfið vera rafrænt og koma út fjórum sinnum á ári. Starfsmenn stofnunarinnar sjá alfarið um efnistök og uppsetningu fréttabréfsins.   

Published
Categorized as Fréttir

Umhverfisþing og ný skýrsla um stöðu umhverfismála

Umhverfisráðherra boðar til VI. Umhverfisþings dagana 9.-10. október 2009. Þingið fer fram á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Sjálfbær þróun verður aðalumfjöllunarefni þingsins að þessu sinni. Kynntar verða tillögur að nýjum áherslum stjórnvalda á sviði sjálfbærrar þróunar næstu árin. Einnig verður kynnt ný skýrsla umhverfisráðherra um stöðu og þróun umhverfismála.  Að gerð skýrslunnar komu starfsmenn Landmælinga Íslands og… Continue reading Umhverfisþing og ný skýrsla um stöðu umhverfismála

Published
Categorized as Fréttir